MP Banki býður vaxtalaus lán!

Að undanförnu hefur það verið að færast í aukana að bankar auglýsi óverðtryggð húsnæðislán. Er það meðal annars til komið vegna þess skuldavanda sem stökkbreyting verðtryggðra lána hefur leitt yfir heimili landsmanna, og háværrar kröfu úr þjóðfélaginu sem kristallast í þáttöku um 35.000 manns í Undirskriftasöfnun Heimilanna, um leiðréttingu lána og afnám verðtryggingar.

En nú berast þau tíðindi að MP Banki hyggist bjóða vaxtalaus lán. Það er svosem ekki nýtt að heyra auglýsingar um vaxtalaus lán til vörukaupa, en þá er það yfirleitt seljandinn sem lánar og lántökukostnaður því í reynd innifalinn í vöruverðinu. Það sem er hinsvegar algjört nýmæli við útspil MP Banka er að fjármálastofnun veitir nú í fyrsta sinn svo vitað sé á Íslandi, vaxtalaus lán til viðskipta við þriðja aðila.

Það sem er hinsvegar afar einkennilegt við þessi nýju lán er sú tegund eigna sem þau eru skilyrt við kaup á, nánar tiltekið listaverk. Ekki vil ég draga úr mikilvægi listsköpunar, en maður veltir því samt ósjálfrátt fyrir sér hvort strigi og olíulitir séu álitin svona mikið betri veðtrygging en t.d. steinsteypa af stjórnendum bankans?

Nú hlýtur það aðeins að vera tímaspursmál hvenær viðskiptavinir MP Banka krefjast einnig vaxtalausra húsnæðislána. Eftir að þau verða veitt getur aðeins gerst annað af tvennu: 1) Viðskiptavinir flykkjast í stórum stíl til MP Banka og skilja stóru bankana eftir gjaldþrota. 2) Stóru bankarnir jafna lánakjörin gagnvart sínum viðskiptavinum.

Fyrst það virðist vera hægt að lána á 0% vöxtum þá er ekki svo langsótt að sjá fyrir sér neikvæða vexti, sem væri einmitt tilvalin leið til að knýja fram réttláta leiðréttingu á útistandandi stökkbreyttum lánum. Það hlýtur svo að liggja morgunljóst fyrir að eftir það munu einhliða vextir og hvað þá verðtrygging hljóma í eyrum komandi kynslóða eins og hver annar villimannasiður úr fortíðinni.


mbl.is MP banki og i8 semja um listaverkalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa múslimar keypt bankann?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Innheimta vaxta er reyndar álitin guðlast í öllum helstu trúarbrögðum heims, séu þau tekin bókstaflega. Sem er einmitt það sumir múslimar gera.

Eitt af því fyrsta sem byltingarstjórnin í Líbýu lýsti yfir var að þar yrði reist nýtt fjármálakerfi á grundvelli íslamskra siðareglna, sem banna vexti.

Það er reyndar ekkert nýtt, heldur bara nákvæmlega eins og í fyrndinni.

Afhverju heldurðu annars að vestrænu fjármálaöflin séu svo ólm að fara í stríð við múslimska bókstafstrúarmenn, eða að einangra þá á alþjóðavettvangi?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband