Neyðarlögin héldu fyrir Evrópudómstólnum

Evrópudómstólinn kvað í morgun upp dóm sinn í máli nr. C-85/12 er varðar vernd slitabúa fjármálafyrirtækja fyrir kröfuhöfum. Meðal þess sem reyndi á var hvort heimilt væri að ganga að eignum slitabúa í öðrum aðildarríkjum EES, hafi þau verið tekin í slitameðferð í heimalandinu eins og var gert hér á landi með neyðarlögum í október 2008.

Skemst er frá því að segja að dómurinn staðfesti að neyðarlögin ásamt viðbótarákvæðum sem lögfest voru í apríl 2009, stæðust Evrópulög og tilskipanir og hefðu því tilætluð áhrif á öllu EES-svæðinu. Það má segja að þetta séu góðar fréttir, því þær kalla ekki á nein sérstök viðbrögð hér á landi. Hefði niðurstaðan orðið á hinn veginn, hefði það getað þýtt aðför að eignum þrotabúa bankanna sem geymdar eru erlendis, og þá hefði kannski orðið lítið til skiptana eftir það...

Hér er dómsorðið:

1.      Articles 3 and 9 of Directive 2001/24/EC of the European Parliament and of the Council of 4 April 2001 on the reorganisation and winding up of credit institutions must be interpreted as meaning that reorganisation or winding-up measures in regard to a financial institution, such as those based on the transitional provisions in point II of Law No 44/2009, are to be regarded as measures adopted by an administrative or judicial authority for the purposes of those articles of Directive 2001/24, where those transitional provisions take effect only by means of judicial decisions granting a moratorium to a credit institution.

2.      Article 32 of Directive 2001/24 must be interpreted as not precluding a national provision, as Article 98 of Law No 161/2002 on financial institutions, as amended by Law No 129/2008 of 13 November 2008, which prohibited or suspended any legal action against a financial institution once it benefitted from a moratorium, from being effective in regard to interim protective measures, such as those at issue in the main proceedings, adopted in another Member State before the declaration of the moratorium.

 


mbl.is Þrotabúin varin fyrir erlendum lögsóknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Eftir dóm Hæstaréttar um rétt slitastjórna til þess að greiða út úr þrotabúum í krónum og þennan dóm ECJ, er okkur þá nokkuð að vanbúnaði við að inkalla erlendar eigur þrotabúanna, skipta þeim yfir í krónur og skilda útgreiðslur úr búunum í krónum? 

Benedikt Helgason, 25.10.2013 kl. 09:32

2 identicon

Flott að benda á þessa grein, enda hefði komið á óvart ef að slitameðferð íslenskra fjármálafyrirtækja (og uppgjör þrotabús í kjölfarið) hefði verið öðruvísi en annars staðar. Þetta er ekki neyðarlögunum að þakka heldur eru neyðarlögin einmitt ástæðan fyrir því að fjárfestar fóru að skoða möguleika á að sækja sjálfir kröfur beint í búin (sem og  íslenska ríkið gerði í raun með valdi í krafti neyðarlaganna).  Er ekki alveg að skilja af hverju men vilja flytja gjaldeyriseignir til Íslands (og borga það í krónum), það bara hækkar "snjóhengjuna"

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 11:41

3 identicon

En hvað er að frétta af prófmáli sem Landsbankinn ber fyrir sig að vanti úrskurð í? Þetta eru ólögleg, en uppgreidd, myntkörfulán. Þetta snertir litla manninn - fjölmörg illa stödd heimili.

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 11:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Benedikt: Neibb. Alls ekkert því til fyrirstöðu!

Þjóðólfur: Það er efni færslunnar alveg óviðkomandi.

En fyrst þú spyrð þá er komið ansi gott dómafordæmi frá Hæstarétti í máli nr. 672/2012. Ekki alveg ítrasti réttur en nálægt því. Gengistrygging af, verðtrygging af, samningsvextir standa fastir en ekki breytilegir. Reyndar er það nákvæmlega eins og Hagsmunasamtök heimilanna halda því fram að eigi að gilda um öll lán þar sem ekki getið lánskostnaðar lögum samkvæmt.

Hvet þig til að kynna þér þann dóm.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2013 kl. 21:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gunnar: Það var búið að kyrrsetja hluta eigna þrotabús gamla Landsbankans í Frakklandi. Með þessum dómi var þeirri kyrrsetningu hrundið, enda er slitabú bankans í, tja... slitameðferð, og nýtur því verndar fyrir kröfuhöfum. Ástæðan fyrir því að þetta skitpri máli er að þetta liðkar fyrir uppgjöri þrotabús LBI.

Eitthvað fleira sem vantar skýringar á?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2013 kl. 21:03

6 Smámynd: Benedikt Helgason

@Gunnar Sigfússon.

Snjóhengjan verður vissulega stærri en það verður gjaldeyrisforði þjóðarinnar líka.  Tölurnar eru eitthvað á reiki en með því að innkalla 1600 milljarða af erlendum eignum og steypa þeim í sama pott og 800 milljörðum af krónueignum erlendra aðila þá verður snjóhengjan 2400 milljarðar.  Hugmyndin væri þá sú að allir þessir 2400 milljarðar færu út á genginu 2400/1600*160 kr/evra = 240 kr/evra (ca.). Þannig yrðu höftin losuð án þess að til kæmu lántökur af hálfu SÍ/ríkisins.

Þetta er auðvitað ákveðin draumsýn en vandamálið sem við glímum við í dag er að það er ekkert til upp í snjóhengjuna nema skuldsettur gjaldeyrisvaraforði. Það þarf því að gera eitthvað róttækt í málunum ef mönnum er alvara með að bjarga Landspítalanum og restinni af verlferðarkerfinu. 

Benedikt Helgason, 26.10.2013 kl. 05:52

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

það er ekkert til upp í snjóhengjuna nema skuldsettur gjaldeyrisvaraforði

Jú. 2400 milljarða krónueignir. Þær eru til, eða hvað?

Er ekki alveg að sjá vandamálið.... það er nóg til af peningum fyrir þessu.

En er öruggt að allir þessir pappírar séu löglegir? Ég veit nefinlega ekki til þess að nein tilraun hafi verið gerð til að rannsaka lögmæti "snjóhengjunnar".  Það ætti kannski að gera það fyrst. Þegar Ecuador gerði það við sína snjóhengju bráðnaði hún um helming. Svo keyptu þeir restina á alþjóðlega gráamarkaðnum á hálfvirði. Samtals 25%. Hafa menn ekki einmitt verið tala hérna um 75% afskriftir á erlendum kröfum í bankana? Mismundurinn á því er einmitt 25% svo mé sýnist að þarna sé borðleggjandi lausn til að ná þessu markmiði.

Hættum að hugsa um þetta sem vandamál, vandamál eru leiðinleg.

Hugsum frekar um lausnina, hún er miklu skemmtilegri.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2013 kl. 13:42

8 identicon

Takk fyrir það. Já, ég veit að þetta var ekki í beinu samhengi við meginfærsluna. En - ég var eiginlega að vekja athygli á að "litli maðurinn" lendir á götunni meðan stóru málunum er slegið upp. Það er verið að höggva trén meðan unnið er að friðun skógarins. Það sem Landabankinn þverskallast við varðandi umrætt bílalán, er  að það var uppgreitt 2009, þ.e. fyrir dóminn 2010. Segir að vanti dómsfordæmi. En þú og HH eruð að vinna gott starf. 

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 26.10.2013 kl. 14:06

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru þeir kannski að halda því fram að að fjögurra ára fyrningartími eigi við? Það getur passað við árið 2009 (sem var fyrir fjórum árum).

Við í HH erum hinsvegar ekki alveg sammála þeirri túlkun.

Hérna eru ástæðurnar:

1. Samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda þá fyrnast kröfur vegna peningalána á tíu árum. Ekki fjórum.

2. Fyrning hefst ekki fyrr en þú (sem grandlaus neytandi) mátt hafa vitað um kröfu þína. Hafi bankinn hinsvegar leynt því fyrir þér að þú eigir á hendur honum endurkröfurétt, þá fyrnist hann ekki fyrr enn bankinn segir þér frá því, svo þú getir þá gert kröfu um að fá inneign þína greidda.

3. Eignarréttur fyrnist aldrei, og skuldarar sem hafa ofgreitt eiga eignarrétt á því fé sem hefur verið oftekið af þeim. Mikilvægt er að átta sig á því að það er þeirra eign, ekki bankans, svipað og innstæða í bankanum er ekki eign hans þó hann geymi hana, heldur er innstæða þvert á móti skuld bankans. Það má líkja við það ef einhver hefði stolið vasaúri sem þú fékkst í arf frá afa þínum, og er þar af leiðandi stjórnarskrárvarin eign þín. Ef einhver stelur úrinu og geymir það í tíu ár, þá ber honum samt að skila því ef glæpurinn upplýsist síðar og þér tekst að komast að því hvar úrið þitt er niðurkomið.

Með öðrum orðum: raunverulegur eignarréttur á ránsfeng fyrnist aldrei.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.10.2013 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband