Til helvítis með borinn? ;)

Í dag hefst borun á 4,5 km djúpri holu í Vítismóum við Kröflu, en það er langleiðina í gegnum jarðskorpuna að ég held. Ég óska bormönnum góðs gengis og vonandi fer þetta allt til andskotans hjá þeim, enda er það líklega marmkiðið. Það verður svo forvitnilegt að sjá viðbrögð kölska þegar borinn stingst í hausinn á honum!

 LoL

Meira spennandi verður samt að fylgjast með því á næstu árum hver árangurinn verður af þessu verkefni. Ef hagkvæm leið finnst til að nýta orkuna sem liggur á þessu gríðarlega dýpi, þá er um nánast ótakmarkaða orkulind að ræða sem hægt yrði að nýta til hitunar og raforkuframleiðslu. Tæknina og þekkinguna má svo flytja út til annara landa til að afla tekna fyrir þjóðarbúið og aðstoða aðrar þjóðir við að koma sér upp vistvænum orkulindum. Jarðhitavirkjun er auðvitað ákveðið inngrip í náttúruna, en talsvert umfangsminna en t.d. uppistöðulón við vatnsaflsvirkjanir og hvað þá mengunin frá brennslu kola og olíu sem er víða um heim algengasta aðferðin við raforkuframleiðslu. Eins og í flestu þá er aðalatriðið hér að gæta meðalhófs og taka verður tillit til náttúrunnar með því að lágmarka átroðning.


mbl.is Djúpborun í Vítismóum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband