Evrópubúar líta til Íslands

Hér má sjá myndband frá Spáni um þá lýðræðisvakningu sem nú á sér stað meðal almennings. Fram kemur að í þessu samhengi sé meðal annars litið til fordæmis frá Íslandi, þar sem almenningur hefur krafist þess að fá að hafa meira að segja um ákvarðanir stjórnvalda og orðið nokkuð ágengt í þeim efnum.

Grikkir íhuga einnig byltingu og hafa jafnvel flutt inn íslenskan ráðgjafa:

Hér er svo skemmtileg ádeila um mál sem tengist Íslandi talsvert:

Gaman að vita til þess að baráttan hér heima sé líka öðrum þjóðum til gagns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Hörður Torfason segir "I started a revolution!" Ég held að hann ætti ekki að flagga búshaldabyltingunnnni sem engu skilaði. Búsáhaldabyltingin var jafn róttæk og nýjar siðareglur Samfylkingarinnar, þ.e.a.s. gagnslaus og til einskis nýt. En fáir gátu séð það fyrir, heldur ekki Hörður sjálfur.

Hvar er Hörður eiginlega í dag? Hvers vegna er ekki að berjast gegn óréttlæti núna með sama eldmóði og áður? Finnst honum virkilega allt vera í lagi í dag? Var hann bara að reyna að koma vinkonu sinni, Jóhönnu til valda? Alvöru byltingarsinni myndi halda áfram að berjast eftir að fyrsta byltingin hefur misheppnazt. Berjast fyrir nýrri byltingu. Og ennþá einni.

Og úr því að búsáhaldabyltingin var ekki alvöru bylting, heldur gerði einungis það að verkum, að það komst enn verri ríkisstjórn til valda en hafði verið áður, þá er þörf á enn annarri byltingu, sem fleygir núverandi valdhöfum á haugana.

Hvað breyttist eftir fyrstu frönsku byltinguna eftir að alþýðan og herinn stormuðu La Bastille? Nokkrir aðalhausar fuku, efri millistétt og stjórnmálaelítan tók völdin, en kjör alþýðunnar bötnuðu nákvæmlega ekki neitt*. Síðan kom keisaraveldi, síðan aftur konungsveldi, síðan ný bylting, sem leiddi af sér Annað lýðveldið, sem varaði þangað til Naóleon komst til valda. Síðan eftir fall Bonapartes kom Þriðja lýðveldið.

Í dag er Ísland statt þar sem ég hef merkt með *. Það enn langt í land. Við þurfum margar fleiri byltingar, fleiri alvöru byltingarleiðtoga. Hörður Torfason er núna "spent force", sem blíðmælgist við ríkisstjórnina og er þess vegna ónýtur. Vð þurfum þess vegna nyjan byltingarleiðtoga, sem þorir að hjóla í allt kerfið eins og það leggur sig, jafnvel þótt það kosti blóðsúthellingar meðal æðstu ráðamanna.

¡Viva la revolución!

Vendetta, 8.7.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessari byltingu er hvergi nærri lokið.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 21:49

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hörður er pathetic hræsnari, sem troð sér í framlínu til að svala athyglissýki sinni. Hann sagði aldrei neitt af viti, talaði aldrei rasjónalt um ástandið né hvert skyldi stefnt. Hann gerði þetta að algerri trúðasamkomu og nýtti sér sanna reiði og bjargarleysi fólksins, leiddi smábörn í ræðustól og treður svo hér fram sem sjálfskipuð byltingarhetja. Hann er nobody. Hvað í andskotanum heldur hann sig vera?

Mér verðu óglatt.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.7.2011 kl. 22:35

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekkert að marka fólk sem berst einungis fyrir réttlæti, þar til næsta elíta kemst til valda.

Ef fólk berst af hugsjón, þá hættir það ekki að berjast, við stjórnarskipti, ef stjórnarskiptin skila einungis áframhaldandi svikum og óréttlæti!

Þannig er staðan í dag, og hvar er hugsjónafólkið sem barðist fyrir réttlæti fyrir síðustu kosningar með mótmælum? Hörður Torfason, hvar ert þú núna?

Hver stóð á bak við baráttu þessa fólks, sem ekki hafði hugsjón og réttlæti að leiðarljósi, heldur ákveðið verkefni sem borgað var fyrir?

Týndi mótmæla-baráttufólkið hugsjóninni í atvinnuleysinu og svikunum, sem hefur fengið að viðgangast á Íslandi í tvö og hálft ár?

Hvar eru Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir núna? Stjórnin er meira en vanhæf núna, hún er óhæf! 

Þessi tvö ásamt fleirum eru landráðafólkið heimsfræga, sem situr á mannréttindabrota-stólunum, og skilur ekki neyð almennings á Íslandi, né neyð nokkurs staðar í heiminum!!!

Hugsjónafólk er ekki á tímakaupi við að berjast fyrir réttlæti. Ætli Hörður Torfason, Steingrímur J. og Álfheiður Ingadóttir styðji Amnesty International, fyrst þau eru svona mikið baráttufólk fyrir réttlæti og mannréttindum á Íslandi og í heiminum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2011 kl. 00:47

5 identicon

Mér var aldrei mikið um, þessa svokölluðu byltingu og er ekki enn.  Menn eru alltof aumingjalegir í þessu.

Hvað voru Íslendingar að klaga yfir? Óréttlæti?

Þegar góðæri var á Íslandi, þá var ekki talað um að bæta hag þeirra fátæku í landinu.  Á mínum unglingsárum, sáum við aldrei heimilislaus.  Róna, vissulega, en ekki atvinnulaust fólk, án þjóðfélagsvandamála sem ekki átti sér vinnu eða húsaskjól.  Þetta sást á góðæristímum á Íslandi.  íslendingar skiptu sér lítið af, en stóðu að skemmtunum, spilafíkn, eiturlyfjafíkn, kynlífssvalli svo þeir voru orðnir frægir um Evrópu.  Reykjavík var málað "rautt hverfi" af dátum hér sem heimsóttu það, í nafni NATO.

Var einhver á Íslandi sem klagaði yfir því að verið var að féfletta fólk í Hollandi, bretlandi og reynt að gera það í Noregi líka (norðmenn sáu vissulega við þessu)? Komu upp háværar raddir á Íslandi, um réttlætiskennd? Hvað með Íslendinga erlendis, sem hafði verið níðst á? Voru Íslendingar á góðæristímunum, að nota fé sitt í að styrkja sitt eigið fólk, svo það væri ekki að níðast á því?

NEI, NEI, NEI og aftur NEI.  Íslendingar voru of uppteknir af sjálfselskunni, og fylleríinu, til að taka eftir því að fólk erlendis, eða heima fyrir, átti við vandamál að stríða.

En svo þraut ölið, og menn urðu edrú ... þá var staðið upp, og farið að klaga, kvara og kveina.

Nú ... geta flestir farið aftur í gömlu vímuna, og þá er heldur ekkert verið að klaga of mikið ... menn sjálfsagt of fullir.

Þeir eru meira að segja farnir að eygja að Kínverjar eigi pening, eða Rússar, eða Kaninn ... einhver á pening, og þá á að selja landið, allt sem til er ... fyrir pening ... meiri pening.

Hvar eru olíu auðlyndirnar, sem erlendir aðilar voru að fjárfesta af því þeir trúðu á Ísland? Hvar eru bananarnir á trjánum? ennþá í Hveragerði?

Hvað ætla menn að gera með byltingu? Hverju ætlið þið að koma á fót? nýrri ríkisstjórna, með hvað? hvað á hún að gera? ... koma á fót réttlæti ... réttlæti hvers?

Það er ekki nóg að vilja fá ríkisstjórnina frá, menn verða að hafa eitthvað af viti í staðinn.  Það er ekki nóg að rífa niður, það þarf að byggja ... og áður en þið byrjið á því, að vilja rífa niður garðinn, þá þurfið þið að vera með það á hreinu.  Hvernig þið viljið hafa garðinn ... ekki bara "ekki svona, bara EINHVERN VEGINN ÖÐRUV'ISI".

Að heira hörð, og aðra á Íslandi tala ... er eins og hlusta á vangefið fólk.  Um hvað, til hvers ... hvað á að koma á fót.  Af hverju ekki ESB? Halda menn að Kína sé skárra? Hafa menn verið í Kína? Vita menn að Kínverjar eru meiri þjóðernissinnar, en þjóðverjar á tímum nasismans?  Arabar líka?  Haldið þið að þið munið hafa meiri "lukku" í þessum tilvikum, en Ghengis Kahn? Þeir "ólu" Ghengis Kahn út ... svo að ætt hans hvarf ... og Ghengis Kahn átti sýnu fleir menn í sínum her, en allir Íslendingar.

Hvert vilja menn stefna? Hvað ætla menn að byggja? Hverju vilja menn ástaðkoma? ... og segið ekki réttlæti, því þá hreinlega æli ég.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Vendetta

Ég æli líka framan í þig, Bjarne, ef það eina sem þú getur boðið upp á er að sölsa landið undir yfirstjórn spilltu embættismannaklíkunnar í Bruxelles. Það eru einu ráðin, sem ESB-landráðaliðið hefur. Þú ert svo að hreykja þér yfir óförum annarra en flýtur sjálfur ofan á eins og skítur í klósettskál.

Svona þér að segja, fyrst þú veizt það ekki, þá vissi meirihluti ekkert um IceSave, höfðu nær ekkert heyrt um það, því að það var ekki auglýst hér á landi. Það voru margir sem gátu séð að ekki var allt með felldu með öll þessi sýndarviðskipti, en vissu ekki hvað var í gangi, því að það var vel falið. En þeir sem voru starfsmenn eftirlitsstofnana og fjármálafyrirtækjanna vissu það vel en steinhéldu kjafti, og alveg eins og þú þá fljóta þeir í dag líka ofan á. 

Vendetta, 9.7.2011 kl. 14:02

7 identicon

Meiri hlutinn vissi ekkert um IceSAVE.  Ég veit ekki betur en að menn voru búnir að vara Íslendinga við um árabil.  Eina svarið sem fékst frá ykkur, var "þið eruð bara öfundsjúkir". 

Hættu að singja "Það var ekki ég, ég var að æfa lögreglukórinn".  Það er orðið langþreytt, og ömurlegt.  Ísland hefur farið þessa leið frá upphafi ... CargoLux, Hafskip ... aftur og aftur.  Ég vann sjálfur í Tæknivali HF, 1998 og hlustaði á og heirði vel æfingarnar með leiktækin, kringum "verðbréfabrask".  Teldu sjálfum þér trú um, að menn vissu ekki neitt ... kanski þið eruð vangefinn, hver veit.  En Tæknival HF, tók arðsemina og fjárfesti henni í fasteignum, skipti síðan fyrirtækinu í tvennt með eignirnar á einni hliðinni, og skuldirnar á hinni hliðinni ... þetta tíðkaðist, og tíðkast enn ... og kallast svind, og verðbréfasvindl.  Þá þegar, var byrjað að leika þennan leik og hvernig hægt væri að "spila" ...

Svona hefur allur rextur á Íslandi gegnið, frá upphafi.  Svo talaðu um að þú vissir ekki neitt, við einhvern útlendingin sem trúir þér, af því hann heldur að þú sért Grænlendingur sem búir í snjóhusi og vitir ekkert í þinn haus.

Og ég vil ekkert hafa ykkur með í Evrópubandalagið.  Ekki vil ég heldur hafa þar austur Evrópu, né suður Evrópu.  Þetta er samansafn af afturhaldseggjum, kommúnistum og þrjótum.  Hvað eigið þið að gera í bandalagið, og hvaða gildi heldur þú að atkvæði þitt hafi?  Á hrun tímanum var talað um að selja Ísland rússum, og nú vilja menn selja Ísland Kína, við næsta tækifæri, af því það vantar bjór í partýið.  Og hvað er gert, þegar ölið þrýtur? Farið á nornaveiðar, og reint að hengja kóng eða prest, og allir sóttir til saka og eltir á röndum ... svona eins og nasistarni gerðu við gyðinga eftir fyrra stríð.  Allt þeim að kenna ...hinir, náttúrulega allir sárasaklausir og vissu ekkert.  Hvaða atkvæðagildi heldur þú að þið hafið, sem vitið aldrei neitt ...

Og hvaða byltingu ætlarðu að gera? Græna byltingu ... ætlarðu að "elska" en ekki "stríða".  Ætlarðu að vera "góður maður", og láta "kanann" um að drepa fólk fyrir þig.  Sitja á klakanum, og láta NATO sjá um að vernda þig fyrir ljótu köllunum.  Er þetta hugmyndin að "sjálfstæði"? "Ég er svo góður maður sko ... ég geri aldrei neitt sko ... ha, ég læt bara kanann gera þetta fyrir mig, eða NATO sko, eða bara einhven sko ... því ég er svo góður maður sko, að gera þetta ekki sjálfur sko". Hljómar þetta ekki alveg rosalega viturlega, eða þannig sko.  Fyrir hverju á NATO að verja ykkur þarna? Fyrir hvölunum? kanski ísbjörnunum, sem eru að ráðast inn í landið.  Kanski rússar séu að pússa riðið af chernobyl, og ætla að taka ykkur ... þeir vildu ykkur ekki einu sinni, þegar gengið var á beina um það við þá.  Það eru kanski sómalskir víkingar að sigla þarna, og þið eruð í stórhættu.

Kanski NATO sé þarna, til að vernda ykkur gegn sjálfum ykkur?

Þegar bylting varð á Íslandi, gekk lögreglan á Íslandi um og öskraði "GAS GAS" og barði almenning.  Þegar bylting varð í Moskvu, gengu hermenn til liðs við almenning og neituðu að skjóta á þá, og sovétríkin féllu.

Haltu áfram að vera Íslendingur og tala um fasistaríki og fasisma.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 15:08

8 Smámynd: Vendetta

Tja, þú hefur það fram yfir mig að hafa starfað fyrir fyrirtæki sem stundaði svik og brask (kannski hagnaðist þú sjálfur). Ég hef hins vegar aldrei unnið í fyrirtækjum eða stofnunum sem voru óheiðarleg. Sem sagt, að bara af því að einhverjir höfðu heyrt af því hvernig glæpahyskið í Landsbankanum hugðist féfletta Breta og Hollendinga með IceSave og þá staðhæfirðu að allir vissu af því.

Það getur verið að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum, en ég og 60% af þjóðinni uðum guðs lifandi fegin að vera ekki að borga skuldir svikaranna. Og ánægð yfir því að valda landa þínum, Uffe Elleman-Jensen vonbrigðum. Dusilmennið Uffe sem fyrst sveik dönsku þjóðina og heimtaði svo að íslenzka þjóðin yrði svikin líka.

En við erum þá sammála um að Ísland eigi ekkert erindi í ESB, enda er það lítið annað en nútíma afbrigði af Þriðja ríkinu. Þú manst eftir Þriðja ríkinu, er það ekki, Bjarne? Sem Danir lögðust undir eins og gólfmottur án þess að veita minnstu mótspyrnu. Ikke ét muk. Við á Íslandi erum ekki þannig. Og úr því að ríkisstjórnin er lítið annað en hundflatur skrælingjalýður, þá munum við losa okkur við ríkisstjórnina. Með góðu eða illu. 

Vendetta, 9.7.2011 kl. 19:33

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vissi ekki einusinni hvað IceSave var fyrr en einhverjir Bretar voru alltíeinu að ætlast til að ég borgaði fyrir það.

Bjarne:  og segið ekki réttlæti, því þá hreinlega æli ég.

Ertu semsagt að segja að þú viljir ekki réttlæti?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband