Varúð: þjófahyski á ferð um Austfirði

Í gærkvöldi var ræningjaflokkur sendur keyrandi langleiðina austur á Djúpavog í skjóli nætur með stærðarinnar flutningabíl til að sækja ætlaðan ránsfeng.

Þeim varð þó ekki kápan úr klæðinu, því árisull eigandi kom að þeim við verknaðinn, lagði bíl sínum þvert yfir veginn og hindraði brottnámið af slíkri hugdirfsku að meðlimir Saving Iceland gætu roðnað úr afbrýðisemi.

http://www.ruv.is/sites/default/files/myndir/150908_lysing_ylur.exported1.jpg

Því næst var lögregla kölluð til og glæpagengið sent tómhent til baka, en þó með loforð upp á vasann um að verktakinn greiði "verndargjald" gegn því að fá að halda tækjum sínum, í bili það er að segja.

Nei þetta er ekki saga af ítölsku mafíunni, heldur íslenska fjármálafyrirtækinu Lýsingu, handrukkurum þess og meðsekri lögreglu.

Hversu lengi ætlar innanríkisráðherra að láta niðurlægja sig með vanvirðu sem þessari við nýlega útgefin tilmæli sín?

Hvers vegna hafa höfuðstöðvar þessarar skipulögðu glæpastarfsemi ekki verið rýmdar og innsiglaðar og höfuðpaurarnir settir í járn?

Og hversu lengi ætlar lögreglan að gerast sek um hegningarlagabrot með vanrækslu á lögboðnum starfsskyldum sínum að þessu leyti?

Ég bara spyr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband