Lesist: fyrirtækin í brennidepli

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gleymdi því ekki í ræðu sinni við setningu landsfundar í dag að minna á það hver er hin raunverulega forgangsröð í stefnu flokksins. Svo ég leyfi mér að vitna í setningarræðu formannsins:

Sterkt og öflugt atvinnulíf er besta aðgerðin í þágu heimilanna.

Auðvitað eru öll fyrirtæki á einn eða annan hátt á endanum í eigu einhverra sem hljóta að eiga heimili líka. Það er vissulega alveg hárrétt hjá formanninum að sterkt og öflugt atvinnulíf er besta aðgerðin í þágu þeirra heimila sem það á við um.

Því miður eru það alls ekki öll heimili...

En væri það þá ekki engu að síður skynsamlegur valkostur fyrir þau heimili, sem jafnvel eru svo heppin að þessi ágæta forgangsröðun samræmist hagsmunum þeirra, að leggja traust sitt á Sjálfstæðisflokkinn? Kannski er þá við hæfi að rifja aðeins upp reynsluna:

Síðast þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd fóru þrjú stærstu fyrirtæki landsins á hausinn í raðgjaldþroti upp á margfalda þjóðarframleiðslu sem setti heimsmet, ekki miðað við höfðatölu heldur var það bókstaflega stærsta gjaldþrot sögunnar fram að því.

Fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins sat í bankaráði eins þessara fyrirtækja sem var jafnframt stór styrktaraðili flokksins og vinnuveitandi margra tryggra flokksmanna.

Fjölskyldufyrirtæki þáverandi varaformanns flokksins fór í þrot sem varð til þess að kúlulán upp á hundruðir milljóna fengust ekki endurheimt.

Fráfarandi þingmaður flokksins stýrði fjármálafyrirtæki sem veitti þúsundir ólöglegra lána sem valdið hafa fjölda lántakenda miklu tapi sem þeir munu aldrei fá endurheimt. Þegar allt hrundi var hann ráðinn af þáverandi leiðtoga flokksins sem sérstakur efnahagsráðgjafi. Skömmu síðar fór svo fyrirtækið sem hann hafi stýrt líka á hausinn.

Annar þingmaður flokksins vissi allan tíman að gengistryggð lán væru ólögleg en þagði þunnu hljóði og virðist ekki hafa gert mikið til að vara aðra flokksfélaga við.

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins stjórnaði stofnun með vald til að bókstaflega prenta peninga, en tókst samt að setja hana á hausinn!

Núverandi formaður ásamt ættingjum og viðskiptafélögum (sem eins og í öllum "góðum" viðskiptum er oft það sama) virðist þrátt fyrir greiðan aðgang að lánsfé hjá fjármálastofnunum, ekki síst þeim sem flokksbræðurnir stjórnuðu, hafa tekist að ná merkilegum árangri með því að setja heila keðju af bensínsjoppum á hausinn fyrir milljarða, nánast alveg vafningslaust.

Ég veit ekki með ykkur en hvað svo sem heimilunum líður.

Ef ég væri fyrirtæki myndi ég óttast þetta eins og pláguna!


mbl.is Heimilin í brennidepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband