Fjölmiðlar: birtið lánabækur og skýrslur!

Þetta kemur fram í lánabók Byrs sem fréttastofa RÚV hefur undir höndum.

Hver vegna eru allar þessar lánabækur og rannsóknarskýrslur sem fjölmiðlar hafa undir höndum ekki einfaldlega birtar á vefnum? Getur einhver svarað því?

Ég er búinn að senda áskorun til fréttastofu RÚV um að birta eða afhenda lánabók Byrs sem þau segjast hafa undir höndum, ásamt rannsóknarskýrslum Cofisys og Lynx vegna endurskoðunarstarfa PricewaterhouseCoopers fyrir Landsbankann og Glitni. Ég er líka búinn að senda áskorun til fréttastofu DV um að birta eða afhenda lánabók Landsbankans sem þau segjast hafa undir höndum. Ég bíð eftir svörum...


mbl.is Skulduðu Byr 28 milljarða eftir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þeir sem eru lántakendur eiga fjölmiðlana?   Og stjórna landinu í rauninni...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2011 kl. 23:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef það eftir sæmilega góðum heimildum að mest krassandi plöggin séu í bókhaldi Kaupþings í Lúxemborg, sem nýlega barst til landsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2011 kl. 14:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi er allsvakaleg:

RÚV 22.2.2011 Leyndardómar Kaupþings

Síðasta fundargerð lánanefndar stjórnar Kaupþings sýnir hvað mikið fór í þröngan hóp, hvernig stærstu viðskiptavinirnir áttu einnig í bankanum og leiðir hugann að hvað Kaupþing gekk langt í að fá viðskiptavini til að kaupa bréf í bankanum. En lánagerðin sjálf á sér einnig undarlega sögu því samkvæmt heildum Spegilsins er fundargerðin til í mismunandi útgáfum, segir Sigrún Davíðsdóttir. 

Þegar Spegillinn bar hana undir aðila sem gætu staðfest að hún væri upprunaleg kom í ljós að fundargerðin er til í mis efnismiklum útgáfum. Þetta kemur heim og saman við orðróm sem Spegillinn hefur heyrt, að dæmi séu um að skjölum bankanna hafi verið breytt eftir hrun. Eftir á að hyggja náði það ekki nokkurri átt að lykilstarfsmenn bankanna skyldu starfa áfram í nýju bönkunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2011 kl. 03:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er ein sem skiptir allmiklu máli fyrir það mál sem nú er efst á baugi:

DV.is 25.2.2011 - Icesave-féð notað til að endurfjármagna lán 

Þeir tæplega 7 milljarðar evra, meira en 1.000 milljarðar króna á núvirði, sem Landsbanki Íslands safnaði með Icesave-innlánsreikningunum í Bretlandi og Hollandi á árunum 2006 til 2008 fóru að langmestu leyti í að endurfjármagna útistandandi lán Landsbanka Íslands hjá öðrum fjármálastofnunum og fyrir viðskiptavini bankans erlendis samkvæmt heimildum blaðsins.... ... ...

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur endurskoðendaskrifstofan Deloitte í London unnið greiningu á því í hvað Landsbankinn notaði Icesave-peningana. Slitastjórnin hefur ekki viljað greina frá niðurstöðunni sem mun þó í aðalatriðum vera sú sem nefnd er hér að ofan samkvæmt heimildum DV. ... ... ...

Á þjóðin, sem nú fer með löggjafarvald í þessu máli, ekki heimtingu á að fá þessar upplýsingar ómengaðar? Þrátt fyrir opinberar áskoranir neitar slitastjórnin að afhenda gögnin og hefur borið við bankaleynd, sem vekur furðu því þetta er þrotabú en ekki fjármálafyrirtæki með starfsleyfi. Enn meiri furðu vekur sú aðferð til miðlunar upplýsinga, að skammta þeim út í gegnum fréttastofu eins fjölmiðils.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2011 kl. 15:54

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og eitt stk. lögreglumál til að krydda þetta:

DV.is 4.3.2011 Glæpagengi á Íslandi

Samkvæmt leyniskjölum sem DV hefur undir höndum metur lögreglan hættu á því að átökin gætu brotist út á stöðum þar sem almennir borgarar gætu lent á milli.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.3.2011 kl. 00:16

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

RÚV 28.3.2011 - „Bjó ekki yfir trúnaðarupplýsingum“

Um hlutabréf í Glitni sem Bjarni Benediktsson seldi í ásrbyrjun 2008.

"samkvæmt þeim gögnum sem DV hefur undir höndum var það í febrúar "

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2011 kl. 23:40

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is - Leynigögn: Mútur hluti af viðskiptum Róberts og Björgólfs

Í gögnunum um málið sem DV hefur undir höndum segir meðal annars um greiðslurnar: ,,Þetta er það sem við myndum kalla mútur á einföldu máli."

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 17:21

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sunday Mail 24.4.2011 - Council deposits revealed

A secret document obtained by the Sunday Mail reveals the incredible flow of cash from the Borders to Reykjavik.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.4.2011 kl. 16:48

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 26.9.2010 - Voru upplýstir um háalvarlega stöðu

Í minnisblaði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins 1. apríl 2008 er sett fram aðgerðaáætlun... til að bregðast við lausafjárvanda bankanna. Ljóst er af minnisblaðinu, sem DV hefur undir höndum í heild sinni, að þá þegar höfðu starfsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og þriggja ráðuneyta dauðans áhyggjur af stöðu bankanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 16:46

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 6.6.2011 - Baugur stýrði viðræðum um lánamál hjá Landsbankanum

Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölvupóstum um Styrk Invest... sem DV hefur undir höndum

Þetta mál hefur auk þess verið fjallað ítarlega um í Viðskiptablaðinu og af fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 07:58

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 11.6.2011 - Hótelstjórinn tók kúlulán fyrir Sparisjóð Keflavíkur

Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins [um SpKef] sem DV hefur undir höndum...

DV.is 26.6.2011 - Ný gögn sýna enn meira tap Sparisjóðsins í Keflavík 

Drög að ársreikningi Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2010 sem DV hefur undir höndum sýna að tap sjóðsins var um 11 milljarðar árið 2010. 

DV.is 26.6.2011 - Tölvupóstur Einars Arnar til starfsmanna Skeljungs 

...kemur fram í tölvupósti frá forstjóra Skeljungs, Einari Erni Ólafssyni, til starfsmanna olíufélagsins en DV hefur póstinn undir höndum

Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2011 kl. 12:00

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 7.7.2011 Forstjóri Byrs breytti eigin kúluláni eftir hrun

Ragnar Z. Guðjónsson, þáverandi sparisjóðstjóri hjá Byr, lengdi vaxtaafborgun kúluláns sem hann hafði tekið hjá Byr árið 2007 um eitt ár í nóvember 2008, eftir íslenska bankahrunið. Þetta kemur fram í gögnum um skilmálabreytinguna sem DV hefur undir höndum sem og í lánasamningnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.7.2011 kl. 00:39

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 16.7.2011 Samherji átti að eiga 45 prósenta hlut í Stími

Tölvupóstur sem DV hefur undir höndum sýnir hvernig Glitnir kynnti Stím­verkefnið fyrir öðrum fjárfest­um...

Guðmundur Ásgeirsson, 17.7.2011 kl. 17:03

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 21.7.2011 Byr afskrifaði milljarða 2009

Þetta kemur fram í úttekt sem innri endurskoðun Byrs vann fyrir sparisjóðinn árið 2009 og DV hefur undir höndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2011 kl. 11:36

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir 21.7.2011 Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona

Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 02:06

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var virkur í starfi aflandsfélaga | RÚV 17.11.2011

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins(FME), hafði aðkomu að aflandsfélögum Landsbankans samkvæmt gögnum sem Kastljós hefur undir höndum. Hann var virkur í starfi þeirra og undirritaði meðal annars fundargerðir stjórnar og skrifaði undir lánasamninga.

Gögnin sem Kastljós hefur undir höndum eru, samkvæmt þessu, fundargerðir stjórnar LB Holding og lánasamningar félagsins.

1) Hvernig komst Kastljós yfir þessi gögn?

2) Hvaða tilgangi þjónar að halda þeim leyndum áfram, nú þegar hvort sem er hefur verið fjallað um þau opinberlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2011 kl. 00:17

20 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu

... Með öðrum orðum, ekki króna skipti um hendur í peningum þegar bræðurnir fengu lyfjakeðjuna af Milestone. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem unnin var fyrir kröfuhafa Milestone. 

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2011 kl. 20:43

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ánægjulegt tilbreyting. Hér er frumkvæði að birtingu gagna og það kemur ekki frá fjölmiðli heldur fjármálaráðuneytinu:

11.1.2012 Hluthafasamkomulög í tengslum við eignarhald á stóru viðskiptabönkunum þremur | Fjármálaráðuneytið

Sjá 19.10.2011: Guðlaugur Þór | Hluthafasamkomulag bankanna og Byr

Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2012 kl. 18:29

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is 5.2.2012 - Fréttir - FL Group tók Glitni yfir með aðstoð Kaupþings

Kaupþing sölutryggði tæplega 20 prósenta hlut Karls Wernerssonar, Einars Sveinssonar og tengdra aðila í Glitni fyrir rúmlega 80 milljarða króna í apríl 2007. Á þessum tíma áttu þeir samtals um 27 prósenta hlut í bankanum. Afleiðing sölutryggingarsamningsins var sú að fjárfestingarfélagið FL Group, með þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason í broddi fylkingar, náði undirtökunum í Glitni eins og frægt er orðið. Þetta kemur fram í „samningi um sölutryggingu á hlutafé í Glitni“ sem DV hefur undir höndum. Samningurinn er undirritaður af starfsmanni Kaupþings og þeim Karli Wernerssyni og Einari Sveinssyni. 

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2012 kl. 07:27

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“

Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag.

Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2012 kl. 21:29

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DV.is - Svört skýrsla: Lánið til Sævars brot á lánareglum

100 milljóna króna lán Sameinaða lífeyrissjóðsins til hjónanna Sævars Jónssonar og Helgu Daníelsdóttur í Leonard var gagnrýnt harðlega af innri endurskoðanda sjóðsins í skýrslu í nóvember 2009. Þetta kemur fram í skýrslunni en DV hefur hana undir höndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2012 kl. 13:04

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leynigögn sýna spillingu: ÍAV einkavæddir með ríkisábyrgð - DV

...

Yfirlitið er hluti af miklu gagnamagni úr Landsbanka Íslands sem DV hefur undir höndum. Um er að ræða yfirlit yfir allar afskriftir í bankanum á árunum 2003 til 2008, fundargerðir bankaráðsins á sama tíma, fundargerðir áhættunefndar, endurskoðunarnefndar auk yfirlits yfir stærstu áhættuskuldbindingar bankans á tímabilinu. DV mun á næstunni fjalla um þessi gögn með ítarlegum hætti.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2014 kl. 00:36

26 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kaupa upp kröfur LBI - mbl.is

Al­menn­ir kröfu­haf­ar LBI eru í mörg­um til­fell­um þeir hinir sömu og eiga kröf­ur á bú Glitn­is og Kaupþings. Sam­kvæmt kröfu­hafa­skrá LBI, sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, hafa meðal ann­ars vog­un­ar­sjóðirn­ir ACMO, sem er í hópi stærstu kröfu­hafa hinna föllnu bank­anna, og LMN Fin­ance verið að kaupa meira af kröf­um á LBI á liðnu ári. LMN Fin­ance er í eigu stjóðsstýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Dav­idson Kempner, stærsta ein­staka kröfu­hafa Glitn­is.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.5.2014 kl. 00:37

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svona keyptu Ingibjörg og Jón Ásgeir 1.400 milljóna íbúðir - DV

„Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson hyggjast kaupa íbúð (penthouse) á besta stað á Manhattan í New York,“ segir í beiðni frá Ingibjörgu Pálmadóttur og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í beiðni um lán upp á tæplega 1.400 milljónir króna til að kaupa penthouse-íbúð á Manhattan í ársbyrjun 2007. Umsóknin um lánið var tekin fyrir hjá Landsbanka Íslands í ársbyrjun 2007 og var samþykkt. Þetta kemur fram í fundargerð lánanefndar bankans sem DV hefur undir höndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2014 kl. 13:42

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tveir milljarðar afskrifaðir eftir yfirtöku Jóns Ásgeir - DV

Skuldir upp á um tvo milljarða króna voru afskrifaðar hjá fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum eftir kaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á fyrirtækinu síðla árs 2003. Þetta kemur fram í gögnum frá Landsbanka Íslands sem DV hefur undir höndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2014 kl. 15:02

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.dv.is/frettir/2014/6/7/svona-storfudu-hells-angels-islandi-BG1END/

„Það er búið að leita í húsinu okkar,“ skrifar fundarritari Hells Angels-vélhjólasamtakanna í fundargerðabók samtakanna í maí 2010. Í marsmánuði 2011 urðu vélhjólasamtökin MC Iceland (MC prospects of Hells Angels) fullgildir meðlimir í alþjóðlegu vélhjólasamtökunum Hells Angels, eða Vítisenglar. 

DV hefur fundargerðabækur samtakanna á árunum 2010–2012 undir höndum. ...

Nú vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort fréttamenn DV hafi brotist inn hjá Hells Angels eða þessu hafi verið lekið til þeirra frá lögreglunni ?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2014 kl. 12:05

31 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.dv.is/frettir/2015/3/10/recovery-opportunities-thridji-staersti-krofuhafi-glitnis/

Félagið Recovery Opportunities, sem er skráð í Lúxemborg, hefur á undanförnum mánuðum eignast kröfur á Glitni fyrir meira en hundrað milljarða króna að nafnvirði og er í kjölfarið orðið þriðji stærsti kröfuhafi slitabúsins.

Þetta má lesa út úr nýjustu kröfuskrá Glitnis sem DV hefur undir höndum. ...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2015 kl. 10:06

32 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.dv.is/frettir/2015/11/10/burlington-thridji-staersti-krofuhafi-gamla-landsbankans/

Burlington Loan Management, írskt skúffufélag á vegum bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, verður einn stærsti hluthafi eignaumsýslufélags gamla Landsbankans (LBI) eftir staðfestingu nauðasamnings. ...

DV hefur undir höndum lista yfir alla þá kröfuhafa – samtals 1.520 talsins – sem verða hluti af ...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2015 kl. 11:54

33 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.dv.is/frettir/2015/11/13/vedmal-margra-vogunarsjoda-glitni-forgordum/

Fram kemur í skýringarriti til kröfuhafa Glitnis um fyrirhugað nauðasamningsfrumvarp, sem DV hefur undir höndum, að áætlaðar heimtur almennra kröfuhafa verði 31,5% af nafnvirði.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2015 kl. 13:33

34 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptablaðið - Stjórnarmenn Glitnis geta fengið hundruð milljóna í bónus

Stjórnarmenn Glitnis Holdco, sem eru þrír talsins, geta fengið hundruð milljóna króna í bónusgreiðslur frá félaginu eftir því hvernig gengur að innheimta kröfur og greiða þær út til kröfuhafa Glitnis.

Kemur þetta fram í skjali, sem lagt verður fyrir hluthafafund Glitnis Holdco á miðvikudaginn, en skjalið ber heitið Long Term Incentive Plan (LTIP). Skjalið, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, er merkt „confidential“ og er óheimilt að greina frá innihaldi þess.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2016 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband