Told you so

Skuldatryggingaálag (CDS) íslenska ríkisins er nú hið lægsta frá hruni, eða 216 punktar, og hefur lækkað um 10% frá því fyrir helgi (lægra er betra). Fátt hefur gerst í millitíðinni nema að íslenska þjóðin hafnaði ríkisábyrgð á samningi tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) vegna IceSave.

Reyndar hótuðu hollenskir ráðamenn líka að við fengjum ekki að ganga í ESB.

Til samanburðar er Spánn, eitt af stærri hagkerfum Evrusvæðisins, nú með CDS 214 og fer hækkandi. CDS fyrir Evruríkin Grikkland (1030), Portúgal (562), og Írland (531) fer einnig hækkandi um þessar mundir.

Enn eru samt fjölmargir í áhrifastöðum í íslensku efnahagslífi sem þráast við þá villutrú að ríkisábyrgð á IceSave, aðild að Evrópusambandinu og upptaka Evru, feli í sér einhverjar efnahagslegar lausnir. Þessir aðilar láta sig engu skipta þó meirihluti þjóðarinnar sé ekki bara á móti þessari stefnu, heldur hafi nú tvisvar hindrað framgang hennar og í bæði skiptin reynst hafa rétt fyrir sér.

Getur verið að skýringarnar á því hversu illa gengur að koma Íslandi aftur á réttan kjöl, sé að finna í þriðju málsgreininni hér á undan?


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband