Mismunun eignarréttar er stjórnarskrárbrot

Mbl.is segir frá því að miklu geti munað á því hvað einstæðingar annars vegar og fólk í sambúð eða með börn heima hins vegar fær fellt niður. Tekin eru dæmi þar sem munar allt að helming á niðurfærslu eftir því hvort viðkomandi sé einstæðingur eða með börn.

Maður hlýtur því að spyrja: Eru einstæðingar aðeins hálfdrættingar á við aðra þegar kemur að eignarrétti þeirra í húsnæði sínu, sem þeir voru sviptir en er nú verið að skila til baka að hluta? Eru mannréttindi þeirra minna virði en annara?

Svarið er auðvitað nei, og við þurfum ekki nýja stjórnarskrá til þess heldur aðeins að fylgja þeirri sem við höfum nú þegar. Það er einfaldlega verið að brjóta gróflega mannréttindi þessa þjóðfélagshóps með svona afgreiðslu. Þó stjórnarskráin innihaldi ekki refsiákvæði þá eru þessi brot samt refsiverð ef þau valda þolandanum tjóni og mynda skaðabótarétt engu að síður.

65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

71. gr. Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.  (Líka einstæðingar)

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

 


mbl.is Miklu munar í niðurfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: BJÖRK

Við stöndum frammi fyrir gríðarlegri mismunun einstaklinga í bankakerfinu og er þar fyrst að nefna muninn á því hvernig tekið er á fólki eftir því hvort það er í elítunni eða ekki!

BJÖRK , 31.10.2011 kl. 14:55

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Í fréttinni segir:

Að sögn mannsins tók hann um 40 milljóna króna húsnæðislán sem fór upp í 75 milljónir í hruninu. Húsið er aftur á móti í dag metið á 38 milljónir. Ef sonur hans hefði verið skráður hjá honum á þessum tíma hefði lánið getað farið niður um þrjátíu milljónir en á ekki að fara niður um nema fimmtán milljónir þar sem hann er einstæðingur samkvæmt skattskýrslunni.

Er sem sagt verið að segja að manninum bjóðist að færa niður lánið úr 75 í 60 milljónir - 158% veðsetningu?

Býðst manninum ekki 110% leiðin??  Fréttin er dáldið óskýr. Kannski er þetta skýrara í blaðinu.

Skv. fréttinni fór lánið úr 40 í 75 milljónir, þ.e. hækkaði um 88%. Þar með er verið að tala um myntkörfulán að öllu eða miklu leyti. Er ekki búið að reikna það niður með lögunum um gengistryggð lán? Niður í bara 60 milljónir??

Skeggi Skaftason, 31.10.2011 kl. 15:27

3 Smámynd: Vendetta

Með stjórnarskrárbreytingunum 1995 sem innihalda untentekningarákvæði, hefur grein 71 (og fjölmargar aðrar) verið verulega útþynntar til að gera ráð fyrir og lögleiða svona mismunun. Ástæðan fyrir þessum breytingum 1995 var auðvitað sú að meirihluta Alþingis þótti almenningur hafa of mikið persónulegt frelsi og það var ekki ásættanlegt fyrir ráðamenn.

Sbr. 71.gr. 2.mgr.: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.

Þessir "aðrir" geta svo verið fjármálafyrirtæki ef því er að skipta.

Þegar ég kaus til stjórnlagaþings vonaði ég að einhver hinna 25 kjörinna myndi sjá ljósið og leggja til í sambandi við nýja stjórnarskrá, að öllum þessum óréttlátu viðbótum frá 1995 yrði eytt, en allir (að einum undanteknum) óðu staurblindir um í myrkri hugans.

Vendetta, 31.10.2011 kl. 15:41

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vendetta sendir þú ekki inn tillögu til þeirra þess efnis?

Sigurður Haraldsson, 31.10.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Vendetta

Nei, það fórst fyrir. En heldurðu að einhver hinna kjörnu í stjórnlagaráði hefði tekið mark á því? Ekki held ég það. Enda fór þetta allt út og suður hjá þeim eins og við var að búast.

Vendetta, 31.10.2011 kl. 23:48

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagsmunasamtök Heimilanna: Erindi til stjórnlagaráðs varðandi eignarréttarákvæði

Það er mat Hagsmunasamtaka heimilanna að stjórnlagaráð ætti að taka til athugunar að bæta við eignarréttarákvæði í stjórnarskrá um mannréttindavarðan eignarrétt vegna heimilis og að veð í eigin húsnæði takmarkist við veðandlag. Heimili er eitt af því sem skilgreint er sem grunnþörf í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ætti því réttur ábúenda heimilisins að hafa forgang, fram yfir fjármálastofnun.

Það sem úr þessu varð er að engar breytingar stendur til að gera á eignarrétti sem hald er í að mati lögspakra manna.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2011 kl. 00:31

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Engar frekari skýringar á fréttinni? Hvað var það sem maninum bauðst og hvað ekki?

Finnst ykkur ekki að maðurinn ætti a.m.k. að greiða tilbaka 40 milljónir, með eðlilegum vöxtum? Skiptir það mái að húsið sé nú talið 38 milljón króna virði?

Skeggi Skaftason, 1.11.2011 kl. 09:34

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maðurinn á að greiða til baka stöðu núverandi skuldar, eins og hún er lögum samkvæmt. Eins og þú bentir á Skeggi er fréttin ekki skýr hvað þetta varðar, en þar sem um gengistryggt lán var að ræða getur það aldrei verið hærri upphæð en upphafleg lánsfjárhæð mínus það sem greitt hefur verið af láninu síðan það var tekið. Hver sú upphæð er get ég ekki vitað nákvæmlega, en ljóst er af þeim takmörkuðu upplýsingum sem fréttinni fylgja að hún hlýtur að vera talsvert undir 40 milljónum. Húsið er sagt 38 milljóna virði svo veðsetning ætti að vera nokkuð undir 100% ef farið væri að lögum. En eins og sagði þá er erfitt að meta það með takmörkuðum upplýsingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband