Tony Blair sem forseta? NEI ALDREI!

Nú berast af því fréttir að fyrrverandi breski forsætisráðherrann og annar höfuðpaurinn úr Íraksstríðinu, Tony Blair sækist eftir að verða forseti Evrópusambandsins.

Þarf eitthvað að ræða þetta frekar að við eigum ekkert erindi þangað?

Ég skora eindregið á háttvirta þingmenn að HAFNA aðild að þessu upprennandi hernaðarbandalagi!

Hvet svo alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig niður á Austurvöll núna seinni partinn og láta í sér heyra. Ég var í símanum rétt í þessu að kanna stemmninguna, en þar er nú þegar kominn reytingur af fólki og mikill hiti í flestum.


mbl.is Ekkert samkomulag um atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tony Blair.. hann er fáviti og kaþólskari en fargin páfinn.
Hann er stórhættulegur öllum heiminum

DoctorE (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta hefur lengi legið í loftinu. Ef Samfylkingunni tekst að drösla Íslandi inn í Evrópuríkið verður Tony Blair þjóðhöfðingi okkar. Ég setti sama smá færslu um þetta í maí.

Haraldur Hansson, 15.7.2009 kl. 16:45

3 identicon

Jón Frímann, karlinn minn!

Lastu fréttina?

"Staðan hefur enn ekki verið formlega stofnuð en kveðið er á um stofnun hennar í Lissabonsáttmála Evrópusambandsins. "

Það er verið að búa til þetta embætti, hann Blair yrði forseti ESB.

Ert þú viss um að þú hafir SJÁLFUR kynnt þér þennan sáttmála?

magus (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:39

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Til hamingju með daginn nafni.

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 15:55

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þettas er sorgardagur fyrir sögu lands og þjóðar.

Ég gætti alveg úthúðað ykkur Evrópu-snákum fyrir að vera að klappa hvor öðrum á bakið á síðunni minni. Ætla hinsvegar ekki að eyða í það orku, verði ykkur bara að góðu...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2009 kl. 16:10

6 identicon

Jón Frímann. Ég spyr aftur:

hefur þú sjálfur kynnt þér Lissabon plaggið?

Þú vísar á tengil þar sem spurningum er svarað alveg án þess að vísa í sáttmálan.

Ert þú sáttur við að láta PR-síðu frá ESB segja þér hvernig þú eigir að túlka sáttmálann?

magus (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú er það orðið opinbert, að ríkisstjórn Bretlands mun styðja Tony Blair, kjósi hann að sækjast eftir fyrsta varanlega embætti forseta evrópska ráðherraráðsins, þegar og ef það verður að veruleika.

Sem stendur veltur það á því hvort og hvenær Írar muni staðfesta Lissabon sáttmálann, sem er í reynd stjórnarskrá Evrópu afturgengin. Næst verður það svo sameiginlegur þjóðfáni Evrópu, þjóðsöngur o.s.frv. Ætlar svo einhver að halda því fram að þarna sé ekki evrópskt stórríki í uppsiglingu?

Ef við göngum þarna inn megum við prísa okkur sæl ef við fáum í framtíðinni að flagga íslenska fánanum, ætli það verði ekki svipað og þegar menn fengu áfram að blóta goðin á laun eftir kristnitökuna...

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband