Bankahrun í þann mund að hefjast!

Fjármálakerfi Evrópu er í þann mund að hrynja ef þið skylduð ekki hafa tekið eftir því, og bankaáhlaup stendur yfir. Búið ykkur undir það sem koma skal. Trúið mér ef þið viljið en ekki skamma mig fyrir afleiðingarnar, hverjar sem þær verða.

"Skástu" fréttirnar í dag voru óstaðfestur orðrómur sem fór á kreik í dag um að Brasilía myndi ásamt Kína, Indalandi og Rússlandi (BRICs) halda áfram að kaupa skuldir evruríkja. Fjármálamarkaðirnir tóku við það hækkunarkipp sem entist í innan við eina mínútu. Það var ekki einu sinni beðið eftir því að orðrómurinn yrði borinn til baka áður en hlutabréfaverð hrundi aftur.

P.S. Tókuð þið aftir því að prins Al-Thani frá Qatar viðskiptafélagi Kaupþings er núna í óðaönn að kaupa hlutabréf í grískum bönkum? Þetta er svo sambærilegt ástand við haustið 2008 að það er nánast hrollvekjandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ertu að segja, að ég eigi að gera áhlaup á Landsbankann strax í dag og taka út aleigu mína (30 þúsund kr.) áður en bankinn fer aftur á hausinn vegna neikvæðra áhrifa frá Frankfurt? Eða má það bíða fram á föstudag?

Vendetta, 14.9.2011 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á þessari síðu er ekki veitt fjármálaráðgjöf.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.9.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Birna Jensdóttir

Eru ekki allar íslenskar innistæður tryggðar?

Birna Jensdóttir, 14.9.2011 kl. 15:36

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  En Guðmundur vísar þetta opna blogg þitt ekki til okkar sem lesum það. Trúið mér,  og búið ykkur undir það sem koma skal. Svo viltu ekki veita ráðgjöf.      Kanski brenna skuldirnar mínar inni.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2011 kl. 00:50

5 Smámynd: Vendetta

Helga, viltu helzt bjarga skuldunum þínum?

Vendetta, 15.9.2011 kl. 01:30

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óslitið samhengi ætti að gera þetta augljóst: "Trúið mér ef þið viljið en ekki skamma mig fyrir afleiðingarnar"

Helga, ef þú vilt ekki trúa mér þá gerirðu það einfaldlega.

Kannski brenna skuldirnar þínar...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 02:10

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í dag söfnuðust um 100 reiðir Þjóðverjar fyrir framan evrópska seðlabankann í Frankfurt, til að mótmæla skuldavæðingu evrusvæðisins.

http://2.bp.blogspot.com/-7k_Jy0vIWao/Tm9uBTAXOKI/AAAAAAAAAGw/BfJ-TrQFV34/s1600/ECB+protest.jpg

Það sem er sögulegt við þennan viðburð er að þetta er í fyrsta skipti sem skipulögðum lýðræðislegum mótmælaaðgerðum hefur verið beint að útgefanda hinnar sameiginlegu myntar.

Þegar fólk byrjar að mótmæla við seðlabanka einhversstaðar í heiminum, þá er kollsteypa líklega yfirvofandi. Þetta þekkjum við vel hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 03:39

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kýpverjar semja um neyðarlán við Rússa - vilja ekki afarkosti ESB og AGS

Úff þetta minnir allt svo mikið á haustið 2008 að það er hrollvekjandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband