Afskriftir fyrirtækja dygðu margfalt fyrir heimilin

Í nýjasta hefti Tíundar, tímariti Ríkisskattstjóra, er fjallað um skuldir fyrirtækja. Þar kemur fram að á árinu 2009 virðist sem skuldir íslenskra fyrirtækja hafi lækkað um 4.852 ma.kr. sem megi rekja til gjaldþrota og afskrifta á skuldum. Í vikunni sem leið birtu Samtök Fjármálafyrirtækja líka tölur um afskriftir á skuldum íslenskra heimila þar sem þær eru sagðar nema hátt í 144 ma.kr. frá hruni Reyndar eru ekki nema 24 milljarðar af því raunverulegar afskriftir, hitt eru leiðréttingar lána sem báru ólöglega gengistryggingu og voru líklega færð á hálfvirði yfir í nýju bankana.

Eignir fyrirtækjanna hafa svo sem rýrnað líka, um fjórðung eða 6.421 ma.kr. sem er þriðjungi meira en skuldirnar hafa lækkað. Aftur á móti hafa eignir heimila rýrnað líka, lækkun fasteignaverðs um fjórðung er sennilega ekkert langt frá veruleikanum og margir hafa þurft að ganga á sparifé til að greiða af síhækkandi skuldum. Þó fyrirtækjaafskriftir megi vafalaust rekja að talsverðu leyti til gjaldþrota nokkurra stórra fyrirtækja, þá hafa að sama skapi mörg heimili orðið gjaldþrota.

Þó ekki séu um fullkomlega samanburðarhæfa hluti að ræða er samt ágætt að átta sig á samhenginu. Heildarskuldir heimilanna eru um 1.400 ma.kr. samkvæmt tölum frá seðlabankanum. Það þýðir að niðurfelling allra skulda íslenskra heimila hefði rúmast innan afskriftafjárhæðar fyrirtækjanna, rúmlega þrisvar sinnum! Raunverulegar afskriftir heimilanna eru jafnframt ekki nema um hálft prósent af afskriftafjárhæð fyrirtækja á aðeins einu ári.

Sé þetta skoðað í þessu víðara samhengi, þá virðist hálf hjákátlegur málflutningur gegn kröfum um sanngjarna leiðréttingu á skuldum heimila sem hafa hækkað um 15-20% ef ekki meir umfram verðbólgumarkmið frá byrjun hrunsins. Þar er aðeins um að ræða hluta af heildarskuldum heimila og brotabrot af þeim afskriftum sem fyrirtæki hafa fengið. Og sem betur fer þarf slík leiðrétting ekki að kosta neitt aukalega, því afskriftasvigrúmið fyrir henni er innbyggt í áðurnefndar milljarðaþúsunda eignir sem hafa verið afskrifaðar hjá fyrirtækjum. Það eina sem vantar upp á er að þær afskriftir nái að fullu fram að ganga til lögaðila af holdi og blóði.

Munið að taka þátt í Undirskriftasöfnun Heimilanna.


mbl.is Afskrifuðu þúsundir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad er bara stadreind tott ødru se haldid fram ad tad er EKKI Rikisstjornin en tvert a moti fjarmagnid sem stjornar her,og tersvegna er almenningur latin blæda

Thorsteinn Thorsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband