Bankar þurfa að skila 108 milljarða þýfi

... að kalla endurgreiðslu á hagnaði af glæpastarfsemi "tap" eins og gert er í athugasemdum með frumvarpi viðskiptaráðuneytisins, er einfaldlega staðreyndavilla!
mbl.is 108 milljarða tap banka vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En nú eru þetta nýjir bankar, stofnaðir eftir hrun með nýjum eigendum. Bankar sem keyptu þessi lán af ríkinu. Hafi ríkið verið að selja ólögleg lán, hvert heldur þú að hinir sviknu kaupendur sæki bæturnar fyrir tapið?

sigkja (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Engin af þessum lánum voru veitt eftir að ríkið tók bankana í fangið, þau voru öll veitt af einkareknum fyrirtækjum. Það er því ekki um það að ræða hvort ríkið hafi verið að selja ólögleg lán til neytenda. Hvað varðar tilfærslurnar á milli bankanna þá gilda allt aðrar reglur um slíkt en um neytendalán. Það voru gömlu bankarnir sem gerðu þessa ólöglegu samninga og ollu þannig tjóninu. Lánasöfnin voru flutt yfir í nýju bankana á talsverðum afslætti vegna mikillar óvissu um hversu mikið myndi innheimtast af þeim, ekki síst vegna hugsanlegra leiðréttinga á borð við þessa. Það eru staðfestar heimildir fyrir því að margir bankamenn vissu mætavel um ólögmæti ýmissa gjörninga sem gerðir voru og margir þeirra eru ennþá starfandi í nýju bönkunum. Það hlýtur því að teljast líklegt að þeir hafi gert ráð fyrir svona löguðu við gerð nýju efnahagsreikninganna. Annað væri handvömm.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.11.2010 kl. 23:46

3 identicon

Það má diskussera í kaffitímum og yfir kollu á pöbbnum hvað hver ætti að hafa tekið með í reikninginn og hvaða hugsanir hafi átt að bærast með bankamönnum við kaup lánasafnanna. En lagalega séð var þessum bönkunum seld vara sem síðar kom í ljós að var gölluð. Það er ekki flóknara en það. Restin er bara orðagjálfur, reykur og þvæla sem koma málinu ekkert við.

sigkja (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gölluð vara er ekki það sama og svikin vara, sbr. þegar maður kaupir útlitsgallaðan ísskáp á niðursettu verði. Nýju bankarnir vissu alveg hvað þeir voru að kaupa, það er einmitt þess vegna sem þeir fengu afslátt.

Ástæðan fyrir því að varan er gölluð verður ekki sjálfkrafa sök ríkisins þó það hafi neyðst til þess að leysa upp bankakerfið. Það voru gömlu einkareknu bankarnir sem framleiddu þessar gölluðu vörur, þeir hljóta að vera ábyrgir verka sinna.

Og svo eins og ég var að reyna að benda á í fyrri athugasemdinni, þá eru þessir tveir aðilar í raun þeir sömu, þ.e. gömlu bankarnir og þeir nýju. Þó það hafi verið skipt um kennitölu á rekstri þeirra hér á Íslandi, þá eru þeir reknir í sömu byggingum með sama starfsfólki að gera sömu hlutina. Þó að slatti af hæst settu stjórnendunum hafi verið settir af, þá voru bara aðrir frá næsta þrepi fyrir neðan sem færðust upp í staðinn.

Lagalega eru þetta vissulega sitthvorir aðilarnir og því geri ég mér alveg grein fyrir. En ef það yrði látið reyna á það, til dæmis í dómsmáli, hvort það væri einhvernveginn ríkinu að kenna að nýju bankarnir skuli vera með léleg eignasöfn, þá þyrfti e.t.v. líka að taka tillit þess að það er engum nema ríkinu að þakka að nýju bankarnir skuli yfir höfuð vera til.

Enn fremur, sé um skaðabótaskyldu íslenskra stjórnvalda að ræða fyrir að hafa bjargað fjármálakerfinu á Íslandi fyrir horn, hvort sem það heppnaðist vel eða illa, þá má heldur ekki gleyma hver þau stjórnvöld voru. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, þar áður Framsóknarflokkur ef menn vilja líta lengra aftur. Sá sem var forsætisráðherra þegar hrunið átti sér stað mun bráðum þurfa að svara til ábyrgðar. Persónulega finnst mér að það sama ætti yfir alla að ganga sem kunna að hafa ollið íslenska ríkinu tjóni. Erlendir kröfuhafar eru ekki undanskildir, því þeir hljóta að bera ábyrgð á útlánastefnu sinni.

Reyndar er það líka mín persónulega skoðun að ríkið hefði átt að láta bankahrunið afskiptalaust og nýta þetta gullna tækifæri til að losna endanlega við gömlu bankana frekar en að endurlífga þá. Í stað þess að reyna að endurreisa gamla ósjálfbæra kerfið, hefði átt að kippa því úr sambandi og byggja upp nýtt kerfi frá grunni með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi frekar en gróðahugsjón. Kannski er það útópísk hugmynd, en það er samt það sem ég held að væri réttast og fer ekki ofan af þeirri skoðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2010 kl. 14:33

5 identicon

Ég bara var ekki meðvitaður um þetta sem þú gerir ævinlega ráð fyrir og virðist í flestum tilfellum undirstaða röksemdarfærslu þinnar. Að allir hafi vitað fyrir tveim árum síðan allt það sem nú er vitað. Við hefðum getað sloppið við þúsundir greina, hundruð lögfræðiálita tugi héraðsdóma og tvo eða þrjá hæstaréttardóma hefðum við bara fattað það.

Þú mátt þvæla út í eitt um ísskápa og hvernig þér finnst að eitthvað ætti að vera, hver eigi hverjum greiða að gjalda, hvernig flokkakerfið veiti ríkinu syndaaflausn og hvernig hægt er að kenna einhverjum öðrum um.

En lagalega séð var þessum bönkunum seld vara sem síðar kom í ljós að var gölluð, punktur.

sigkja (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 22:52

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég reyni nú að aðskilja það sem eru eingögnu mínar persónulegu skoðanir frá röksemdafærslunni. Ég get alveg tekið undir að ekki er víst að allir hlutaðeigandi hafi vitað allt sem máli skiptir fyrir tveimur árum síðan. En það sem ég er að meina varðandi gengistryggðu lánin sérstaklega er að Samtök Fjármálafyrirtækju vissu þegar lög um vexti og verðtryggingu voru sett að með þeim væri gengistygging gerð óheimil, þetta er skjalfest staðreynd. Hvort sem nýju bankarnir fengu svikna vöru eins og þú vilt meina sigkja, eða tóku meðvitaða ákvörðun um að kaupa gallaða vöru á afslætti, er ekki aðalatriðið. Það sem ég var hinsvegar að reyna að benda á líka er hver það er sem ber ábyrgð á tjóninu af verknaðinum. Hvað gengistryggðu lánin varðar hljóta það að vera þeir sem gerðu hina ólöglegu samninga: aðallega gömlu bankarnir og dótturfyrirtæki þeirra. Ef nýju bankarnir telja sig hafa keypt svikna vöru, þá ættu þeir e.t.v. að leita réttar síns gagnvart gömlu bönkunum, eða því sem eftir er af þeim. Þetta er auðvitað flókið úrlausnarefni og ég er alls ekki að þykjast búa yfir einhverjum endanlegum sannleik heldur er þetta mitt álit.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2010 kl. 02:09

7 identicon

Það er ekkert flókið að þú sækir bætur til þess sem selur þér gölluðu vöruna, þú átt kröfu á hann og hann síðan á þann sem seldi honum o.s.frv.

Gengistrygging tekur á sig ýmsar myndir, sumar löglegar og aðrar ólöglegar. Og þar til í sumar var línan talin liggja annarstaðar en hæstiréttur dæmdi. Enda þurfti hæstiréttur að fara í minnisblað sem fylgdi með þegar þessi lög höfðu ekki verið samþykkt. Til þess að dæma eftir ætluðum vilja löggjafans því lögin sjálf voru ekki nægilega ljós.

Þeir sem teljast hafa gert hina ólöglegu samninga eru útgefendur. Útgefendur eru þeir sem gefa út skuldabréfið, selja það og greiða síðan skuldina eftir ákvæðum skuldabréfsins. Þess vegna er ekki hægt að kæra neitt fjármálafyrirtæki fyrir þessi ólöglegu skuldabréf, þeir eru bara kaupendur. Sama hversu sanngjarnt og réttlátt fólki kann að þykja það.

sigkja (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 11:49

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigkja: Með því að sýsla við fjármálagjörninga sem starfsleyfi þeirra heimiluðu ekki gerðust þessi fyrirtæki sek um margþætt brot á lögum um fjármálafyrirtæki. Ég hef undir höndum gögn sem sýna þetta skýrt og greinilega, vinsamlegast ekki reyna að halda öðru fram hér. Svo er ekki í öllum tilvikum um að ræða útgefin skuldabréf sem fjármálafyrirtæki "keyptu" af viðskiptavinum sínum, í mörgum tilvikum er um að ræða kaupleigusamninga þar sem neytandi er að "kaupa" eitthvað af eignaleigufyrirtækinu en ekki öfugt. Það þarf tvo til að gera með sér samning, og með því að bjóða fólki að gera slíka samninga voru þessi fyrirtæki að bjóða aðstoð við að fremja lögbrot, og eru þar með að minnsta kosti meðsek um glæpinn. Auk þess beittu þau blekkingum með því að skýra ekki frá því að um væri að ræða ólöglega gjörninga, og gerðust þar með sek um fjársvik (skv. skilgreiningu þess hugtaks).

Að halda því fram að sökin sé einhvernveginn hjá lántakendunum sjálfum er út í hött, því brotavilji þeirra var einfaldlega ekki til staðar. Ég get ekki verið sekur um glæp ef ég þigg í góðri trú tilboð frá starfsleyfis- og eftirlitsskyldu fyrirtæki um viðskipti sem ég má ekki vita betur en að séu lögleg. Tala nú ekki um þegar það var að MÍNU frumkvæði sem ég reyndi að benda starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis á að samningurinn sem við hefðum gert væri ólöglegur, um leið og ég hafði uppgötvað það sjálfur. Enn fremur skoraði ég á þá að gera við mig nýjan samning, en þeir neituðu því staðfastlega. Það þarf ekki að ræða það frekar hver var með brotaviljann í því tilviki, heldur er það kirfilega skjalfest og óumdeilanlegt.

En nú langar mig að spyrja þig að einu "sigkja", sem kýst að koma ekki fram undir fullu nafni: Af hverju er þér svona mikið í mun að verja málstað skipulagðra glæpasamtaka? Ert þú kannski fjársvikari sjálfur, eða finnst þér bara svona gaman að rökræða þetta? Þú ættir a.m.k. að vera búinn að átta þig á því nú þegar hvaða skoðun ég hef og að þú ert ekkert á leiðinni að fara að breyta henni með svona löguðu, frekar en ég þinni að því er virðist.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband