Goldman Sachs...

...heitir bankinn sem ásamt öðrum hjálpaði grískum stjórnvöldum að falsa ríkisbókhaldið svo hægt væri að skuldsetja þjóðina langt umfram skilmála myntbandalags Evrópu. Meira um framferði Goldman Sachs, sem er einn af stærstu bönkum í heiminum, má lesa í leikhúsi fáránleikans, en þessi banki ásamt flestum stærstu bönkunum á Wall Street sæta nú rannsókn saksóknara í New York vegna gruns um stórfellda glæpastarfsemi og hafa kærur þegar verið gefnar út í nokkrum tilfellum. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar auk Goldman Sachs eru: JPMorgan Chase, Citigroup, Morgan Stanley, Merill Lynch, Deutsche Bank, UBS, Credit Suisse og Credit Agricole.

Meira um Goldman Sachs má lesa í stórgóðri grein Matt Taibbi í Rolling Stone: The Great American Bubble Machine. Einnig má lesa um hátæknivædda markaðsmisnotkun þeirra í grein Ellen Brown fyrir Global Research: Computerized Front Running and Financial Fraud.

Eins og ég hef áður sagt og segði það enn: vandamálið er langt frá því að vera séríslenskt eins og borgunarsinnar hafa reynt að halda fram, og það er ekki hægt að ætlast til þess að íslenska þjóðin beri ábyrgð á tjóni erlendis vegna bankaglæpa ef aðrar þjóðir gera ekki slíkt hið sama. Afhverju fara bresk yfirvöld t.d. ekki fram á endurgreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna fjármuna sem tæmdir voru úr útibúi Lehman Brothers í London skömmu áður en sá banki féll með látum? Og nú skjóta Bretar skjólshúsi yfir menn sem eru eftirlýstir vegna meintra efnahagsbrota, hvenær kemur tillaga fyrir Öryggisráð SÞ um efnahagslegar þvinganir til að knýja á um framsal? Þrátt fyrir ágæta viðleitni er ennþá langt í að réttlætið nái fram að ganga, en vonandi hefst það á endanum.


mbl.is Grikkir íhuga að saksækja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Greinin í Rolling Stone er mögnuð.  Hún tekur undir mínar áhyggjur frá því í janúar 2008, þar sem ég velti þvi fyrir mér hvort heiminum sé stjórnað af spákaupmönnum.

Ég óttast að bandarísk stjórnvöld hafi manndóm í sér að taka á GS.  Bankinn muni kmast upp með þetta eins og allt annað.  Staðreyndin er að vissar fjármálastofnanir eru ósnertanlegar og þannig verður það um aldur og ævi.

Marinó G. Njálsson, 18.5.2010 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið Marinó. Ég er sammála áhyggjum þínum af því að sumar fjármálastofnanir séu ósnertanlegar og hugsanlega verði þessum málið lokið án þess að raunverulega taka á vandamálinu. Ég er hinsvegar ekki tilbúinn að samþykkja að þannig muni það verða um aldur og ævi, vonandi tekst okkur (mannkyninu) að brjóta af okkur hlekkina sem þetta spillta kerfi felur í sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.5.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Til fróðleiks þá er hér ansi mögnuð samantekt á nánum tengslum Goldman Sachs og lykilmanna í Obama-stjórninni:

An Updated List of Goldman Sachs Ties to the Obama Government

Á þessum lista eru um 50 háttsettir embættismenn sem eru annaðhvort fyrrverandi starfsmenn eða hafa þegið fjárframlög frá Goldman. Efasemdir um að réttlætinu verði fullnægt gagnvart bankanum eru því skiljanlegar. 

Guðmundur Ásgeirsson, 19.5.2010 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband