Ískyggilegar jarðhræringar (framhald)

Vísindamenn segja að borgin Concepcion í Chile hafi færst yfir þrjá metra til vesturs í jarðskjálftanum þann 27. febrúar sl. Það er erfitt að ímynda sér þá orku sem þarf til að færa stóran hluta af vestuströnd S-Ameríku úi stað. Landmælingar Chile verða líklega ekki verkefnalausar á næstunni.

Ég bendi af þessu tilefni á grein mína frá því í síðustu viku um ískyggilega þróun jarðhræringa í heiminum. Eins þar kemur fram þá hefur stórum skjálftum (stærð 3 og yfir) fækkað á undanförnum tveimur árum, en á sama tíma hefur orðið stóraukning á meðalstyrk þeirra vegna hærra hlutfalls risaskjálfta (stærð 6 og yfir). Það merkilegasta er samt hugsanlega heildarorkuútlosun í jarðskjálftum, en það sem af er þessu ári (2010-Q1) er nú þegar búið að tvöfalda árið 2004 þegar gríðarstór skjálfti við Indónesíu olli flóðbylgju og þó var það margfalt á við meðalár.

Sem betur þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu á Íslandi, en hér er jarðskorpan frekar þunn og laus í sér þannig að skjálftar geta varla orðið stærri en kringum 7 eins og síðast á Suðurlandi.

En talandi um Ísland þá er Eyjafjallajökull aftur að sækja í sig veðrið. Eftir að hafa róast dálítið í gær kom hviða í morgun en þá urðu fjölmargir smáskjálftar á stuttu tímabili og titrar enn nokkrum sinnum á klukkustund þegar þetta er skrifað. Það verður forvitnilegt að fylgjast með, mér finnst alveg kominn tími á eitt stk. eldgos, þó ekki væri nema bara til að fá gott myndefni fyrir sjónvarpið og ferðamennina. ;) Staðsetningin er sem betur fer þannig að ekki er talin hætta á verulegu tjóni ef gýs. Hér má sjá skjálftakort Veðurstofu Íslands af þessu svæði undanfarinn sólarhring:

Kort með 
staðsetningum jarðskjálfta
Súlurit sem sýnir tímasetningu og stærð 
jarðskjálfta


mbl.is Concepcion færðist til um þrjá metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband