Ófrumlegur Nóbelsverðlaunahafi

Veit ekki hvort þetta myndi flokkast undir ritstuld, en vildi samt benda á hvar mér sýnist hugmyndin að Blindness vera "fengin að láni". Skáldsagan sem handritið er gert eftir var skrifuð af Nóbelsverðlaunahafanum José Saramago og kom fyrst út á Portúgölsku árið 1995. Þegar ég var í Ensku í Menntaskóla las ég hinsvegar skáldsöguna Day of the Triffids eftir breska rithöfundinn John Wyndham sem var gefin út 44 árum áður eða 1951, en þar er einmitt fjallað um afleiðingar þess að stór hluti jarðarbúa verði skyndilega blindur. Eftir þeirri sögu var reyndar einnig gerð kvikmynd árið 1962 þar sem sögusviðið er NB á Spáni, ólíkt skáldsögunni sem gerist á Bretlandi. Sögusviðið er reyndar dálítið annað en í "Ensaio sobre a cegueira" eins og hún heitir á frummálinu eða "Ritgerð um blindu" í ísl. þýðingu minni, en af lýsingum að dæma þykir mér a.m.k. plottið mjög keimlíkt. Enn merkilegra þykir mér að ári eftir fyrstu útgáfu hennar í enskri þýðingu skuli höfundurinn hafa verið sæmdur æðstu verðlaunum á sviði bókmennta fyrir. Ég hef ekki lesið þessa bók og vil því alls ekki setja neitt út á hana, en mér fannst allavega bók Wyndhams ágætis lesning á sínum tíma þó hún sé vissulega svolítið hrollvekjandi.
mbl.is Blindir gagnrýna nýjustu mynd Julianne Moore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ég nú lesið báðar bækurnar og verð að segja að báðar eru þær frábærar og skilja eftir sig spor sem erfitt er að afmá.

Verð hins vegar að viðurkenna að það síðasta sem mér myndi detta í hug væri að líkja þessum tveimur saman, svo ólíkar eru þær í mínum huga.

Frekar myndi ég líkja Blindu Saramagos við Lord of the Flies eftir Golding, þar sem báðar fjalla aðallega um hversu stutt er í dýrið í mannsskepnunni þegar aðstæður bjóða upp á það og hversu brothætt siðmenning okkar er.

Hoagie (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef bara lesið Day of the Triffids, og þakka þér fyrir upplýsingarnar. Mér fannst einungis áhugaverð líkindin með þessum tveimur sögum eins og þeim er lýst.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband