Arsmlengdarlögleysa

"...ég er ekki að út­hluta í þessu útboði, það er búið að út­færa þetta í lög­um þannig að þess­ar ákv­arðanir eru all­ar tekn­ar í arms­lengd frá mér.“

Segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra um sölu hluta í Íslandsbanka.

En hvað ætli lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum nr. 155/2012 hafi um þetta að segja? Því er svarað í 2. mgr. 4. gr.:

"Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins."

Engin heimild er í þeim lögum til að framselja þetta ákvörðunarvald ráðherra, hvorki til bankasýslunnar, hvað þá verðbréfafyrirtækja né nokkurs annars aðila.

Með þessum ummælum sínum hefur ráðherra því viðurkennt lögbrot. Það var staðfest með tilkynningu á vef ráðuneytisins síðdegis í gær þar sem segir m.a.:

"Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið."

Vegna valdþurrðar Bankasýslunnar er því greiðasta leiðin út úr þeirri vondu stöðu sem komin er upp að rifta einfaldlega kaupunum og láta þau ganga til baka.

Nema ráðherra sé að segja ósatt til að leyna því að hann hafi sjálfur ákveðið að leyfa ættingjum, samherjum, innherjum og hrunverjum að kaupa í stórum stíl.

Annað af þessu tvennu hlýtur það að vera.


mbl.is Óskadreifing á eignarhaldi bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðum 49 lönd

Í tilvitnaðri frétt segir:

"48 lönd, þar með tal­in Dan­mörk og Finn­land, hafa gerst aðilar að viðbót­ar­bók­un Sameinuðu þjóðanna sem seg­ir að börn eigi rétt á að kvarta til Barna­rétt­ar­nefnd­ar Sameinuðu þjóðanna."

Á næsta ári fjölgar þeim um a.m.k. eitt þegar Ísland bætist (vonandi) við:

Þingsályktun um barnvænt Ísland – framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

6.2. Fullgilding þriðju valfrjálsu bókunarinnar við barnasáttmálann.
6.2.1. Markmið:
    Börn geti leitað til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna með mál sín.
6.2.2. Aðgerð:
    Íslensk stjórnvöld fullgildi þriðju valfrjálsu bókunina og tryggi aðgengi barna að kvörtunarferli barnaréttarnefndarinnar.
6.2.3. Ábyrgð:
    Dómsmálaráðuneyti.
6.2.4. Framkvæmd:
    Dómsmálaráðuneyti.
6.2.5. Tímasetning:
    Fullgildingu verði lokið fyrir árslok 2023.


mbl.is Tillaga um kvörtunarrétt barna kolfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig styðja bankar við heimili?

Fjármálastöðugleikanefnd segir að bankarnir hafi nægt svig­rúm til að styðja við fyr­ir­tæki og heim­ili. Ekki fylgir skýring á því í hverju sá stuðningur gæti verið fólginn.

Staðreyndin er nefninlega sú að bankar gefa heimilum ekkert.

Þvert á móti leggja þeir á þau gjöld og innheimta þau, jafnvel með aðför.

Notkun hugtaksins "stuðningur" í þessu sambandi er því gróf afbökun.

Nýlenska (e. newspeak) líkt og í ritverki Orwells, 1984.


mbl.is Bankarnir hafi svigrúm til að styðja við heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilin eiga inni hjá bönkunum

Tilefni þessara skrifa er hækkun seðlabankans á meginvöxtum sínum um fjórðung úr 1% í 1,25% í gær. Með fréttum af þessu fylgdu aðvaranir um að þetta gæti leitt til hækkunar á vöxtum húsnæðislána með breytilegum vöxtum.

Fjallað var um þetta hér í pistlum 2. september síðastliðinn og 8. apríl síðastliðinn, sem er hér endurbirt með uppfærslum á þeim tölulegu forsendum sem kunna að hafa breyst síðan þá. Efni pistilsins stendur að öðru leyti enn fyrir sínu.

--- Uppfært 26. ágúst 2021

Þegar Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í maí 2019 voru stýrivextir 4,5%. Síðan þá hafa þeir í skrefum verið lækkaðir niður í 0,75%, en hafa nú nýlega hækkað upp í 1,25%. Stýrivextirnir eru því núna 72% lægri en í byrjun vaxtalækkunarferlisins.

Þegar vaxtalækkunarferlið hófst voru lægstu óverðtryggðir vextir íbúðalána hjá bönkunum 6,00% en hafa síðan þá lækkað niður í 3,45%, eða um einungis 42,5%.

Ef óverðtryggðir bankavextir hefðu hins vegar þróast á sama hátt og stýrivextir og lækkað um 72% ættu þeir núna að vera hér um bil 1,7%.

Verðbólga er nú 4,3% þannig að ef verðtryggðir vextir endurspegluðu sama raunvaxtastig og þeir óverðtryggðu ættu vextir verðtryggðra íbúðalána að vera orðnir neikvæðir -0,85%, en eru nú lægstir 1,9% hjá bönkunum.

Samkvæmt þessum forsendum eiga heimilin inni hjá bönkunum enn frekari vaxtalækkanir upp á allt að 1,75 prósentustig. Neytendur hljóta að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau sjái til þess að sú lækkun nái strax fram að ganga til þeirra. Enda er ólíðandi að bankarnir stingi mismuninum í eigin vasa, ekki síst í núverandi árferði.

Heimilin hljóta að eiga réttmæta kröfu um að bankarnir skili þessu svigrúmi sem þeir hafa skapað sér til heimilanna með því að hækka ekki vexti húsnæðislána þrátt fyrir nýjustu vaxtaákvörðun seðlabankans. Þeir hafa feikinóg svigrúm til þess eins og hagnaðartölur þeirra á undanförnum misserum sýna.

Nú reynir á fögur fyrirheit um að sýna "samfélagslega ábyrgð".


mbl.is Hafa áhyggjur af áhrifum á skuldsetningu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingnefndir taka ekki fyrir einstaklingsbundin mál

... hefur margoft verið sagt á fundum slíkra nefnda þegar fulltrúar tiltekinna hagsmuna hafa komið á fundi hinna ýmsu þingnefnda.

Ef með þessu tiltekna máli verður brotið eitthvað blað í þessum efnum væri það því nýmæli. Jafnframt yrði að telja það fordæmisgefandi fyrir aðra almenna borgara sem vilja leita áheyrnar þingnefnda um sín einstaklingsbundnu mál.

Munum eftir jafnræðisreglunni.


mbl.is Krefst þess að velferðarnefnd grípi inn í málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér að fullu!

Ing­ólfur Bend­er, aðal­hag­fræðingur Sam­taka iðnaðar­ins, fullyrðir í ViðskiptaMogganum í dag að "Vaxta­lækk­an­ir Seðlabank­ans virðast hafa skilað sér til heim­ila að mestu...". Þetta er kolröng staðhæfing því vaxtalækkanir seðlabankans hafa ekki...

Sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða

...er sagt þurfa að tryggja betur. Seðlabankinn hyggst kalla eftir lagabreytingum þess efnis. Góðu fréttirnar eru að slíkt mál hefur þegar verið lagt fram á Alþingi og er ekkert að vanbúnaði að samþykkja það. Tillaga til þingsályktunar um aukið lýðræði...

Vaxtalækkanir skila sér seint og illa

Þegar Seðlabanki Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í maí 2019 voru stýrivextir 4,50%. Síðan þá hafa þeir í skrefum verið lækkaðir niður í 1,75%, eða um 61%. Þegar vaxtalækkunarferlið hófst voru lægstu óverðtryggðir vextir íbúðalána hjá bönkunum 6,00%...

Bjarni fer með kolrangt mál - er hann með óráði?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í morgun: "Ég vek athygli á því að eftir yfirlýsingu Seðlabankans frá því í morgun hafa vextir á verðtryggðum lánum fallið niður í 0%, ekki bara til skamms tíma heldur allt...

Ekki minnst einu orði á heimilin

Hagsmunasamtök heimilanna sendu í dag frá sér svofellda yfirlýsingu. --- Viðspyrnu er þörf – fyrir hagkerfið og heimilin Í gær kynnti Ríkisstjórn Íslands „Viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf“ vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa...

Ríkisábyrgð á bönkum má aldrei í lög leiða

Það er hughreystandi að sjá yfirlýsingar Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra um að hann hafi komið því skýrt á framfæri að Ísland samþykki ekki ríkisábyrgð á innstæðum í bönkum. Slíkri ríkisábyrgð hefur í tvígang verið hafnað af Íslendingum í...

Bretland ekki fyrst til að ganga úr ESB

Fullyrt er í meðfylgjandi frétt að Bret­land verði fyrsta ríkið sem geng­ur úr Evrópusambandinu, 31. janú­ar næst­kom­andi. Þetta er rangt því áður hafa tvö ríki og eitt sjálfsstjórnarsvæði gengið úr Evrópusambandinu, en þau eru: Alsír (1962) sem var...

Geimveðurfar

"Okk­ur til mik­ill­ar undr­un­ar höf­um við á nálg­un fars­ins að sólu greint um­fangs­mikla hverfistrauma, jafn­vel 10 til 20 sinn­um stærri en stöðluð reiknilíkön fyr­ir sól­ina gera ráð fyr­ir. Inn í dæmið vant­ar því eitt­hvert grund­vall­ar­atriði...

Opnar alls ekki fyrir Uber

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp til nýrra laga um leigubifreiðaakstur. Með frumvarpinu er brugðist við tilmælum frá Eftirlitsstofnun EFTA, sem telur líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar feli í sér...

Frekar á svartan lista

Fjármálalíf landsins nötrar nú og skelfur yfir meintri "hættu" af því að íslensku bankarnir lendi á svokölluðum "gráum lista" vegna skorts á vörnum gegn peningaþvætti. „Við eigum ekkert heima á þessum gráa lista,“ segir Þórdís Kolbrún...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband