Össur genginn í Samtök Fullveldissinna?

„Ég átti langan fund með Abbas forseta...“ sagði Össur... „Þar lýsti ég því yfir að Íslendingar... styddu frjálsa og fullvalda Palestínu..."

Þessi yfirlýsing er jafnframt sögð hafa fallið í góðan jarðveg. Næsta rökrétta skref hlýtur því að vera að í næstu heimsókn sinni til Brüssel lýsi utanríkisráðherra yfir eindregnum stuðningi Íslendinga við frjálst og fullvalda Ísland.

Annað væri jú þversögn.


mbl.is Ísland sýni Palestínu stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hvað er vandamálið , er Ísland ekki frjálst og fullvalda ríki?  Það stendur ekki til að breyta því og þessi ESB hræðsluáróður ykkar þjóðrembusinna er fyrir löngu orðinn sprenghlægilegur.  Bentu mér á eitt einasta ríki innan ESB sem er ekki frjálst og fullvalda, bara eitt!

Óskar, 10.7.2011 kl. 03:21

2 Smámynd: Vendetta

Óskar, ég get bent þér á fleiri en eitt aðildarríki, sem er ekki frjálst og fullvalda. Ég get bent þér á 26 (tuttugu og sex) ríki. Viltu fá þau í stafrófsröð?

Ekkert aðildarríki innan ESB er frjálst og fullvalda, nema ef vera skyldi Þýzkaland.

Jú, ísland er ennþá fullvalda. Og mun halda fullveldinu svo fremi sem ekki verður af aðild. Hvað eigum við að þurfa að stafa þetta oft ofan í ykkur nettröllin?

Vendetta, 10.7.2011 kl. 03:31

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Guðmundur! Ágætt hjá þér að benda á þessa þversögn.

Össur er einmitt ekki á þeim buxunum að standa vörð um fullveldi Íslands. Það þarf einhver að kenna honum á Lissabon-sáttmálann og allt sem honum fylgir, áður en hann fer sér og þjóðinni að voða í veizlusölunum í Brussel.

Svo þarf að komast á hreint, hverjir borguðu undir hann suður til Palestínu.

Jón Valur Jensson, 10.7.2011 kl. 03:38

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

@Óskar

Bentu mér á eitt einasta ríki innan ESB sem er ekki frjálst og fullvalda, bara eitt!

“The sovereignty of Greece will be massively limited"

Sagði Jean-Claude Juncker, yfirfjármálaráðherra evrusvæðisins, sem yrði hærra settur en fjármálaráðherra Íslands ef aðild yrði að veruleika.

hræðsluáróður ykkar þjóðrembusinna er fyrir löngu orðinn sprenghlægilegur

Bentu mér á eitt einasta dæmi um hræðsluáróður í þessari færslu, bara eitt!

Tilraunir til að spyrða saman fullveldisstefnu og "þjóðrembu" eru fyrir löngu orðnar sprenghlægilegar. Samkvæmt þeirri skilgreiningu væru til dæmis þau hér um bil 170 fullvalda ríki sem ekki eru í ESB eða öðrum ríkjasamböndum, upp til hópa örgustu þjóðrembingar. Ég læt öðrum eftir að meta hvort svo sé.

Hinsvegar má benda á að eitt mesta þjóðremburíki sem mér er kunnugt um er einmitt sambandsríki sem byggðist mikið til upp af flóttafólki frá Evrópu. Þetta ríki er í heimsálfunni þar sem Íslendingar námu land fyrstir Evrópubúa, og yfir 80% þjóðarinnar býr enn þann dag þeim megin við landfræðilegu mörkin á milli heimsálfanna tveggja.

Íslensku landnámsmennirnir voru á sínum tíma í leit að frelsi undan evrópsku yfirvaldi (norsku) en lentu svo í klónum á því aftur og svo gegnum samrunaferli undir Danmörku, en nú síðast voru það Bandaríki Norður-Ameríku sem voru fyrsta og veigamesta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Íslands og forða okkur frá því að verða eins og Færeyjar nema ennþá lengra í burtu frá Kaupmannahöfn og Brüssel. Það má því segja að tilvist íslensku þjóðarinnar og lýðveldisins alls megi beinlínis rekja til þess sem sumir leyfa sér af fullkomnu virðingarleysi fyrir upprunanum að kalla "þjóðrembu". Að vera fullveldissinni á Íslandi er einfaldlega að vera trúr uppruna sínum.

@Vendetta

Ekkert aðildarríki innan ESB er frjálst og fullvalda, nema ef vera skyldi Þýzkaland.

Það er einmitt þýzkur dómstóll sem mun skera úr um hvort björgunarpakki handa (lánveitendum) Grikklands brjóti gegn þýzku stjórnarskránni, en enginn dómstóll mun hinsvegar skera úr um hvort harkalegir skilmálarnir brjóta gegn þeirri grísku. Skilaboðin frá Brüssel: "Það er engin önnur leið"

Á hvorn veginn hallar þá fullveldið?

@JVJ

Takk fyrir innleggið.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 06:30

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Össur hefur bara áhuga á einu, að innlima ísland í esb með góðu eða illu - hvort sem þjóðin er honum sammála eða ekki.

Óðinn Þórisson, 10.7.2011 kl. 08:45

6 identicon

Og frjálsasta þjóð heims ER......... Norður Kórea. Þjóð sem lætur ekki önnur ríki segja sér fyrir verkum. Þar hljóta lífskjörin að vera best. Við þangað.

jkr (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 09:05

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, og hvað er líkt með okkur og Norður-Kóreu?

Láttu ekki eins og kjáni, jkr !

"Ef Ísland gengur í ESB og játast undir CFP (sameiginlegu fiskveiðistefnuna þar) án sérlausna, fælist í því eitt mesta framsal þjóðar á formlegum yfirráðum yfir eigin gæðum sem um getur, án hernáms. Að gera það af fúsum og frjálsum vilja á friðartímum er næsti bær við brjálæði." – Haraldur Hansson.

Jón Valur Jensson, 10.7.2011 kl. 10:49

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Stofnanir Evrópusambandsins, sem eru flestar sjálfstæðar gagnvart ríkjum sambandsins, hafa gríðarleg völd yfir málefnum þeirra. Hvaðan kom það vald? Það var eitt sinn hluti af fullveldi ríkjanna en er ekki lengur. Ef ríki Evrópusambandsins væru í reynd fullvalda væru stofnanir sambandsins nánast valdalausar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.7.2011 kl. 10:55

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

               Ég er bjartsýn í hópi fullveldissinna.

Helga Kristjánsdóttir, 10.7.2011 kl. 10:57

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

EU fólkið eru hinir raunverulegu fullveldissinnar.

þeir vilja fullveldi lands og þjóðar sem mest. það eykst með aðild að Sambandi fullvalda lýðræðiríkja Evrópu, eins og gefur að skilja.

Með Össur og Gaza sérstaklega - þá eru þetta merk tíðindi. Hann hundsar israelana og sendir þeim jafnvel tóninn. Hann hundsar þá með því að fara til Gaza án góðfúslegu leifi þeirra. Hann notar Rafah crossing frá Egypt. Fer svo til Jordan og þaðan inná Vesturbakkann.

Eigi kæmi á óvart þó israelar væru alveg brjálaðir yfir þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 12:10

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EU fólkið eru hinir raunverulegu fullveldissinnar þeir vilja fullveldi lands og þjóðar sem mest.

Já EU vill til dæmis sem mest af fullveldi Grikklands. Það er að segja í sínar hendur, eins og gefur að skilja.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 13:01

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Grikkland hefur allt sitt fullveldi. þeir ráða alveg hvað þeir gera. þeir geta td. alveg hætt Evrusamstarfinu og þeir geta alveg farið í enduskipulagningu skulda uppá eigin spýtur. Enginn sem bannar það.

Varðandi hvernig Össur sendi Israelum tóminn, má ma. nefna sem WAFA news(sem er palestínskur fjölmiðill) hefur eftir honum eg hef eigi séð kvótað á íslandi:

,,Skarphéðinsson told WAFA that he is not scheduled to meet with the Israeli officials during this visit, which is a visit to Palestine only, “If the Israelis want to talk to me, they can come and talk, I hope we will have talks with them in the future, but during this visit there will be no talks with them.”

þetta heitir á að senda þeim tóninn.

Ennfremur vekur þetta upp eða flettir ofanaf rugli israelana, að Össur var áður búinn að reyna að fá fararleyfi gegnum israel - en á síðustu stundu höfnuðu Israelr því. (Týpísk israelsk vinnubrögð. Draga menn á asnaeyrum og svo á síðustu stundu: Æ nei! Hættir við. Og þá vonast þeir til að menn gefist bara upp á að reyna að fara til Gaza, því þeir vilja helst ekki að heimsbyggðin viti af villimannslegri meðferð þeirra á inbyggjurum.

Opinber ástæða Israela var að ,,þeir gætu ekki tryggt öryggi Össurar". Öryggi fyrir hverjum þá? Fyrir Israelum??

þetta lallar Össur bara gegnum hið stórhættulega Rafah border frá Egypt.

http://english.wafa.ps/index.php?action=detail&id=16653

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 13:26

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Og eftir þessu er augljóslega tekið í Palestínu. því þetta er óvenjulegt að svo háttsettir fulltrúar ríkis að vestan (og jafnvel þó nær Palestínu séu) þori að hundsa Israel svona og jafnvel senda þeim tóninn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 13:28

14 Smámynd: Vendetta

Óskar, það fyrirfinnst varla persóna með minni þjóðrembu en ég. Þjóðrembusinnar álíta að þeirra eigin þjóð sé alltaf betri og meiri en aðrar þjóðir. Þannig hugsa ég ekki. Íslendingar eru hvorki betri né verri en aðrir svona almennt. Hins vegar er andstaða mín (og annarra) við ESB byggt á því hvert eðli sambandsins sé, hvernig það hefur þróazt frá því að vera tolla- og viðskiptabandalag fullvalda þjóða (EBE) yfir í að vera yfirdrottnunarsjúk paradís fyrir embættismannaklíkur undir þýzkri forystu, sem hefur svipt öll aðildarríki fullveldi þeirra.

Þegar ég bjó í Danmörku, þá barðist ég gegn danski aðild að ESB (Maastricht) og var pólítískt virkur. Ekki afð því að Danir séu eitthvað betri eða verri en aðrar þjóðir, heldur var ég innilega á móti því að yfirþjóðlegar stofnanir gætu sagt Dönum fyrir verkum varðandi þeirra eigin innanríkismál. Í raun og veru var ég andsnúinn því hvernig fiskveiðistefna EBE/ESB hafði gert hundruð sjómanna atvinnulausa og hvernig landbúnaðarstefna EBE/ESB hafði sett tugi sveitabýla á hausinn.

Í dag er það þannig, að Lars Løkke getur sagt við kjósendur kratanna og sósíalistanna, að kosningaloforð þeirra um aukna velferð sé óframkvæmanleg vegna reglna ESB um hámarksfjárlagahalla. Því að aukin velferð þýðir aukin ríkisútgjöld og framkvæmdastjórnin leyfir ekki að þannig fjárlög verði samþykkt í danska þjóðþinginu.

Þetta er það sem Ómar Bjarki myndi kalla danskt fullveldi (dansk suverænitet for fuld udblæsning).

Meðan ég bjó í Bretlandi og Danmörku, var ekki ein persóna af þeim hundruðum sem kynntist eða hitti og ræddi við, sem var hlynnt aðildinni að EBE/ESB, nema eina kona. En hún var þýzk, þannig að hún er afsökuð.

Vendetta, 10.7.2011 kl. 15:52

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef nú líka verið í Danmörku og ég hitti aldrei einn danskann mann eða konu svipaðan þenkjandi og hinn dæmigerða íslenska EU hatara. Ekki einn.

það var ekki einn Dani td. sem hélt að danir væru eitthvað minna ,,fullvalda" eftir aðild en fyrir. Eigi einn. Enginn sem hélt að rosa vont EU tæki frá þeim fiskinn. Ekki nokkur.

Danskir andstæðingar EU voru meira svona að gera athugasemdir við útfærslur og setja spurningamerki við ein og önnur smáariði - en ekkert stórvægilegt.

Þetta tal hérna uppi í EU höturum nær engri átt. það er svo far át og vitlaust í bland við ofsamennsku.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 16:02

16 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar Bjarki ég er búinn að spyrja þig að þessu á öðru bloggi en ekki fengið svar!!!! Kannski þú getir svarað hérna !!Nú var ESB-mafían að sekta skóla sem hún hafði styrkt í Bretlandi um 10 milljónir fyrir að flagga ekki fána ESB!!!! Og þú sem talar um sjálfstæði landa innan ESB, svaraðu nún Ómar Bjarki

Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.7.2011 kl. 16:39

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nonsense!

(Ps. láttu Palla Vilhjálms vita af þessu)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 17:17

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta tal hérna uppi í EU höturum nær engri átt.

Nei ég veit, þessir EU-sinnar eru svo hatursfullir að það nær engri átt.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 17:45

19 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég myndi ráðleggja þér Ómar Bjarki þar sem þú vilt ekki svara þessari einföldu spurníngu að þú hættir að tjá þig um ágæti ESB þar sem það er greinilegt að þetta eru allt lygar og áróður hjá þér.........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 10.7.2011 kl. 20:06

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halló. Nonsense!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 20:16

21 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mr Fule please Ask Mr. Iceland Foreignminister why it say´s this in his workorder signed by congress how to handle the EU application. It says it will be nessary to change our constitud before beiing able to process the application. Signature is not allowed until and if our constitud will get authorising for that change. He is playing games with you and he is working against ‚‘‘his‘‘ people in Iceland.What does the Icelandic constitud say. I ask you to and others to read carefully those articles derived out of our constitud.  http://www.government.is/constitution/ Article 18
The Minister who has signed a measure (like the application) shall,  submit it to the President. This was not done.

Article 19
The signature of the President validates a legislative act (like the application) or government measure when countersigned by a Minister. This was not done
Article 21
The President of the Republic concludes treaties (like sending in application) with other States. Unless approved by Althingi, he may not make such treaties if they entail renouncement of, or servitude on, territory or territorial waters, or if they require changes in the State system. This was ignored. See even the president may not conclude treaties unless Congress approves and it complies with article 21. How can our foreign minister do such if our president can not.
Article 26
If Althingi has passed a bill, it shall be submitted to the President of the Republic for confirmation not later than two weeks after it has been passed. Such confirmation gives it the force of law. If the President rejects a bill, it shall nevertheless become valid but shall, as soon as circumstances permit, be submitted to a vote by secret ballot of all those eligible to vote, for approval or rejection. The law shall become void if rejected, but otherwise retains its force. This was ignored .
Does that not tell the truth that our foreign minister Ossur Skarphedinsson is working against our constitud and therefor is commiting High Treason according to our constitud and penal law of chapter X article 86/7/8 plus. ??? I ask  you Mr Stefan Fule, Chife of enlargement to answer that.

Valdimar Samúelsson, 10.7.2011 kl. 20:20

22 identicon

"Ómar Bjarki ég er búinn að spyrja þig að þessu á öðru bloggi en ekki fengið svar!!!! Kannski þú getir svarað hérna !!Nú var ESB-mafían að sekta skóla sem hún hafði styrkt í Bretlandi um 10 milljónir fyrir að flagga ekki fána ESB!!!! Og þú sem talar um sjálfstæði landa innan ESB, svaraðu nún Ómar Bjarki"

Getur Marteinn Unnar bent á heimildir fyrir okkur hin?

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 21:46

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held ég viti hvað M. er að fara sko.

Og svarið er þetta: Nonsense!.

Er samt dáldið athyglisvert í breiða samhenginu og sýnir hvernig hlutirnir virka soldið.

Hægt að lesa um td. hér:

http://tabloid-watch.blogspot.com/2011/05/eu-flag-letters-express-did-print.html

Og hér

http://uk.news.yahoo.com/eu-hits-back-british-media-over-flag-flap-120748149.html

Bara lunacy og total nonsense.

það sem fólk ætti að læra af þessu er hvernig breskir fjölmiðlar sumir virka. þa er endalaus röð af allskyns steypu sem breskir fjölmiðlar hafa komið með varðandi EU. það er eins og það sé einhver götumarkaður fyrir þetta í UK.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.7.2011 kl. 23:28

24 identicon

Vittu samt til Ómar Bjarki, ESB hatarar hafa eflaust flaggað þessari æðislegu sögu á öllum sínum bloggum sem dæmi um meintan fáránleika samstarfsins. Sem fyrr er þetta þvættingu sem flest annað sem menn tína til ESB samstarfinu. Ísland + ESB = JÁ TAKK! :)

Annars er Össur að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Hann veit hvað hann sýngur og er sem fyrr með stuðning meirihluta þjóðkjörins Alþingis við sína vinnu.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 00:05

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann er með þjóðina á móti sér og er farinn að brjóta gegn þeim skorðum sem ESB-umsókninni voru settar af s.k. markmiðum utanríkismálanefndar. Svo mæta bloggarar eins og "Jón Sigurðsson" (hvaða?) og Ómar Bjarki og endurtaka lofgjörð sína um yfirtroðslumanninn, enda jafn-fjandsamlegur fullveldi landsins eins og þeir sjálfir.

Jón Valur Jensson, 11.7.2011 kl. 10:43

26 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Jón Sigurðsson hérna er það

8. júlí 2011 klukkan 13:22

Breskur háskóli, Háskólinn í Northampton, hefur verið sektaður um 10,5 milljónir króna (56.477 pundum) af því að fáni Evrópusambandsins var ekki dreginn þar að húni.

Sektin kom til sögunnar eftir að fjármunir úr byggðaþróunarsjóði Evrópu höfðu verið nýttir til nýframkvæmda við Newton-bygginguna á háskólasvæðinu. Embættismenn segja að styrkurinn úr sjóðnum hafi verið veittur með því skilyrði að fáni Evrópusambandsins blakti á háskólalóðinni eða hann blasi við þeim sem í bygginguna koma.

Micahael Ellis, þingmaður í kjördæmi háskólans, sagði að sektin væri „stjarnfræðilega há“ og krafðist þess að skólinn fengi fjármunina tafarlaust endurgreidda. Þingmaðurinn sagði:

Frá Northampton-háskóla

„Þetta er fyrir neðan allar hellur. Þessir evrópsku einræðisskriffinnar ættu ekki að hafa áhyggjur af eigin upphafningu eða þeir ættu ekki að sóa fjármunum skattgreiðenda í rannsókn af þessu tagi. Skattfé bresks almennings er kastað á glæ í eigin auglýsingaskyni. Heilbrigð skynsemi fær hvergi að njóta sín í þessum ósköpum.“

Derek Clark, UKIP-þingmaður á ESB-þinginu fyrir Northampton sagðist ætla að berjast gegn sektinni á ESB-þinginu. Hann sagði: „Málið allt er argasta hneyksli og hrikaleg aðför að háskólanum. Evrópskir embættismenn krefjast þess að fáni blakti til að sýna hve dásamlegir þeir séu, en þeir eru það síður en svo.“

Emma Boon, frá Bandalagi skattgreiðenda, sagði: „Þetta er ótrúlegt, evrókratar eru nú farnir að gefa fyrirmæli um hvaða fána breskar stofnanir skuli nota. Séu ESB-styrkir veittir með svo fráleitum skilyrðum ættu háskólayfirvöld að endurskoða hvort þau vilja fé frá aðila sem er svona upptekinn af fráleitum smáatriðum. Breskir skattgreiðendur láta milljónir punda renna til ESB á hverjum degi og miklu af því fé er sóað í auglýsingamennsku og embættismenn sem fara um til þess eins að skoða hvaða fánar blakta á flaggstöngum.“

Talsmenn Northampton-háskóla hafa ekki látið uppi neina gagnrýni. Talsmaður skólans sagði: „Án stuðnings úr evrópskum sjóðum hegði ekki verið unnt að ráðast í þetta verkefni og við metum mikils frekari stuðning þeirra.“

Heimild: Daily Express

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.7.2011 kl. 14:07

27 Smámynd: Vendetta

Þakka þér fyrir þetta, Marteinn. Er það þessi frétt, sem Ómar Bjarki og Jón Sigurðsson kalla nonsense og þvætting? Því að þá hafa þeir virkilega skotið sjálfa sig í fótinn, enda er nú orðið ljóst að það sem þeir kalla þvætting og nonsense eru upplýsingar um valdníðslu og barnaskap embættismanna í ESB. Því að fyrir inngróna ESB-sinna má aldrei gagnrýna neitt í útópíunni þeirra.

Nigel Farage kallar Evrópusambandið EUSSR. Miðað við spillinguna, óskilvirknina, bruðlið og skriffinnskuna í Bruxelles, þá er það réttnefni.

Vendetta, 11.7.2011 kl. 19:14

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ótrúlegt að vitleysisvefurinn taki þetta upp. Eiginlega meira en ótrúlegt. Eins og minnst á hér framar er heil kategoría af slíkum kjánafrásögnum í enskum tabloid blöðum.

það er löngu búið að leiðrétta þetta sem vonlegt er og hlægja útaf kortinu. Eruði ekki læsir eða?

Nonsense þvættingur!

Ekki að furða að menn hafi ýmsar ranghugmyndir og hafi í frami ýmsan hálfvitamálflutning þegar vitið er á þessu stigi. Átakanlegt og very alarming fyrir framtíð íslands.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2011 kl. 21:32

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

ps. og eru ekki sjallar á nak við þennan vitleysingavef sem tekur upp slíkan þvætting? Jú, held það.

Svo eru menn hissa að sjallar hafi rústað landinu hérna! Alveg steinhissa. Alveg bara: Haa? Rústuðu sjallar landinu?? Haaa?

Nákvæmlega ekkert til að vera hissa yfir. Þetta er á þroskastigi sjimpansa. Gat ekki öðruvísi farið en það rústaði landinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.7.2011 kl. 21:36

30 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að berja hausnum við stein hefur aldrei verið talin gáfuleg athöfn. Þó gera ESB sinnar það nú sem aldrei fyrrr og því fastar sem rök og skynsemi segi þeim hversu langt af fótum fram ESB er gengið.

Fánasagan frá Northhampton er bara ein saga og lýsir einungis sjálfhverfu elítunnar innan ESB, fjölmargar svipaðar sögur koma reglulega fram í erlendum fjölmiðlum þó þær berist ekki hingað.

Það sem er þó verra er sú þróun sem á sér stað innan ESB, sérstaklega evrulandana. Hún er ógnvænleg og með ólíkindum að nokkrum manni langi að nálgast þá þróun eða taka þátt í henni sjálfviljugur.

Evruna munum við Íslendingar auðvitað aldrei fá, jafnvel þó tækist með klækjum og áróðri að koma okkur undir hæl ESB. Hún verður væntanlega ekki til innan fárra missera.

Helstu rök aðildarsinna nú, þegar öll önnur eru fallin, er að við séum nú þegar bundnir af reglugerðum ESB í gegnum EES samninginn. Þessi rök standast ekki heldur, einungis brot allra þeirra laga sem ESB gefur út á hverju ári færast yfir á EES. Að halda því fram að vægi okkar innan evrópuþingsins gefi okkur styrk til að gera breytingar á löggjöf þess er í besta falli barnalegt.

Ef þau rök stæðust hjá aðildarsinnum, um að við séum nauðbeigð til að taka upp öll lög ESB, er frekar spurning hvort við ættum ekki að kjósa um áframhaldandi aðild að EES. Ef það er rétt að við verðum að taka löggjöf upp sem gerð er í Brussel og höfum ekki um þá löggjöf að segja, er ljóst að ekki þarf að kjósa um EES samninginn, hann er þá lögleysa samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Þessu héldu reyndar margir fram í undanfara þess er Jón Baldvin Hannibalsson keyrði þennan samning í gegnum Alþingi í andstöðu við og án þess að spyrja þjóðina!!

Gunnar Heiðarsson, 12.7.2011 kl. 21:14

31 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar Heiðar: Annað sem er vert að nefna varðandi muninn á EES er að það er oftast líka tímatöf á milli þess sem tilskipanir eru gefnar út í Brüssel og þar til þeim er ætlað að taka gildi innan EES.

Sem dæmi þá hefur nú þegar tekið gildi ný tilskipun um innstæðutryggingar innan ESB þar sem viðmiðunarfjárhæð trygginga er hækkuð úr 20.000 eur í 100.000 eur. Þessi tilskipun hefur ekki verið innleidd á Íslandi, sem er í góðu lagi vegna þess að hún hefur ekki enn tekið gildi innan EES. Ekkert bannar okkur þó að innleiða hana strax ef okkur sýnist svo. Þetta er ákveðið frelsi sem við höfum umfram ríki innan ESB, en myndum jafnframt missa með aðild.

Eins og ég hef oft reynt að benda á þá hefur aldrei verið neitt því til fyrirstöðu að apa eftir löggjöf annara landa eða reglugerðum ESB ef pólitískur vilji er til þess á Íslandi. Ef þau lög sem við myndum fá póstsend í tilskipanaformi frá Brüssel eru í alvöru talað svona frábær, hvers vegna innleiðum við þau þá ekki bara strax? Þau eru öll aðgengileg á netinu á ensku og eini kostnaðurinn væri að þýða þau yfir á íslensku. Ef þetta væri raunverulegur meirihlutavilji kjörinna fulltrúa þjóðarinnar þá hefur ALDREI neitt hindrað þá í því að framkvæma þann vilja sinn. Formleg aðild að ESB er alls ekki nauðsynleg forsenda fyrir þessu, og þar af leiðandi hlýtur eitthvað annað að hanga á spýtunni við þá ofuráherslu sem ákveðin stjórnmálaöfl leggja á miklivægi aðildar.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2011 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband