Bein útsending: Grikkland á suðupunkti

Gríska þingið mun í dag greiða atkvæði um afar harkaleg og óvinsæl niðurskurðaráform til að uppfylla skilyrði vegna neyðarlánveitinga frá ESB/ECB/IMF þríeykinu. Boðað hefur verið til tveggja sólarhinga allsherjarverkfalls í mótmælaskyni og hafa tugþúsundir óánægðra Grikkja safnast saman í miðborg Aþenu nálægt þinghúsinu. Í gær kom til ryskinga við lögreglu og aftur núna í morgun þegar táragasi var beitt á mótmælendur. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag er mikilvæg fyrir framtíð evrusvæðisins alls, og þó svo að líklega sé naumur þingmeirihluti fyrir hendi er mikil óvissa um afleiðingarnar. Þegar fyrsti hluti niðurskurðar og neyðarlána voru á dagskrá í fyrra urðu blóðugar óeirðir á götum Aþenu, og svo virðist sem ástandið sé jafnvel enn eldfimara núna.

Þið þurfið sko hvorki að vera með áskriftarsjónvarp eða hlaupa út á videoleigu, því veruleikinn er ekki síður hörkuspennandi og hér býðst þeim hafa áhuga að fylgjast með í beinni útsendingu.

The Press Project er með myndrænt yfirlit sem uppfærist jafn óðum og atkvæðin falla:

Bein útsending frá umræðum í gríska þinginu hér (mms:) og hér.

Bein útsending frá Stjórnarskrártorgi fyrir utan þinghúsið:

Önnur sjónarhorn: tenglar hér, hér og hér.

Sýnishorn af átökum liðinnar nætur:


mbl.is Mikil spenna í Aþenu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Atkvæðagreiðslu lauk eins og búast mátti við, þannig að niðurskurðaráætlun grískra stjórnvalda var samþykkt með 155 atkvæðum gegn 138, í þykku skýi af táragasi sem umlykur miðborg Aþenu en þar logar nú allt í óeirðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband