Ræðuskrifari Obama til Hollywood

Wahsington Post segir frá því að Jon Lovett, 29 ára gamall handritshöfundur fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta, muni hætta störfum í þessum mánuði. Í stað þess að skrifa ræður forsetans hyggst hann reyna fyrir sér sem handritshöfundur gamanþátta í sjónvarpi. Fréttin sjálf er hinsvegar fúlasta alvara og alls enginn skáldskapur.

Lovett: "Það hefur alltaf verið draumur minn að skrifa gamanmál og vera skapandi.".

Þessi ungi maður virðist ekki hafa áttað sig á að sköpunarverk hans hafa á undanförnum árum verið liður í einhverjum stærsta farsa sem heimsbyggðin hefur séð, og það að miklu leyti í beinni sjónvarpsútsendingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband