Velkomin í leikhús faránleikans!

Bandaríska verðbréfaeftirlitið (SEC) hefur lagt fram kæru á hendur risabankanum eða réttara sagt glæpasamtökunum Goldman Sachs, fyrir meint svik í tengslum við svokallaða undirmálslánavafninga. Það kaldhæðnislegasta við þetta mál er að nú lítur út fyrir að málsvörn þeirra yfirmanna Goldman Sachs sem hefur verið stefnt vegna málsins, verði að öllum líkindum kostuð óbeint af bandarískum skattgreiðendum!

  1. Haustið 2008 fékk Goldman Sachs 10 milljarða dala björgunarfé frá bandaríska ríkinu skv. neyðarlögum vegna fjármálakrísunnar (TARP)
  2. Um svipað leyti fór tryggingafélagið AIG á hausinn en var bjargað með TARP fjárveitingu upp á annað hundrað milljarða dala
  3. Í febrúar 2009 endurgreiddi Goldman Sachs TARP björgunarféð til ríkisins og stjórnendur bankans fengu feita bónusa í kjölfarið
  4. Nú í apríl 2010 kærir verðbréfaeftirlitið (SEC) Goldman Sachs fyrir að hafa selt vafasama fjármálagjörninga (sem voru "hannaðir til að springa") og tekið svo stöðu gegn þeim viðskiptavinum sem keyptu pappírana
  5. Fjárfestar hafa í kjölfarið höfðað einkamál gegn æðstu stjórnendum Goldman Sachs fyrir vanrækslu á starfsskyldum sem leitt hafi til tjóns
  6. Komið hefur í ljós að hugsanlegur málsvarnarkostnaður æðstu stjórnenda fellur undir tryggingu sem Goldman Sachs keypti, hjá AIG !!!

... ... ...

Leikhús fáránleikans í stuttu máli: (Samantekt fyrir Staksteina? ;)

Bandaríska risabankanum Goldman Sachs og tryggingafélaginu AIG var bjargað með gríðarlegum fjárveitingum úr ríkissjóði haustið 2008. AIG borgaði svo út skuldatryggingar til Goldman á fullu verði, sem gat þá endurgreitt ríkinu og greitt bónusa til æðstu stjórnenda sína.

Verðbréfaeftirlitið hefur nú kært bankann fyrir afleiðusvik vegna undirmálslána og fjárfestar höfða í kjölfarið skaðabótamál á hendur þessu sömu stjórnendum. En það lítur út fyrir að málsvarnarkostnaður þeirra falli undir skilmála tryggingar sem Goldman hafði keypt af AIG áður en það var þjóðnýtt, og málareksturinn verði því að miklu leyti fjármagnaður með skattfé.

Vandamálið er greinilega ekki séríslenskt eins og borgunarsinnar hafa reynt að halda fram!

Meðal stærstu tjónþola af svikunum er Royal Bank of Scotland sem breska ríkið neyddist til að þjóðnýta og rannsókn er hafin á Goldman Sachs í London, en hollensk yfirvöld hafa jafnframt bannað frekari starfsemi þar. Einnig er Goldman sagður hafa hjálpað Grikkjum að falsa ríkisbókhaldið og brjóta Maastricht skilyrði evrópska myntbandalagsins.

Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands hljóta nú að senda reikning til Washington fyrir hinu meinta tjóni, og eiga væntanlega vísan stuðning annara evrópusambandsríkja við innheimtu kröfunnar.

... ... ...

Þess má geta að Goldman Sachs er meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Kaupþings.

Fleiri sýnishorn úr leikhúsi fáránleikans:

Ég skrifaði í síðustu viku færslu með nákvæmlega sama snúning á háðinu, en þá var ég bara að grínast. Núna er þetta allt saman satt og mér er fúlasta alvara með meininguna.  Skáldskapurinn kemst varla í hálfkvisti við veruleikann!

SEC komst nýlega í fréttirnar: Starfsmenn verðbréfaeftirlitsins lágu yfir klámi á meðan fjármálakerfið var að liðast í sundur. (Efni í a.m.k. 100 nýja brandara!)

GeneralMotors endurgreiðir TARP lánið sitt frá 2008... með nýju TARP láni! GM er ekki einu sinni fjármálafyrirtæki heldur (úrelt) bílaverksmiðja!

Skuldaaukning bandaríska ríkisins í fyrra nam 1,5 trilljónum dala. 80% af útgefnum skuldabréfum voru keypt af bandaríska seðlabankanum. Jafnvel virtari fréttaskýrendur eru umbúðalaust farnir að tala um "Ponzi-Scheme".

Eitthvað segir mér að efnahagsbati á heimsvísu sé ekki í nánd...


mbl.is Tók stöðu gegn viðskiptavinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Heimavinnan er venju samkvæmt í framúrskarandi lagi hjá þér. Takk fyrir.

Jónatan Karlsson, 26.4.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sennilega var skynsamlegasta leiðin valin hjá okkur að fella bankana en reyna ekki að bjarga þeim. Nú standa Bretar, Bandaríkjamenn og Írar uppi með trilljóna skuldir ríkisins vegna björgunaraðgerðanna og stór hluti af drullunni er enn inni í kerfinu.

Jón Magnússon, 26.4.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já þetta er sannarlega leikhús fáránleikans, það er ekki eðlilegt hvað hann Óbama hefur dælt miklu fjármagni til þess að reyna að bjarga Wall Street.  Ég held að hver einasti dollari sem hann hefur dælt inn hagkerfið sé tapaður og gott betur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 00:28

4 identicon

Var það ekki það sem Max Keiser sagði í Silfrinu? Að þetta væru flibbaglæpamenn sem treystu á þessar sveiflur og svo að systeminu yrði alltaf bjargað af ríkisfé? Og flott orðað hjá Jóni, að stór hluti drullunnar sé enn inni í kerfinu. Pípurnar hjá okkur eru svo sem ekki alhreinar, en eitthvað hefur þó verið skolað.

Áfram svo! Og flott samantekt Guðmundur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Flott grein, mjög flott grein.

Jón Magnússon kemur með ágæta athugasemd. Í stað þess að tryggja innistæður hefði verið ódýrar að stofna sjóði (viðlagasjóð fjármagnseigenda...) sem hefðu bætt upp að ákveðnu marki (40 milljónir hefði til dæmis dekkað flesta) og hefði tryggt rekstrarfé þeim fyrirtækjum sem hefðu glatað sínu rekstrarfé (rekstartryggingasjóður...eða álíka).

Það sem hefði verið lang ódýrast hefði síðan verið að tryggja sparisjóðunum líf.... eftir tiltekt.

Haraldur Baldursson, 27.4.2010 kl. 13:34

6 Smámynd: Sigurjón

Sælt veri fólkið.

Var ekki G.W. Bush forseti þegar björgunarpakkarnir voru samþykktir?

Annars, gott að hafa menn eins og þig Mummi til að veita upplýsingar og til að öðlast skýra sýn á málin.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 28.4.2010 kl. 18:16

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir inlitið Sigurjón. Já, þegar björgunarpakkarnir voru útbúnir var G.W. Bush forseti og Henry Paulson var fjármálaráðherra, en hann er fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs! Reyndar hefur Obama haldið þeim sið að raða fyrrverandi starfsmönnum bankans í lykilstöður þannig að erfitt er að sjá lengur mörkin milli Wall Street og Washington, enda var Goldman Sachs næststærsti styrktaraðili forsetaframboðs Obama. Hér er samantekt á þessum tengslum, sem er þó langt frá því að vera tæmandi.

Ríkisstjórn Goldman Sachs? :

Henry Merrit Paulson, Jr., einn af aðstoðarmönnum ríkisstjórnar Nixons og nátengdur Watergate hneykslinu, starfsmaður Goldman Sachs 1990-2006 þar af bankastjóri frá 2000, fjármálaráðherra 2006-2008 undir Bush#43, stjórnandi björgunaraðgerða í fjármálahruninu.

Mark Petterson, starfaði sem hagsmunagæslumaður Goldman Sachs gagnvart stjórnvöldum (lobbyist) 2003-2008, starfsmannastjóri fjármálaráðuneytisins undir Obama#44 frá 2009.

Diana Farrell, greiningarfulltrúi hjá Goldman Sachs 1987-1999, stjórnandi hjá McKinsey & co. 1991-2009 (hagsmunagæsla stórfyrirtækja), aðstoðaryfirmaður þjóðhagsráðs Obama#43 frá 2009 þar sem hún hefur m.a. umsjón með aðgerðum vegna bílaverksmiðja.

Robert D. Hormats, efnahagsráðgjafi þjóðaröryggisráðsins 1969-1977 m.a. fyrir Henry Kissinger, viðskiptafulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1977-1982, starfsmaður Goldman Sachs 1982-2009 þar af varaformaður bankastjórnar frá 1998, efnahagsráðunautur utanríkisráðuneytis Clinton frá 2009.

Gary Gensler, sérfræðingur í fjölmiðlamörkuðum hjá Goldman Sachs 1988-1997, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu 1997-2001 undir Clinton#42, yfirmaður eftirlits með hrávörumörkuðum (CFTC) frá 2009 undir Obama#44.

Næst koma svo þrír hákarlar sem störfuðu náið saman hjá Goldman:

Robert Rubin, starfaði hjá Goldman Sachs 1966-1992 þar af sem bankastjóri frá 1987, efnahagsráðunautur Clintons#42 og fjármálaráðherra 1995-1999, varaformaður Council on Foreign Relations frá 2003 og formaður frá 2007, efnahagsráðunautur Obama#44.

Stephen Friedman, starfaði hjá Goldman Sachs 1966-1992 þar af sem bankastjóri frá 1987, var skipaður 1999 í ráðgjafanefnd forsetans um erlendar njósnir og gerður að formanni 2005, starfaði sem efnahagsráðunautur GWB#43 og formaður þjóðhagsráðs 2002-2004, skipaður bankastjóri seðlabankans í New York 2008 þar sem hann var meðal stjórnenda í björgunaraðgerðum fyrir bankana en neyddist til að segja af sér vorið 2009. Þar starfaði hann með öðrum bankastjóra, Timothy F. Geithner sem er núna fjármálaráðherra, en þess má geta að Geithner o.fl. eiga hugsanlega yfir höfði sér kæru fyrir aðild sína að leynisamningnum sem tryggði Goldman Sachs fullar endurheimtur frá AIG.

Jon Corzine, starfsmaður GS 1974-1999 þar eftirmaður Friedmans og Rubins sem bankastjóri frá 1994, öldungadeildarþingmaður 2000-2005, ríkisstjóri New Jersey 2006-2010,  kom til greina sem fjármálaráðherra undir Obama#44. Þess má geta að eftirmaður þessara þriggja sem bankastjóri var Henry Paulson, síðar fjármálaráðherra (sjá efst).

Mikil krosstengsl viðskiptalífs og stjórnmála eru augljóslega ekki séríslenskt vandamál. Takið eftir að það virðist ekki skipta máli hvor flokkurinn er við völd, því Goldman Sachs er alltaf í ríkisstjórninni! Bankinn virðist líka kunna sérstaklega vel að mæta þjónustuna sem þeir hafa fengið hjá undirsátum Obama#44 og Clinton hjónanna, en Gregory B. Craig, lögmaður Hvíta Hússins 2008-2009 undir Obama#44 starfaði mikið fyrir demókrata á árunum 1980 til 1998. Hann náinn vinur Clinton hjónanna og stýrði málsvörn Bills vegna kynlífshneykslisins, en hefur nú verið ráðinn af Goldman Sachs til að stýra málsvörn bankans gegn stjórnvöldum! Ætli nákvæm skilgreining á orðinu "svik" verði ekki hluti af málarekstrinum?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2010 kl. 14:39

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Snillingurinn Max Keiser fjallar um Goldman Sachs í nýjasta þætti sínum: Keiser Report with very special Hollywood guest. Þar fjallar hann meðal annars um hvernig Goldman Sachs notar hugbúnaðarkerfi sem byggir á uppfiningu Max sjálfs, til þess að hafa áhrif á verðmyndun hlutabréfamarkaða. Meira um það hér: Computerized Front Running and Financial Fraud.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2010 kl. 14:56

9 identicon

Glenn Beck sem er velþekktur "kjaftaskur"   hjá   Fox fréttastöðinni Bandarísku, er með heimasíðu  þar sem hann fjallar um málefni líðansi stundar og , og  er má stundum finna svok. "transcript"  af klippum  sem hafa birst í þætti hans hjá Fox, í einni slíkri veltir hann því upp að kannski hangi meira á spýtunni ( hljómar eins reyndar eins og samsæriskenningaálfur að sume leyti ) , að  Goldman sé bara einhvers konar peðsfórn í stærra tafli sem hafi "heitaloftsskattinn" (Cap and Trade) og viðskiftakerfi með  heitaloftskvóta að lokatakmarki. Tilvísun í þessa "útskrift" er hérfyrir neðan

http://www.glennbeck.com/content/articles/article/198/39670/

Þetta er fróðlegt a.m.k. að því varðar krosstengsl Goldman Sachs og núverandi ríkisstjornarinnar Bandaríkjanna ,  í fyrirbæris sem heitir  the Chicago Climate Exchange og aðlamattadórspilurunum  í þeim leik. 

En hvað um það svo sem öllum svona spekúleringum líður, þá finnst mér allavega það vera á tæru að aðlaorsök fjármálahremminganna sem hrjá heiminn um þessar mundir sé í raun að þetta risavaxna afleiðuviðskiptadæmi sem varð til á seinasta áratug 20 aldarinnar og hefur verið notað til að gefa út innistæðulausa tékka í trilljónavís.

  Þar virkar  "praxís" eins peningaprentun þjóðríkja hafi verið einkavædd og boðin út, prentaranum sett í sjálfsvald hvað útgáfan sé stór , og  mafían hafi átt  lægsta tilboð allstaðar. 

Það var ekki að ósekju að Warren Buffet let hafa eftir sér fyrir nokkrum árum "Derivatives are financial weapons of mass destrufuction"  

Er kannski kominn tími á að setja framleiðenur slíkra gjöreiðingarvopna á  á listann með Íslandi og Al-Keyta , og fleyri velþekktum hryðjuverkaaðilum ? H

Bjössi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 08:36

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þetta innlegg Bjössi, ég er 100% sammála þér um afleiðurnar. Ég kannast líka vel við hvernig bankarnir ætla sér að hagnast á kolefnisheimildum, og væri ekki hissa ef slíkir hagsmunir hafa áhrif á valdataflið sem er í gangi um bankana og peningakerfi heimsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2010 kl. 16:07

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Aldeilis snilldargrein hjá þér Guðmundur Ásgeirs! Ég hló nú bara þegar ég las um klámfengna verðbréfaeftirlitsmenn...þeir eru það víða.

Hehe..þannig voru endalaust margir keyptir og þeim mútað á Íslandi með áhrifamesta gjaleyri í heimi: Kókaíni og stelpum....menn vera fljótt háður mútunum og svo þora menn að gera hluti á kókaíni sem þeir annars myndu aldrei þora annars í fjármálaheiminum....

Óskar Arnórsson, 7.5.2010 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband