Mætum og mótmælum!

Hvernig í ósköpunum getur það verið í lagi að grundvallarákvarðanir varðandi stöðu landsins (að þessu sinni um 1/3 af bankakerfinu) séu í enn eitt skiptið teknar á næturfundum og/eða í reykfylltum bakherbergjum. Að því er virðist af örfáum útvöldum einkavinum (sem sumir voru aldrei einu sinni kjörnir til eins eða neins [les. Hannes Hó.]). Á meðan eru aðrir lýðræðislega kjörnir fulltrúar [t.d. megnið af Samfylkingunni] eru látnir sitja úti í kuldanum ef þeir eru ekki þeim mun meðvirkari í sukkinu og eru svo látnir mæta í fjölmiðla til að verja vitleysuna, augljóslega gegn sinni innstu sannfæringu. Dró þingheimur engan lærdóm af því hvernig tveir menn sammæltust á sínum tíma um að nauðga lýðræðinu með því að leggja nafn þjóðarinnar við ólöglegan stríðrekstur af hálfu útlends glæpalýðs, þvert á vilja þjóðarinnar?

Það þarf enga rosalega mannþekkjara til að sjá í gegnum það þegar fólk er að tala gegn sinni sannfæringu, eftir 1-2 setningar kemur það gjarnan upp um sig með óstyrkum málrómnum, vandræðalegum augnagotum, fálmkenndum svörum og vangaveltum sem hljóma eins þær komi beint upp úr minnisblaði frá Dabba & co. á Kalkofnsveginum. Þannig hefur t.d. Björgvin okkar ágæti viðskiptaráðherra litið út í öllum fjölmiðlaviðtölum sem ég hef séð og heyrt frá um helgina, eins og skömmustulegur pabbastrákur sem búið er að flengja til hlýðni. Og ekki er meira traustvekjandi hljóðið í Árna Matt ljósmæðrahrelli, hann kemur nú helst fyrir sjónir eins og krakki sem er búinn að skíta á sig en þorir ekki að viðurkenna það af ótta við að "missa kúlið". Og Geir sem hefur logið blákalt að okkur í allt sumar að "hér sé allt í fínu lagi" sem það augljóslega er ekki, og nú þegar það er komið á dagin heldur hann bara áfram sömu lyginni óbreyttri. Að gera slíkt án þess að blikna er aðeins á færi harðsvíruðustu lygalaupa. Hvað er það annað en móðgun við kjósendur að tala svona niður til okkar þegar allir sjá í gegnum pappaframhliðina sem maðurinn er orðinn? Hversu lengi ætlast þeir til að við látum þetta yfir okkur ganga?

Nei, mætum frekar öll á Austurvöll í dag þegar Alþingi verður sett og sýnum þessum mönnum viljann í verki. Lögreglan verður eflaust með fjölmennt lið á staðnum og því ætti að vera hægðarleikur að handtaka þessa glæpamenn þegar þeir verða allir saman komnir á einum stað, þeir sem fremja hópnauðgun á lýðræðinu eru ENGAN VEGINN yfir það hafnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Er ekki annars málið bara tonn af fiðri og þúsund lítra af tjöru takk, afhendist í miðbæ Reykjavíkur um tvöleytið í dag??? Devil


mbl.is Alþingi sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það var mjög greinilegt í Katljósþætti gærkvöldsins að Viðskiptaráðherra kom af fjöllum

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

..Kastljós............

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 09:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann virtist fyrst og fremst vera að reyna að halda andlitinu, þrátt fyrir að hafa verið niðurlægður og troðið niður í skítinn af skítapakki.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 10:02

4 identicon

Guð minn almáttugur, hvað hefðir þú viljað að þeir gerðu?

Hvað á ríkið að hafa gert? Alltaf þegar ríkið reyndi að segja eitthvað við bankanna urðu allir brjálaðir, ríkið átti að láta þá í friði!

Allir að taka sér lán sem er svo ástæða fyrir hvernig er komið fyrir landinu í dag, seðlabankinn reyndi að stoppa þetta með að hækka vexti en nei, fólk tók bara meiri lán til að covera hin lánin og kvartaði og kenndi ríkisstjórninu um allt. BERIÐ ÁBYRGÐ Á YKKAR EIGIN GJÖRÐUM.

 MBL ætti helst að leggja niður moggabloggið er allt svo vitlaust af staðhæfingum sem ekkert vit er í.

Ingvar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:17

5 identicon

Ég held að fólkið í landinu verði að fara sýna samstöðu og láta það í ljós að við ætlum ekki að láta ganga yfi okkur á skítugum skónum.

Þeir sem að súpa seyðið af valdarbrjálæði Davíðs, erum við almenningur. Ég held að þessi maður ætti sé hreinlega orðin snargeðveikur og valdasjúkur maður sem að nýtir sér heimsku Geir H Harde til að stjórna honum eins og strengjabrúðu.

Fólk talar oft um hvað kommúnisminn var hrikalegur í Austur - Evrópu, en ég get sagt ykkur það kommúnisminn er ekkert minni hér en var í A-Evrópu á sínum tíma.

Hversu lengi eigum við að láta það yfir okkur ganga að menn hér stjórni landinu út frá sínum eigin hagsmunum og hefndaraðgerðum ????

Ég held að landsmenn allir sem að vilja breytingar ættu einmitt að mæta á Austurvöll í dag og sýna þessum mönnum viljann í verki !!!!!

salamandra (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kommúnismi schommúnismi. Þetta er fasismi og ekkert annað!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðmundur þú vildir semsagt að ríkið og seðlabankinn hefði lánað 85 milljarða til Glitnis?

Þú veist hverju það hefði fylgt er það ekki? Öll slík lán í heiminum eru á háum vöxtum. Slíkt lán hefði geta neytt Bankann til halda brunaútsölu. 

Þetta er slæmt eins og þa hefur gerst. en allir aðrir möguleikar voru verri. núna hafa hluthafar nokkra daga til að redda málum. ef þeir geta það ekki er ljóst að fyrirtækið hefði farið á hausinn án aðkomu ríkissins. 

og þú veist að þessi upphæð er samsvarandi að bandaríkinn hefðu lánað 850 milljarðar. börgunarpakkinn sem þeir eru að reyna að koma í gegn fyrir öll fjármálafyrirtæki er rétt 700 milljarðar. 

helduru að eitthvað ríki í heiminum hefði lánað svo háa upphæð til einnar stofnunar? 

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 11:57

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Burtséð frá því hvort það hafi rétt að gera hitt eða þetta í stöðunni, þá er það fyrst og fremst ákvarðanatakan sem mér þykir ámælisverð. Hún ber akkúrat engan keim af lýðræðislegum vinnubrögðum, og ég kæri mig ekki um að búa í slíku bananalýðveldi þar sem "góðvinir" véla á leynilegum næturfundum um "björgunaraðgerðir" í formi eignaupptöku sem þeir hafa þó ekki einu sinni fyrir því að skjalfesta. Það hlýtur að hafa verið ömurlegt hlutskipti fyrir stjórnendurna að snúa heim í banka með aðeins einn afarkost í formi munnlegs tilboðs upp á 84 milljarða af almannafé. Mínu og þínu fé og sem börnin okkar munu þurfa að greiða í formi skatta þegar upp er staðið. Nú heyrast svo fregnir af því að hluti af plottinu sé mögulega að skjóta styrkari stoðum undir Landsbankann sem standi höllum fæti vegna hrakfara Nýsis, Eimskips og annara félaga sem tengjast bankanum undanfarið. Athygli vekur að í bankaráði þar með tveggja milljarða eignarhlut á bak við sig situr enginn annar en Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og einkavinur Davíðs Oddssonar, en á hinum vængnum Glitnismegin situr Jón Ásgeir Jóhannesson persónulegur fjandvinur Davíðs Odssonar. Í Sjónvarpsfréttum og Kastljósi í gærkvöldi var velt upp þeirri spurningu hvort Davíð teldist ekki vanhæfur til að fara með mál Glitnis vegna forsögunnar varðandi Jón Ásgeir og Baugsmálið. Ég gat ekki betur heyrt á sjálfstæðismanninum Þorteini Má Baldvinssyni að hann væri sömu skoðunar þó hann væri tregur til að viðurkenna það með afdráttarlausum hætti, og nú hefur a.m.k. einn þingmaður sjálfstæðismanna, Kristján Þór Júlíusson, lýst opinberlega yfir miklum efasemdum um að unnið hafi verið af heilindum að þessum gjörningum. Samfylkingin held ég hinsvegar að sé ennþá gapandi að reyna að átta sig á stöðunni, slíkur var hraðinn og fljótfærnin í vinnubrögðunum. Merkilegt hlýtur að teljast að það eru ekki síst sjálfstæðismenn sjálfir sem hafa uppi þessar sömu efasemdir, og þarf þá í alvöru talað einhverjum blöðum að fletta um það hversu mikil spilling er á ferðinni þarna?

P.S. Vil taka fram að mér svíður undan því hvernig búið er að traðka á öllum grunngildum þessa fornfræga stjórnmálaflokks sem ég skráði mig í á sínum tíma, núna er þetta orðið ekkert nema valdaelíta og stjórnarfarið minnir helst á fasisma.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband