Framkvæmdastjóri SI stofnar "Já hreyfingu"

Ég vil vekja athygli á pistli mínum frá í gær þar sem fjallað er um svokallaða "Já hreyfingu" sambandssinna, sem nýlega var stofnuð af engum öðrum en framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Merkilegur er sá útúrsnúningur sem felst í heitinu "Þjóð meðal þjóða" á samtökum sem stefna að því að gera landið að útnárahreppi í evrópsku stórríki.

Það eru 193 fullvalda þjóðríki á jörðinni, en aðeins 27 í Evrópusambandinu sem verða bráðum eitt. Ef við viljum sannarlega vera þjóð meðal þjóða er það eingöngu hægt með því að við ráðum sjálf samskiptum okkar við hin 166 ríkin, en ekki með því að afsala stjórn utanríkismála til útlendinga.

Áfram Ísland! - ESB sendi-herrann til baka heim til Finnlands!


mbl.is Sendiherra ESB á Íslandi kemur í byrjun árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Össur búinn að falbjóða land og þjóð? Ef svo er þá er hann búinn að senda fyrsta neistann að miklu ófriðarbáli.

axel (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband