Er hatursfull orðræða um karlmenn komin út í öfgar?

Allnokkur umræða hefur skapast að undanförnu um starfsaðferðir hópa sem berjast fyrir hinu og þessu. Í dag var til dæmis sagt frá því í fréttum hvernig lögregla þurfti að beita eggvopnum til að ráða niðurlögum tjaldborgar sem reist hafði verið á Austurvelli í andófsskyni gegn ofríki fjármálakerfisins yfir hagsmunum almennings. Þar áður hafði um nokkurt skeið spunnist umræða um starfsaðferðir hóps kvenna sem telja sig í heilögu stríði gegn karlmönnum og álíta þá holdgervinga hins illa sem beri að veiða og útrýma eins og hverri annari óværu. Hefur undirritaður meðal annars blandað sér í þá umræðu að örlitlu leyti, en almennt heyrir til undantekninga að hér sé fjallað um annað en efnahags- og stjórnmál.

Yðar einlægur gat þó ekki orða bundist yfir fréttum eyjunnar af viðskiptum guðfræðingsins, fyrrum ritstjórans og radíusbróðurins Davíðs Þórs Jónssonar, við eina af hinum herskáu femínasistum sem hafa allt að því ætlað sér einkaleyfi á opinberri umræðu um holdleg samskipti kynja, samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu á hverri einustu snertingu líffæra neðan mittis sem viðbjóðslegu ofbeldi, að því er virðist.

Davíð Þór sem er mikill grínisti og alræmdur strigakjaftur stendur nú frammi fyrir því að þurfa hugsanlega að stefna umræddum sóðabloggara fyrir meiðyrði, sem er sérstakt út af fyrir sig, en í opnu svari sínu við opnu bréfi þessarar unglegu en íhaldssömu konu skorar hann þó á hana að bera fram afsökunabeiðni áður en til þess þurfi að koma. Við svar Davíðs má ýmsu bæta, sem ég kom reyndar á framfæri við hann í athugasemd. Eftir á að hyggja þykir mér þó full ástæða til að birta það hér í sjálfstæðri grein, því þar er tekið á ýmsum hliðum þessara mála sem varða ekki bara persónu eins manns heldur alla menn, og það hverskonar þjóðfélag við viljum yfir höfuð byggja.

*   *   *

Davíð Þór, eftir að hafa lesið skrif þessarar augljóslega bitru manneskju, hef ég áhyggjur af því að þú sért að vanmeta alvarleika málsins, ef eitthvað er.

Þegar hún skrifar: "það er brenglað viðhorf karla (eins og greinilega þín) til kynlífs og kvenna." er hún ekki einvörðungu að ráðast gegn þér persónulega, heldur gegn tilteknum þjóðfélagshópi (körlum almennt) á grundvelli sérkennis á borð við kynferði, kynhneigð, kynþátt eða trúarbrögð. Í ljósi þess má skilja framhaldið: "Framboð fylgir eftirspurn og ef að eftirspurninni er útrýmt, þá má uppræta vændi og mansal svo það heyri sögunni til", á þann veg að hún sé að mæla með útrýmingu þeirra karla sem hún telur hafa brenglað viðhorf til kynlífs og kvenna, og hafði áður skilgreint sem alla karlmenn. Þó að hún skrifi ekki berum orðum að hún vilji lífláta okkur alla með tölu þá virðist hún að minnsta kosti ekki vera að letja neitt til ofsókna á hendur okkur. Þar með fellur þetta mögulega undir skilgreiningu hatursfullrar orðræðu í fjölmiðli.

Úr lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla:
27. gr. Bann við hatursáróðri og hvatningu til refsiverðrar háttsemi.
Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðar háttsemi. Bannað er að kynda undir hatri í fjölmiðlum á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis, skoðana eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu.

Í refsiákvæðunum er við brotum á þessu lögð refsing allt að sex mánaða fangelsi.

Auk þess kann útrýming karla að flokkast undir refsivert athæfi, þó ekki væri nema samkvæmt dýraverndunarlögum, og hótun um slíkt félli þar með undir almenn hegningarlög nr. 19/1940:

233. gr. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Nú óttast ég, kannski ekki beinlínis um líf mitt út af þessu stúlkugreyi, en um velferð mína og annara (karla) ef andfélagslegur boðskapur sem þessi fær að streyma um netheima undir því yfirskini að um fjölmiðlun sé að ræða. Fyrir utan hvað það er mikil sóun á bandvídd, en það er reyndar bara dropi í þann hafsjó af sora sem tjáningarfrelsið þó leyfir sem betur fer.

Af gefnu tilefni vil ég svo taka fram hver afstaða mín til vændis er, en hún er afar einföld og mjög eigingjörn af minni hálfu sem karlmanns: Ég er alfarið mótfallinn því að karlmenn greiði fyrir kynlíf. Þeir sem það gera eru um leið að skekkja samkeppnisstöðu flestra annara, sem af ýmsum lögmætum ástæðum hafa ekki áhuga á kynlífi gegn greiðslu heldur á grundvelli eigin verðleika. Vændiskaupendur eru þannig ekki aðeins að notfæra sér þær manneskjur sem eru til sölu, jafnt karla sem konur (!), heldur gerast þeir jafnframt svikarar við eigið kyn og stundum kynhneigð. Kynsvik eru risastórt vandamál í þjóðfélaginu sem verðskulda athygli í opinberri umfjöllun.

Ef búrkuklanið léti nú af frekara ofsóknaræði og hæfi þess í stað öfluga baráttuherferð undir slagorðinu: "Ókeypis kynlíf fyrir alla!" þá myndi ég búast við afar víðtækum stuðningi við málstaðinn. Sérstaklega meðal karlmanna.

Ég vil það gjarnan. Ókeypis. Alltaf. Já takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Óttalegt rugl er þetta í þér og Davíð klámhundi. Hvernig er hægt að misskilja svona gersamlega setninguna, "að útrýma eftirspurn" þannig að úr verði hvati til að drepa einhverja bókstaflega? Þú veist það sem vipskiptafræði menntaður maður að hægt er að hafa áhrif á eftirspurn á marga vegu. En engum dettur í hug að eitt þeirra ráða sé að drepa viðskiptavinina! Skárra væri það nú.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.11.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er heldur ekkert sem segir að Hitler hafið notað orðið drepa þegar hann talaði um útrýmingu "gyðingameinsemdarinnar" úr þýzku þjóðfélagi.

Þú hlýtur að skilja að þetta er ádeilugrein, ef ekki þá er þetta samtal tilgangslaust. En ef ég tæki upp samskonar viðhorf á hlutina og þessi unga kona þá myndi segja núna að þú værir að verja hana og hlytir þar með að vera haldinn a.m.k. jafn miklu karlhatri og hún og værir þar með ekki bara hatursfullur andskoti heldur kynsvikari líka Jóhannes. Ég ætla hinsvegar ekki að halda því fram.

Og ég er ekki viðskiptafræðimenntaður ojtakk, heldur á sviði tölvunarfræða þar sem áherslan er öll lögð á að smíða eitthvað sem actually virkar. Því ef það gerir það ekki þá deyr hugsanlega einhver, og ólíkt þeim stéttum sem sýsla með peningavaldið þá taka tölvunar- og verkfræðingar slíka ábyrgð mjög alvarlega þegar hún fylgir starfi þeirra.

Besta dæmið er að öryggisbelti í bílum og loftpúðar voru ekki hugmyndir sem komu frá viðskiptafræðingum, heldur verkfræðingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2011 kl. 18:30

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég er ekki að verja einn né neinn. Hins vegar er ég sammála feministum að það er alltof mikil klámvæðing látin afskiptalaus í þjóðfélaginu. Nægir að líta til auglýsinga og tízku staðalímynda í því sambandi. Hvort það er karlmönnum að kenna að líkamar kvenna eru notaðir sem söluvara, hvort heldur í vændisiðnaðinum eða klámiðnaðinum eða kvenmönnum sjálfum, skiptir ekki máli. Það sem þarf að taka afstöðu til er hvort þetta sé gott eða slæmt. Ég held þetta sé slæmt og grafi undan siðferðisvitund og virðingu milli kynjanna.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.11.2011 kl. 18:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hefði ekkert á móti því ef konur almennt myndu sameinast um þetta markmið, með því að neita allar að taka við greiðslu fyrir kynlíf.

Reyndar hvet ég til þess.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2011 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband