Engin breyting bara flöggun

Standard's & Poor's hefur sett lánshæfi Íslands á athugunarlista í kjölfar synjunar IceSave ríkisábyrgðar. Eftir að hafa lesið tilkynninguna (gerðu það ekki örugglega allir?) virðast áhyggjur tilefnislausar, því í henni stendur:

We expect to resolve the CreditWatch within the next few weeks, after we analyze the implications of the rejection of the Icesave agreement on celand's economic, financial, and political outlook.

Þeir eru sem sagt ekki búnir að greina afleiðingar þess að við skyldum hafna IceSave samningnum, og ætla sér að gera það einhverntímann á næstunni. Það er það eina sem þessi flöggun þýðir.

Þegar kemur að því að leggja mat á afleiðingarnar blasir við að skuldatryggingarálag Íslands hefur strax lækkað um 10% í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hlið helvítis virðast þrátt fyrir allt halda.

Til gamans má svo alveg rifja upp notkunarskilmála lánshæfismats S&P:

"The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's... are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. Standard & Poor's keeps certain activities of its business units separate from each other in order to preserve the independence and objectivity of each of these activities. As a result, certain business units of Standard & Poor's may have information that is not available to other Standard & Poor's business units. Standard & Poor's has established policies and procedures to maintain the confidentiality of certain non-public information received in connection with each analytical process."

Mannamál: Ábyrgðarlaust álit frá aðila sem ræður manni sjálfur frá því að byggja ákvarðanatöku á áliti sínu, og framkvæmir sjálfur enga óháða athugun á þeim upplýsingum sem unnið er með. Starfsemin er svo kirfilega hólfuð niður að ekki er víst að matsskýrsla byggi á öllum fyrirliggjandi upplýsingum, auk þess sem sumar þeirra kunna að vera leyndarmál.

Þar hafið þið það.


mbl.is Ísland á athugunarlista S&P
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við þetta má bæta að í þessum töluðu orðum er Jóhanna Sigurðardóttir að flytja varnarræðu gegn vantrauststillögu á Alþingi.

Í ræðunni notaði hún lækkandi skuldatryggingarálag og lækkandi þjóðarskuldir beinlínis sem rök fyrir því að lánshæfismatt ætti að hækka frekar en lækka.

Hvað segir sauðahjörðin við því?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband