Stöðugasta mynt í heimi

Undanfarin þrjú ár hefur íslenska krónan verið ein stöðugasta mynt í heimi, samanborið við helstu viðskiptamyntir. Þetta er sagt vera gjaldeyrishöftum að þakka.

Hvern hefði grunað það fyrirfram?

Er ekki uppskriftin að "stöðugleika" þá fundin?

Reyndar er rétt að leiðrétta þrálátan misskilning sem kemur fram í fréttinni. Það eru ekki við lýði sérstök gjaldeyrishöft á Íslandi, heldur fjármagnshöft. Það þýðir með öðrum orðum að fjármagnsflutningar á milli landa eru ströngum takmörkunum háðir. Viðskipti sem ekki falla undir skilgreiningu fjármagnsflutninga, eru hinsvegar ekki háð neinum sérstökum takmörkunum á hvaða gjaldmiðlum þau fara fram í.

Gott dæmi um slíkt er þegar ferðamenn kaupa ferðagjaldeyri, eins og þeim er heimilt upp að vissu marki. Þá eru ekki heldur sérstakar takmarkanir lengur á greiðslukortanotkun Íslendinga á ferðum sínum erlendis, í viðskiptum sem fara fram í erlendum gjaldmiðlum.

Það hafa aldrei verið færð rök fyrir því afhverju fjármagnsflutningar inn og út úr landinu ættu að vera alveg óheftir. Með öðrum orðum þá hafa aldrei verið færð sannfærandi rök fyrir algjöru afnámi fjármagnshafta. Þvert á móti höfum við nýlega reynslu af tímabili þar sem fjármagnsflutningar voru gefnir alveg frjálsir. Því tímabili lauk með skelfingu.

Hagsögulegar upplýsingar sem liggja fyrir hjá Seðlabanka Íslands hafa sýnt að á lýðveldistímanum hefur efnahagslífið alltaf verið stöðugast á þeim tímum sem einhverskonar hömlur hafa verið við lýði á fjármagnsflutningum. En þegar hömlum hefur verið sleppt og fjármagnsflutningar óheftir, hefur það án undantekninga endað illa.

Íslenska krónan hefur verið með einhverskonar höftum meirihluta þess tíma sem hún hefur verið til sem sjálfstæður gjaldmiðill. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að þróunin frá torfkofasamfélaginu til eins tæknivæddasta og best menntaða samfélags á yfirborði jarðar hafi getað átt sér stað samtímis og það á methraða sem er einsdæmi í mannkynssögunni.

Er ekki kominn tími til að endurskoða, a.m.k. að einhverju leyti, þá afstöðu að fjármagnshöft séu endilega af hinu illa? Þvert á móti virðist flest benda til þess að þau geti verið mjög skynsamleg leið til þess að halda aftur af sveiflum, sem innlenda hagkerfið er einmitt viðkvæmt fyrir sökum smæðar þess.

Auðvitað þarf að gæta þess að skella ekki öllu í lás, það þarf að vera hægt að hreyfa sig í eðlilegum viðskiptum milli landa þrátt fyrir að hömlur séu á viðskiptum sem snúast ekki um neitt annað en peningamillifærslur (gjarnan úr vasa almennings til fjárfesta). En það hlýtur jafnframt að vera skynsamlegt að hafa einhvern aga á þessu líka.

Kannski spurning um að finna einhvern góðan meðalveg?


mbl.is Stjórnendur trúa ekki að styrking krónu sé varanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fjármagnsflutningar.

Frjálsir fjármagnsflutningar, til að ég fjárfestirinn geti hirt allt af þjóðinni.

Allir eiga að kynna sér fléttuna, fyrst verðbólgu og síðan verðhjöðnun.

Og í verðhjöðnuninni segi ég ykkur að ykkar eign hafi horfið.

Það ver aldrei nein eign önnur en ykkar eign.

Ég spilaði á ykkur.

https://www.youtube.com/watch?v=1617z8K7lTo

Lesa einnig vinstra megin undir höfundur, á blogginu mínu.

Það er hægt að kynna sér hvað Thomas Jeffersson, Ford og Edison voru að reyna að kenna okkur.

http://www.herad.is/y04/1/2011-10-05-Central-banks-05.htm

http://jonasg-egi.blog.is/

Fólkið okkar getur kynnt sér þessi málefni á 15 til 30 mínútum.

Því ekki að láta verða af því?

Egilsstaðir, 24.10.2013 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 24.10.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband