Maður klórar sér bara í hausnum

Ungir jafnaðarmenn segjast í yfirlýsingu sinni treysta á að Brynjar Níelsson, Reimar Pétursson og Advice hópurinn leggi fram sína krafta til að vinna án launa fyrir íslensku þjóðina í IceSave málinu, (væntanlega við hugsanlega málsvörn) „enda voru báðir þessir aðilar fullvissir um að slík ákvörðunartaka væri til hagsbóta fyrir Íslendinga og lagaleg staða Íslands byggði á styrkum stoðum. Það er von Ungra jafnaðarmanna að slíkar yfirlýsingar hafi ekki verið lagðar fram án ábyrgðar,".

Er þetta ekki fólkið sem barðist hvað harðast fyrir því að láta okkur öll borga risastóran reikning sem er ekki okkar skuld? Er þetta ekki stuðningsfólk þeirra misvitringa sem eyddu nokkur hundruð milljónum af almannafé í löglausa samningagerð til einskis?

Og nú vill þetta sama fólk að þeir sem eru hugsanlega vel til þess fallnir að vinna að því að málið leysist í samræmi við lög og reglur réttarríkisins, geri það í sjálfboðavinnu.

Getur verið að ungkratarnir tími allt í einu ekki að borga? Eða vilja þau kannski spilla fyrir málsvörninni? Svo leyfa þau sér að vera með óljósar meiningar um ábyrgðarleysi...

Er ennþá 1. apríl eða hvað?


mbl.is Vinni án launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Eru þetta ekki færustu Lögfræðingarnir sem Jóhanna talaði um á þinginu ef svo er þá sjá allir að hún veit ekki hvað eru færir menn eins og annað sem hún talar um, Og ekki vill ég þessir aðilar komi nálagt því að verja íslenska borgara sem ekki skulda þennan sora þeir mega verja Jóhönnu og Steingrím fyrir landráð.

Jón Sveinsson, 13.4.2011 kl. 15:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú skil ég þig ekki Jón. Þessir aðilar sem þarna eru nefndir voru áberandi sem talsmenn NEI. Þeir eru ekki á leiðinni að fara að verja SJSJS.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 17:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta hlýtur að vera grín.

Ef það er ekki, þá er þetta grafalvarlegt fyrir þjóðina í komandi framtíð að þessir krakkar stefni í stjórnmál.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband