Leynilegur starfshópur um björgun Evrunnar

Wall Street Journal sagði frá því á föstudaginn að haustið 2008 hefði þröngur hópur evrópskra leiðtoga sett á fót leynilegan starfshóp, reyndar svo leynilegan að hann var kallaður "hópurinn sem er ekki til".

Markmið hópsins: að undirbúa áætlun til að afstýra hugsanlegu gjaldþroti einhverra af ríkjunum sextán í evrópska myntabandalaginu.

Þegar Grikkland lenti í skuldavanda ári seinna, hafði þessi starfshópur sem fram að þessu hefur starfað án vitundar almennings, ennþá ekki komið sér saman um aðferðafræði. Í aðdragandum að þeim opinberu rökræðum sem áttu eftir að tefja lausn vandans fram á elleftu stundu, reyndi starfshópurinn að sætta ólík sjónarmið um hvort og hvernig ríki myntbandalagsins ættu að koma einu aðildarríkjanna til bjargar. Svarið fannst hinsvegar aldrei.

WSJ: EU Set a Secret Group to Save the Euro

BRUSSELS—Two months after Lehman Brothers collapsed in the fall of 2008, a small group of European leaders set up a secret task force—one so secret that they dubbed it "the group that doesn't exist."

Its mission: Devise a plan to head off a default by a country in the 16-nation euro zone.

When Greece ran into trouble a year later, the conclave, whose existence has never before been reported, had yet to agree on a strategy. In a prelude to a cantankerous public debate that would later delay Europe's response to the euro-zone debt crisis until the eleventh hour, the task force struggled to surmount broad disagreement over whether and how the euro zone should rescue one of its own. It never found the answer.

A Wall Street Journal investigation, based on dozens of interviews with officials from around the EU, reveals that the divisions that bedeviled the task force pushed the currency union perilously close to collapse. In early May, just hours before Germany and France broke their stalemate and agreed to endorse a trillion-dollar fund to rescue troubled euro-zone members, French Finance Minister Christine Lagarde told her delegation the euro zone was on the verge of breaking apart, according to people familiar with the matter.

The euro zone's near death had stakes for people around the world. A wave of government defaults on Europe's periphery could have triggered a new crisis in the international banking system, with even worse consequences for the global economy than the failure of Lehman.

In March 2009, French Treasury official Xavier Musca was preparing to step down as chairman of the Economic and Financial Committee, an influential body of technocrats who manage EU economic policy. He briefed his successor, Thomas Wieser of Austria, on the duties. At the end of a long list, he added one more. "Incidentally," Mr. Musca said, "there's a group that doesn't exist."

Afgangurinn af þessari frásögn er reyfarakenndur og ég hvet áhugasama til að lesa hana í heild sinni. Sjáum loks myndskeið:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hvað er málið?   Heldur þú að það séu  ekki til hinar og þessar stofnanir, hópar, nefndir og ráð sem fylgist með öllum helstu gjaldmiðlum heimsins?  Mér sýnist eina ástæðan fyrir þessar bloggfærslu vera sú að gera Evruna tortryggilega.  Nú veit ég ekki hvað þú fylgist vel með en Evran hefur verið að styrkjast mikið undanfarnar vikur.  Auðvitað segir það sig sjálft að þegar mörg ríki nota sama gjaldmiðil þá er það flóknara í framkvæmd en ella.  En þið í þjóðrembudeildinni sem er á góðri leið með að stórskaða Íslenskan efnahag  munu aldrei getað séð kosti þess fyrir Ísland að taka upp Evru.  Betiri kjarabót fyrir almenning í landinu væri ekki hægt að fá en þið viljið það ekki.  Það kostar tugi milljarða á ári að halda steindauðri krónunni gangandi í öndurvél.

Óskar, 27.9.2010 kl. 10:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er málið sjálfur? Þetta er athyglisverð grein sem ég ákvað að þýða innganginn á og setja tengil með. Ekkert af innihaldi færslunnar er frá mér komið heldur er um að ræða rannsóknarblaðamennsku Wall Street Journal, mest lesna dagblaðs í heiminum, sem varpar ljósi á tiltekna atburðarás. Því miður fyrir ESB-draumóramenn einkennist sú atburðarás af sundurlyndi og aðgerðaleysi, sem hljómar kannski óþægilega kunnuglega fyrir suma.

"Heldur þú að það séu  ekki til hinar og þessar stofnanir, hópar, nefndir og ráð sem fylgist með öllum helstu gjaldmiðlum heimsins? "

Ég er ágætlega meðvitaður um hin ýmsu samtök, hópa, nefndir og ráð, sem þú myndir vita vel ef þú hefur einhverntíma lesið bloggið mitt áður. Það er hinsvegar óvenjulegt að þröngur hópur áhrifamanna í samtökum sem gefa sig út fyrir að vera "frjáls og lýðræðisleg" stofni leynihópa til að véla um málefni sem hafa úrslitaáhrif á hina aðilana í samtökunum án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Eða kannski er það alls ekkert óvenjulegt, en ef svo er þá er það líka fullkomlega óeðlilegt.

"Mér sýnist eina ástæðan fyrir þessar bloggfærslu vera sú að gera Evruna tortryggilega. "

Evran var tortryggileg fyrir, það þurfti ekki þessa bloggfærslu til þess heldur sáu þeir sem henni ráða um það alveg hjálparlaust. Fyrst þú kýst hinsvegar að lesa út úr þessu einhvern tilgang annan en þann að upplýsa um staðreyndir, spyrðu frekar hver sé þá tilgangur WSJ með fréttinni. Svarið við báðum spurningum hlýtur að vera það sama.

"Nú veit ég ekki hvað þú fylgist vel með en Evran hefur verið að styrkjast mikið undanfarnar vikur."

Ég leyfi mér að fullyrða að ég fylgist betur með en flestir, þakka þér fyrir. Get meðal annars rökstutt það með því að ég hef oftar en einu sinni verið fyrstur til að skrifa hér um ýmis mál sem hafa svo orðið að stórfréttum í fjölmiðlum í kjölfarið. (Ég bíð ennþá eftir að fá senda ávísun fyrir að hafa unnið vinnuna þeirra fyrir þá.)

Svo vil ég benda þér að gengi Evru hefur ekki styrkst heldur veikst um ca. 15% það sem af er þessu ári. (Sjá gengisskráningu seðlabankans.)

"En þið í þjóðrembudeildinni"

Halló góðan daginn! Hvaða deild er það? Og hverjir erum þessir "við" nákvæmlega? Ég get bara svarað fyrir sjálfan mig og minnist þess ekki að hafa tilheyrt slíkri deild. Ég hafna því algjörlega að vera flokkaður í einhvern pappakassa, af einhverjum pappakassa. En hvaða deild ert þú annars í Óskar? Kannski deild þjóðníðinga og föðurlandssvikara? Það myndi ég kannski álykta, en aðeins ef ég væri jafn fordómafullur og þú virðist vera gagnvart þeim sem hafa hugsanlega aðrar skoðanir. Ég vil að allir búi við góð lífskjör sama hverrar þjóðar þeir eru, en það er ekki á ábyrgð neinna annara en Íslendinga að sjá til þess að svo sé á Íslandi. Svo eru þeir líka til sem vilja ekki taka ábyrgð á eigin málum, en ég tel mig ekki í þeim hópi.

"sem er á góðri leið með að stórskaða Íslenskan efnahag"

Ég hélt að bankarnir og sjálfskipaðir "fjármálasnillingar" væru búnir að stórskaða íslenskan efnahag svo gríðarlega að flest annað er eins og skiptimynt í samanburði. Og ég leyfi mér að fullyrða að útrásarvíkingarni svokölluðu eru alls ekki með neina þjóðrembu, heldur þvert á móti bera þeir ekki meiri virðingu fyrir landi sínu og þjóð heldur en svo að þeir eru flestir flúnir til útlanda og skilja eftir sig sviðna jörð í stað þess að axla ábyrgð. Sé þessu beint til mín þá frábið ég mér hinsvegar svona tilhæfulausar ásakanir í minn garð, og skora á þig að sýna fram á það með hvaða hætti ég hafi skaðað íslenskan efnahag eða að öðrum kosti étir þú hattinn þinn.

"munu aldrei getað séð kosti þess fyrir Ísland að taka upp Evru."

Aðrir munu aldrei geta séð galla þess fyrir Ísland að taka upp Evru.

Ég hef hinsvegar aldrei haldið því fram að heimurinn sé svart/hvítur, heldur geri ég mér grein fyrir því að flest hefur bæði kosti og galla í för með sér. Þegar maður myndar sér skoðanir reynir maður svo að vega og meta þessa kosti og galla, en ekki bara halda í blindni með einhverri einni skoðun eins og uppáhalds fótboltaliðinu eða einhverjum af fjórflokkunum.

"Betri kjarabót fyrir almenning í landinu væri ekki hægt að fá en þið viljið það ekki."

Einmitt, ég vil örugglega engar kjarabætur, hvorki fyrir sjálfan mig né aðra! Ef þú hefðir horft á myndbandið sem fylgir fréttinni þá er athyglisverð frásögn þar sem grískur almúgamaður segir frá því hvernig verð á drykkjarvatni rúmlega þrefaldaðist við gjaldmiðlaskiptin. Vatn á flösku sem kostaði 50 drökmur áður kostar nú 50 evrusent sem jafngildir 170 drökmum, en fólk var blekkt með því að þetta er sama talan þrátt fyrir að kaupmáttur hafi í raun verið rýrður umtalsvert. Svipaða sögu hef ég heyrt frá fólki sem ég þekki persónulega í Hollandi um reynslu þeirra af upptöku Evru þar. Þeim sem vilja slíka "kjarabót" er mín vegna velkomið að flytja til einhvers af ríkjunum 16 í evrópska myntbandalaginu, og verði þeim að góðu að borða Euroshopper í öll mál. Ég bíð hinsvegar ennþá eftir haldbærum rökum fyrir því afhverju franskir yfirmenn í evrópskum fílabeinsturni ættu að ráða því hversu mikið ég fæ fyrir launin mín.

"Það kostar tugi milljarða á ári að halda steindauðri krónunni gangandi í öndurvél."

Það kostar þúsundir milljarða á ári að halda steindauðri evrunni gangandi í öndunarvél.

Góðu fréttirnar af krónunni eru hinsvegar þær að Íslendingar hafa það sjálfir í hendi sér að gera þær umbætur á stjórn peningamála sem nauðsynlegar eru til að gjaldmiðillinn þjóni sínum tilgangi sæmilega. Það eina sem þarf er pólitískur vilji og stuðningur almennings við að gera hlutina betur (geri ráð fyrir að flestir séu hlynntir því), og ekkert er því til fyrirstöðu að hefja það verk strax. Við þurfum alls ekki að bíða eftir að eitthvað sem við fáum hvort sem er ekki að vita verði ákveðið af einhverjum leynihópi í útlöndum sem er ekki einu sinni til, og kemur engu í verk vegna innbyrðis sundurlyndis. Ég hef meira að segja sjálfur tekið til óskiptra málanna og hafið þáttöku í hópi sem mun leggja fram tillögur að heilbrigðum úrbótum í peningamálum á Íslandi, við ætlum ekki að bíða aðgerðalaus eftir einhverju frá Brüssel eða Frankfurt sem aldrei verður hvort sem er. Ísland hefur nefninlega aldrei uppfyllt skilyrði evrópska myntbandalagsins og mun ekki gera það í náinni framtíð a.m.k. Svo er þetta sama sagan og með að fá lán í banka, til þess að það sé samþykkt verður maður fyrst að sýna fram á að maður þurfi ekki á því að halda. Skilyrði fyrir upptöku Evru verða heldur ekki uppfyllt fyrr en okkur tekst að koma böndum á efnahagsmálin en þá væru líka engin rök lengur fyrir því að leggja niður sjálfstæðan gjaldmiðil, frekar að aðrar þjóðir sem verr standa myndu óska þess að fá að innleiða krónuna!

Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2010 kl. 11:49

3 identicon

"Ég hafna því algjörlega að vera flokkaður í einhvern pappakassa, af einhverjum pappakassa" Góður.

Alex (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband