Trú sinni sannfæringu

Ég er ósammála þeirri skoðun Herberts Sveinbjörnssonar formanns stjórnar Borgarahreyfingarinnar, að þingmenn hreyfingarinnar séu einhvernveginn að bregðast kjósendum sínum greiði þau ekki atkvæði með þingsályktunartillögu um ESB aðildarumsókn. Evrópusambandsaðild er hvergi að finna í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar, og ég þegar ég spurðist fyrir um það á sínum tíma fékk ég það svar að hver frambjóðandi fylgdi sinni sannfæringu í þeim efnum. Með því að nota málið sem vogarafl til að pressa á að IceSave samningnum verði hafnað, eru þau að gera nákvæmlega það, fylgja sinni eigin sannfæringu og verja lögmæta hagsmuni kjósenda sinna. Þau meta forgangsröðina þannig að það sé mikilvægara að halda uppi vörnum gegn IceSave en að hlaupa af stað inn í ESB, sem ég fæ ekki betur séð en að passi vel við upplegg þeirrar grasrótar sem stóð að stofnun hreyfingarinnar. Fyrir mitt leyti fá þau prik fyrir það!
mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum. Stefna einangrunarsinnana einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg. Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis." - Þór Saari fyrir kosningar

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta hefur ekkert með einangrunarstefnu að gera. Ef einhver hefur verið að reyna að einangra okkur, þá eru það einmitt helst Evrópuríkin, með Breta og Hollendinga í farabroddi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2009 kl. 11:57

3 identicon

Þorsteinn var að vitna í orð Þórs Saari fyrir kosningar. Því miður virðast þessir þingmenn vera full fljótir að tileinka sér vinnubrögð gömlu flokkanna með tilheyrandi hrossakaupum klækjastjórnmálanna.

Ingimundur H Hannesson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:29

4 Smámynd: Haraldur Hansson

"Þjóðina á þing" var kjörorð Borgarahreyfingarinnar.

Hvernig stendur hún undir því kjörorði? Með því að gefa Samfylkingunni frítt spil eða með því að leyfa þjóðinni að kjósa um hvort sótt verði um aðild? Það er ekki eins og þetta sé eitthvað smámál.

Ég held að Borgarahreyfingin væri einmitt að vinna gegn því sem hún stendur fyrir ef hún samþykkti málið eins og Samfylkingin hefur lagt það upp.

Haraldur Hansson, 15.7.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Neo

Ég er sammála þér Mummi.

Þorsteinn þú vitnar í Þór Saari fyrir kosningar. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar tóku það ávallt fram að skoðun hvers frambjóðanda fyrir sig gilti um þetta mál. Þór Saari og co hafa einfaldlega skipt um skoðun og tel ég það fullkomlega eðlilegt miðað við aðstæður og gefur til kynna að þar sé hugsandi fólk á ferðinni. Áfram borgarahreyfing!

Neo, 15.7.2009 kl. 12:54

6 identicon

Held að Samfó og félagar verði nú að fara að vakna af blundinum...

Meira að sgja Össur viðurkenndi um daginn að hann býst við því að aðildarumræðurnar taki 2.5 til 3 ár.

ESB átti samkvæmt þessu fólki að hjálpa til NÚNA. Evran notuð sem beita.....

Það mun nefnilega auka traust umheimsins á efnahagskerfinu okkar, umsóknarviðræður næstu 3 árin.....

Það væri helvíti fínt ef kosið yrði um hvort eigi að fara í þessar viðræður núna, því ef niðurstaðan yrði neikvæð þá YRÐU menn að fara vinna í því að reisa við efnahagskerfið!

Það gerist ekki með einhverjum nefndum á ferð og flugi til Brussel næstu 3 árin, þótt Samfó sjái það í hyllingum.

Það skiptir engu máli á heildina séð þótt við myndum fresta umræðum um ESB í 1 til 2 ár. Aðildarumræðurnar eru líklegar til að taka nokkur ár og svo þyrti að rífast um samninginn og kjósa. Gætum verið kominn inn eftir 5 ár. Evran fæst ekki fyrr en efnahagurinn er búinn að ná sér, og hve langan tíma mun það taka?

Samkvæmt núverandi Icesave samning byrja ekki afborganir af því fyrr en eftir 7 ár, og svo byrjar ballið. Hvenær er gert ráð fyrir því að við ljúkum því balli? 2020 eða svo?

Hvenær mun þá efnahagurinn ná sér á strik aftur? Evra?

ESB umsókn skiptir engu máli núna, nægur er tíminn.

Sama hve Össur og félagar gleyma mörgum skýrslum...eða finna ekki.

magus (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband