Það er spennandi að búa í Evrópu

Enda allt að fara á límingunum. 

Til þess að draga saman í stuttu máli það sem stendur í efnismikilli og ágætri fréttaskýringu mbl.is, þá þurfa "yfir níuþúsund" hlutir að ganga upp á næstu dögum til að afstýra efnahagslegum hörmungum á evrusvæðinu, en hver og einn þeirra getur sprengt björgunaráætlanir ESB/IMF fyrir Grikkland eins og hverja aðra blöðru, allir eru þeir óvissu háðir og hver öðrum ólíklegri.

Aðildarríki ESB þurfa að ná samstöðu um tuttuguþúsund milljarða neyðarlánveitingu til Grikklands.

Gríska þingið þarf að samþykkja heiftarlega umdeildan niðurskurð til að uppfylla skilyrði fyrir lánveitingunni.

Gríska lögreglan þarf að eiga nægar birgðir af táragasi til að ráða við ástandið sem myndast þegar niðurskurðurinn verður samþykktur.

Alþjóðlegir bankar sem eiga grísk ríkisskuldabréf þurfa að samþykkja að veita 14,2 prósentustiga afslátt miðað við markaðsvexti af endurfjármögnun fimmþúsund milljarða grískra skuldabréfa.

Alþjóðleg matsfyrirtæki þurfa að fara gegn fyrri yfirlýsingum sínum um að þetta yrði álitið greiðslufall.

Þetta þarf allt að gerast innan örfárra daga eða vikna.

Ef eitthvað af þessu klikkar þá er ekki til nein varaáætlun! Enda gengur miðstýring ekki út á viðbrögð við aðstæðum heldur að gefa fyrirskipanir sem aðrir eiga að bregðast við og framkvæma óháð aðstæðum. "Failure is not an option".

Loks þarf Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að veita blessun sína og afgreiða næsta hluta lánveitingar samkvæmt efnahagsáætlun IMF/ESB.

Svo þarf næst að "leysa vanda" Portúgals.

Og Spánar.

Og Ítalíu.

Og Belgíu.

Og Grikklands (já aftur, hélstu nokkuð að fyrri pakkinn dygði varanlega?).

Þá þarf að vera til meira táragas og nóg af kylfum.   

Þegar táragasið er búið verða það vatnsþrýstibyssur og gúmmíkúlur.

Þegar gúmmíkúlurnar klárast eru aðeins alvöru skotfæri eftir.

Rinse repeat.

-----------------

Breska fjármálaráðuneytið undirbýr sig nú fyrir að evrusvæðið sundrist.

Fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands fullyrðir að það muni gerast.

Greiningardeildir spá því að haustið 2008 muni blikna í samanburði.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna hefur af þessu miklar áhyggjur.

Í hverju ætli undirbúningur íslenskra stjórnvalda felist???


mbl.is Spennuþrungnir dagar á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er svo sannarlega spennandi.. eða þannig. Sendi almenningi í Grikklandi samúðar- og baráttukveðju.

Þórarinn (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband