Geir lýgur blákalt!

Það þarf enga rosalega mannþekkjara til að sjá í gegnum það þegar fólk er að tala gegn sinni sannfæringu, eftir 1-2 setningar kemur það gjarnan upp um sig með óstyrkum málrómnum, vandræðalegum augnagotum, fálmkenndum svörum og vangaveltum sem hljóma eins þær komi beint upp úr minnisblaði frá Dabba & co. á Kalkofnsveginum. Þannig hefur t.d. Björgvin okkar ágæti viðskiptaráðherra litið út í öllum fjölmiðlaviðtölum sem ég hef séð og heyrt frá um helgina, eins og skömmustulegur pabbastrákur sem búið er að flengja til hlýðni. Og ekki er meira traustvekjandi hljóðið í Árna Matt ljósmæðrahrelli, hann kemur nú helst fyrir sjónir eins og krakki sem er búinn að skíta á sig en þorir ekki að viðurkenna það af ótta við að "missa kúlið". Og Geir sem hefur logið blákalt að okkur í allt sumar að "hér sé allt í fínu lagi" sem það augljóslega er ekki, og nú þegar það er komið á dagin heldur hann bara áfram að ljúga. Að gera slíkt án þess að blikna er aðeins á færi harðsvíruðustu lygalaupa. Hvað er það annað en móðgun við kjósendur að tala svona niður til okkar þegar allir sjá í gegnum pappaframhliðina sem maðurinn er orðinn? Hversu lengi ætlast þeir til að við látum þetta yfir okkur ganga?

Mætum öll á Austurvöll í dag þegar Alþingi verður sett og sýnum þessum mönnum viljann í verki. Lögreglan verður eflaust með fjölmennt lið á staðnum og því ætti að vera hægðarleikur að handtaka þessa glæpamenn þegar þeir verða allir saman komnir á einum stað, þeir sem fremja hópnauðgun á lýðræðinu eru ENGAN VEGINN yfir það hafnir að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Er ekki annars málið bara tonn af fiðri og þúsund lítra af tjöru takk, afhendist í miðbæ Reykjavíkur um tvöleytið í dag??? Devil


mbl.is Ræddu þeir samkomulag eða ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Árni Torfason

Vel orðað. Það er alveg magnað hvað hann Geir getur logið án þess að sýna vott um samvisku. Ég held því statt og stögðugt fram að maðurinn er nú byrjaður að trúa þvælunni úr sjálfum sér og mun vart blikka þó hann segðist vera hinn fallegasti maður!

Ólafur Árni Torfason, 2.10.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband