Hunsa þunga fjárhagsstöðu (allra hinna) heimilanna

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót starfshópi til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu bænda vegna verðbólgu og vaxtahækkana.

Sjá tilkynningu: Ráðuneytisstjórahópur skipaður vegna fjárhagsstöðu bænda

Enginn slíkur starfshópur hefur verið skipaður til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu allra hinna heimilanna, sem er til komin af nákvæmlega sömu ástæðum. Tekið skal fram að sá sem þetta skrifar hefur fulla samúð með stöðu bænda, en þætti jafnframt betra ef ríkisstjórnin sýndi jafn mikla samúð með stöðu allra hinna heimilanna.

Til að gefa ákveðna hugmynd af því hvernig tilkynningin gæti litið út ef ríkisstjórninni væri jafnt umhugað um stöðu allra heimila, kom upp sú hugmynd að endurskrifa hana með þeirri einu breytingu að skipta sérstökum tilvísunum til bænda og landbúnaðar út fyrir almennar tilvísanir til heimilanna í landinu:

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að koma á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvæla menningar- og viðskiptaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Hópurinn mun leggja mat á þá stöðu sem upp er komin í landbúnaði hjá heimilunum í kjölfar endurtekinna hækkana á stýrivöxtum og verðhækkana á aðföngum.

Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað hratt síðustu misseri og þannig rýrt eiginfjárstöðu bænda heimilanna eins og víðar í samfélaginu. Staða landbúnaðar heimilanna er þó sérlega erfið að því leyti að rekstur búa húsnæðis er nátengdur heimilum bænda mannréttindavörðum lífsskilyrðum þeirra og hækkanir við fjármagnskostnað og aðfangaverð hafa haft íþyngjandi áhrif. Rekstur í landbúnaði heimila er því orðinn þungur hjá mörgum framleiðendum einstaklingum og fjölskyldum.

Starfshópurinn mun draga saman nýjustu gögn um stöðuna og þróun síðustu missera.
Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur með hliðsjón af þessum gögnum og jafnframt leiða leitað til að auðvelda kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði einstaklingum og fjölskyldum að halda viðunandi heimili. Hópurinn mun verða í samráði við Byggðastofnun opinberar stofnanir og önnur fjármálafyrirtæki auk hagsmunaaðila í landbúnaði heimilanna.

Nú hlýtur það að vera réttmæt krafa allra heimila í landinu að jafnræðis verði gætt og samskonar starfshópur skipaður til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu þeirra.


mbl.is Fjalla um þunga fjárhagsstöðu bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ruglar saman heimilisrekstri og fyrirtækjarekstri.  

Það er verið að spá í rekstur búanna hjá bændunum en ekki heimila þeirra. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 21.10.2023 kl. 02:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarni. Er rekstur heimilanna ekki orðinn þungur af nákvæmlega sömu ástæðum, verðbólgu og háum vöxtum? Hefur höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána ekki hækkað hratt síðustu misseri og þannig rýrt eiginfjárstöðu heimila?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2023 kl. 13:35

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lausnin á vandamálum allra þessara aðila er sú sama.

En ríkið mun aldrei leysa það, vegna þess að það er vendamálið.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.10.2023 kl. 17:34

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásgrímur. Segðu okkur endilega hver sú lausn er. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2023 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband