IceSave samantekt vikunnar #2

Ég minni á fyrri samantekt þessarar viku.

DV hefur undir höndum tölvupóst sem Kanadamaðurinn Donald J. Johnston, ráðgjafi íslensku samninganefndarinnar sendi íslenskum samningamönnum og hugsanlega fleirum þann 24. febrúar eftir að Bretar og Hollendingar höfðu lagt fram svokallað lokatilboð sitt. Í tölvupóstinum hvetur hann Íslendinga til að standa fast á sínu og samþykkja ekki tilboðið án frekari viðræðna. Afrit af póstinum fylgir með hér sem viðhengi og er líka birt í heild sinni í fréttinni:

Tölvupóstur ráðgjafa IceSave nefndarinnar

Norska ABC fréttastofan hefur eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, að hann vilji gefa samningamönnunum tækifæri til að vinna áfram, hvernig sem atkvæðagreiðslan fer. Synjun í þjóðaratkvæðagreiðslunni þýði ekki áfall, aðalatriðið sé að ná góðum samningum í London og skipti engu máli hvort þeir nást fyrir atkvæðagreiðsluna.

Við höldum okkar striki þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu

Þýski stjórnmálaflokkurinn Die Linke hefur lýst yfir samstöðu með Íslendingum vegna Icesave-málsins. Andrej Hunko þingmaður flokksins, stendur að yfirlýsingu ásamt alþjóðamálanefnd flokksins og öðrum þingmönnum úr röðum hans: „Við lýsum yfir samstöðu með íslensku þjóðinni, sem berst gegn einhliða skilyrðum á hendur Íslandi... 6. mars verður í fyrsta skipti í Evrópu kosið um það hvort almenningur eigi skilyrðislaust að axla skuldir bankakreppunnar óháð efnahagslegri þróun... Við lýsum yfir samstöðu með íslensku þjóðinni, sem er ekki tilbúin til að borga bankaskuldirnar í samræmi við þvingaða skilmála...". Loks er haft eftir þingmanninum að, "Við ættum að fylgja fordæmi þeirra".

Die Linke styðja Ísland

Írska blaðið Irish Times segir að Íslendingar virðist ætla að hafna IceSave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að það geti torveldað endurreisn efnahagslífsins, og kenna um reiði í garð Gordon Brown vegna þeirrar hörku sem hann hefur sýnt okkur. Einnig er bent á að synjunin kunni að hafa áhrif á stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra:

Iceland defiant as experts warn of effects of No vote

Norska fréttaveitan ABC Nyheter hefur eftir Guðbjarti Hannessyni þingmanni Samfylkingar og formanni fjárlaganefndar, að „Í þessari atkvæðagreiðslu er ekki annað hægt en að segja nei. Því það er mögulegt að ná betri samningi,":

Nú biðja já-sinnar líka um að Íslendingar kjósi Nei

Í grein Ómars R. Valdimarssonar fyrir Bloomberg er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, að atkvæðagreiðslan á morgun verði marklaus og henni þyki það sorglegt. Ennig er vitnað í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra, sem segir að atkvæðagreiðslan hafi aðeins táknræna merkingu. "Ef það gengur eftir, sem allt bendir til, að lögunum verður hafnað, þurfum við samt sem áður að leysa þetta mál.":

Icelanders Face ‘Pointless’ Vote on ‘Obsolete’ Law

Norski fréttavefurinn E24! fjallar um þjóðaratkvæðaratkvæðagreiðsluna og segja frá því að strax í gærmorgun hafi myndast biðröð fólks sem greiddi atkvæði utan kjörfundar. Þar er líka tekið viðtal við Íslendinga sem vilja ekki borga skuldir glæpamanna, vitnað í Gylfa viðskiptaráðherra sem hefur áhyggjur af því að synjun geti orðið dýrkeypt, og fleira í þeim dúr:

Samningar um IceSave geta orðið dýrkeyptir

Stephen Evans, fréttamaður hjá BBC til fjölda ára er staddur hér til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni. Hann útskýrir mikinn áhuga erlendra fjölmiðla með því að benda á að „Kosningin hér getur haft mikil áhrif víðar en á Íslandi. Ég býst við að stjórnmálamenn í Evrópu óttist að ef Íslendingar segi þvert nei þá gæti það smitast til annarra landa eins og Grikklands og Írlands. Venjulegt fólk muni þá hugsa sem svo að fyrst Íslendingar geti gert þetta, af hverju ekki við." Evans segir Íslendinga ekki eina um það að hugsa bönkunum þegjandi þörfina. Sú skoðun sé útbreidd í Evrópu og Bandaríkjunum.

Allra augu á Íslandi

Í gær heyrði ég viðtal í sídegisútvarpi Bylgjunnar við mann sem var að hjálpa hollenskri fréttakonu sem er stödd hér af sömu ástæðu. Hún vildi fá einhvern í viðtal sem ætlaði að kjósa já, en fann engan og því var brugðið á það ráð að auglýsa eftir já-fólki í útvarpinu! Ég veit hinsvegar ekki hvort það bar árangur.

Að lokum vek ég athygli á að kröfuganga verður farin frá Hlemmi nk. laugardag kl. 14:00 og er gengið niður á Austurvöll þar sem efnt verður til útifundar kl. 15:00. Að þessari uppákomu standa nokkrir grasrótarhópar sem vilja nota tækifærið til að stofna Alþingi götunnar, en helstu áhersluatriði þess eru: Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrning lána við þrot, jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endurreistir, AGS úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til almennings og bættur neytendaréttur.

Alþingi götunnar stofnað á Austurvelli


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hvað óttast Steingrímur J. Sigfússon meira, góðan samning eða slæman ?
Hvað óttumst við landsmenn ? Er málið ekki það að okkur mun farnast betur án Icesave ánauðar ?
Því ánauð verður þetta alltaf, nema bretar og hollendingar átti sig á því að við þurfum ekki að semja við þá. Málið er nefilega það að við þurfum ALLS EKKI að semja. Og við þurfum ekki aðstoð AGS heldur. Það sem við verðum að gera er að sætta okkur við smá (ekki meira en smá þó) styttingu í sutlarólinni (lúxus-ólinni) í nokkur ár. Þær "þregningar" verða þó alltaf léttari og margfalt styttir en Icesave-ánauðin.

Hvað með aðrar erlendar skuldir landsins ?
Þær verða meðhöndlaðar á nákvæmlega sama máta og skuldugir einstaklingar eru meðhöndlaðir hjá bönkum....skilmálabreytingar. Munurinn er þó sá að staða landsins er mun betri...það er ekki hægt að ganga að eigum landsins og því samningstaðan sterkari en ræfilsins sem sest með hattinn í höndunum fyrir framan lánafulltrúans.

Hættum þessu líferni lánasukkarans og vinnum okkur út úr vandanum á eigin styrk útflutnings okkar. Höldum líka krónunni...það kemur í ljós að hún er okkar aðalvopn.
Fyrir þá sem enn efast...horfið á þessi myndbönd 12 x 10 mínútur af þrautagöngu Argentínu...við gætum endað á sömu brautarteinum á leið til glötunar ef við ekki snúum baki við AGS og lánasukkinu :
http://www.vald.org/greinar/100222.html

Haraldur Baldursson, 4.3.2010 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband