Góður díll eða slæmur brandari?

Fyrr má nú vera hvað allt er orðið öfugsnúið í þessu vesalings þjóðfélagi. Nú þykjast menn geta lækkað IceSave reikninginn um "nokkra tugi" milljarða með því að greiða 185 milljarða til Seðlabanka Evrópu. Engum sem lokið hefur grunnskólaprófi ætti samt að dyljast hvor talan er stærri: "tugir" eða 185. Nema kannski þeir sem hafa að auki framhaldsmenntun í flugeldahagfræði? Samt sem áður er þetta kynnt sem "góður díll" fyrir Ísland. Þegar svona hagspeki er annars vegar þá spyr maður óhjákvæmilega í hvaða bréfaskóla þessir menn fengu prófskírteinin!?

Seðlabanki hertogadæmisins Luxembourg er auk þess sagður vera stærsti erlendi eigandi skuldabréfa í krónum, en "Yfirvöld hér mega ekki til þess hugsa að skuldabréfin ... fari á markað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar." Stöldrum nú aðeins við: skuldabréfin eru verðlögð í krónum sem þýðir að ef þau færu á almennan markað og kaupandi fyndist þá þyrfti hann fyrst að kaupa íslenskar krónur til að geta svo greitt fyrir bréfin, og þannig myndi eftirspurn eftir krónum aukast tímabundið sem við flestar kringumstæður veldur gengishækkun en ekki lækkun.

Svo er talað um að Seðlabanki Íslands muni ef til vill greiða fyrir þetta með skuldabréfi verðlögðu í Evrum. Já, Seðlabanki Íslands ætlar að kaupa krónur fyrir Evrur, sem er eins tilgangslaust og hugsast getur því hann gæti allt eins "prentað" sömu upphæð í krónum nánast ókeypis. Okkur vantar hinsvegar sárlega  Evrur því þær megum við ekki prenta!

Annaðhvort er þetta lélegur brandari eða það er hreinlega verið að láta reyna á það hversu mikið er hægt að plata okkur. Mig grunar samt, og það skín allsstaðar í gegn, að eitthvað meira liggi þarna að baki en sagt er í fréttinni. Ætli þetta sé kannski lausnargjald fyrir útrásargóss í eigu fárra útvalinna?

BRANDARI #1: Hafiði heyrt um hagfræðinginn sem fór í matvöruverslun nýlega? Hann borgaði 185 krónur fyrir mjólkurlítrann gegn því að fá gefins innkaupapoka sem venjulega kosta "nokkra tugi" króna. Svo fór hann heim og reyndi að sannfæra konuna sína um að hann hefði þrátt fyrir allt gert góð kaup því hann staðgreiddi ekki vörurnar heldur tók myntkörfulán fyrir þeim!

BRANDARI #2: Vitiði afhverju Latibær er á leiðinni á hausinn? Það er af því að þeir réðu til sín flugeldahagfræðing sem taldi öllum trú um að skynsamleg leið til endurfjármögnnar væri að kaupa allt ónotað upplag fyrri ára af Latabæjarpeningum, á genginu milljón alvöru krónur fyrir hvert lató. Með því að tæma markaðinn af latópeningum verði eftirspurnin (næstum engin) hlutfallslega svo miklu meiri en framboðið (alls ekkert!) að verðmæti seðlanna muni rjúka upp úr öllu valdi,. Fyrirtækið verði því á grænni grein svo lengi sem það liggi á þessum sneplum eins og ormur á gulli, og geri upp reikningana í (p)lató í stað ISK. Verðmætasköpun komi málinu hinsvegar ekkert við enda sé þetta skotheld hagfræði!

BRANDARI #3:

  • Nemandi: "Hvernig stigbreytist orðið vitleysa?"
  • Kennarinn: "Vitleysa; tómt kjaftæði; hagfræði."
---

Svona er Ísland í dag, allt á hausnum og snýr þar af leiðandi öfugt!

Í næsta þætti: hvítt verður svart, og tap mun framvegis verða kallað hagnaður.


mbl.is Icesave-skuldbindingar gætu lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, æ.   Ég held satt að segja að þér sé ekki sjálfarátt.

Má ég líka baaenda þér á, að nafnorð(vitleysa) stigbreytast ekki.

Kveðja,

Krjóh

Kristinn V. (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hey, það er nú föstudagskvöld!

Og ég veit alveg að nafnorð stigbreytast ekki, en að þú skyldir setja fram leiðréttingu bendir nú til þess að þú hafir kannski ekki fattað brandarann...

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu nokkuð hagfræðingur Kristinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Guðmundur – verulega góður! Svona á að taka þetta lið á háðinu.

Annars er það hreint ótrúlegt sem þú ert að upplýsa mig hérna betur um, þessi mokstur á evrum í Seðlabanka Evrópu!!! Er þetta kannski partur af afgangseyrinum – og "tugirnir" af milljörðum svo dæmi upp á "örlæti" Brusselbossanna í ölmusugjöfunum.

Það er að vísu sagt, að Steingrímur kunni ekkert á tölur – og að þess vegna treysti hann Indriða í einu og öllu, en Indriði hefur gert margar skyssurnar, en kannski ennþá alvarlegra ef og þegar hann vinnur að einhverju markmiði eins og að troða Íslandi í Evrópuyfirráðabandalagið. Hvernig á Steingrímur með alla sína jarðfræði að fatta það, hvað undir býr hjá karlinum? Ég er ekki viss um að hann þekki moldvörpu þegar hann horfir framan í hana.

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 01:48

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég þakka hvatninguna Jón Valur.

Ef við tökum þessar getgátur sem koma fram í fréttinni með í reikninginn, þá hleypur áætlaður kostnaður skattgreiðenda vegna Landsbankans upp í eftirfarandi summu:

Kostnaður vegna yfirtöku NBI hf:

  •     348 til 410 milljarðar + vextir og gengisáhætta af 260 milljörðum

Kostnaður vegna IceSave ríkisábyrgðar:

  •     80 milljarðar - "tugmilljarða" endurheimtur frá Lux = 0 ?

     (Gerum hér ráð fyrir að "tugirnir" frá Lux verði átta, sem er bjartsýni!)

"Lausnargjald" fyrir jöklabréf Seðlabankans í Luxembourg:
  •     185 milljarðar + vextir og gengisáhætta EUR

Tap vegna endurhverfra viðskipta Seðlabanka Íslands:

  •     80 milljarðar

Samtals: 613 til 675 milljarðar + vextir vegna yfirtöku Landsbankans

Þetta er hækkun um 105 milljarða frá síðasta mati, eða sem nemur mismuninum á lausnargjaldi jöklabréfa og áætluðum endurheimtum frá Lux. Athygli vekur að fjárhæðin er nánast sú sama og í allra fyrstu var giskað á að IceSave reikningurinn myndi nema, eða 650 milljarðar.

Þegar upp er staðið frá þessu munu núverandi þingmenn geta barið sér glaðhlakkalegir á brjóst og minnt á það við hvert tilefni að IceSave reikningurinn hafi á endanum orðið núll krónur. Ég lít þess vegna svo á að það sé afar mikilvægt að skrásetja hér og sem víðast hvernig þessi "glæsilega" niðurstaða var fengin með einhverjum stærstu bókhaldsbrellum Íslandssögunnar, en á endanum virðist samt eiga að senda reikninginn óskiptan til skattgreiðenda, bara með örlítið breyttri sundurliðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2009 kl. 03:13

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Guðmundur, þessa ýtarlegu viðbót þína.

En nú ber Icesave-ráðamönnum að gera yfirbót sína!

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband