"Norðurbandalag" er góð hugmynd

Á norsku vefsíðunni opprop.no hefur verið stofnaður undirskriftalisti þar sem lagt er til að Íslendingar og Norðmenn myndi með sér bandalag. Þetta er prýðileg hugmynd því þjóðirnar við N-Atlantshaf eiga margt sameiginlegt og hafa að miklu leyti svipaðra hagsmuna að gæta. Bandalag sem þetta gæti myndað öflugt mótvægi við þá þá samþjöppun valds sem á sér stað á meginlandinu undir merkjum Evrópusambandsins, og virkað sem mótstöðuafl gegn ásælni ESB-ríkjanna á norðurslóðum. Þannig mætti standa vörð um sameiginlega hagsmuni á norðursvæðinu á borð við fiskimiðin, náttúruauðlindir á hafsbotni (t.d. olíu), og ekki síst aðgengi að norðurskautinu sem mun á komandi árum verða sífellt mikilvægara.

Lengi hafa verið uppi hugmyndir af þessu tagi, um "Norðurbandalag" milli Íslands, Grænlands og Færeyja, en með aðkomu Noregs gæti slíkt bandalag orðið nógu öflugt til að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Yrði þetta að veruleika eru auk þess allar líkur á að það myndi líka efla fullveldisbaráttuna í Skotlandi, en þar í landi er nú þegar yfir 40% stuðningur við að segja skilið við Bretland og lýsa yfir sjálfstæði. Rökrétt skref í framhaldi af því yrði svo að ganga til liðs við hið nýja Norðurbandalag.

Íslenskir fullveldissinnar hafa almennt verið mun hrifnari af þessari hugmynd en aðild Íslands en ESB, þ.m.t. undirritaður og því fagna ég þessu framtaki. Þegar þetta er skrifað hafa 480 manns skrifað undir, þar af yfir 200 bara á síðustu klukkustund. Ég hvet alla þá sem eru hlynntir fjölþjóðlegu samstarfi án ESB-aðildar að skrifa undir.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skúli Guðbjarnarson hefur lagt til nafnið "Atlantis" á þetta bandalag, sem er auðvitað bara tær snilld! Ég þakka honum fyrir hugmyndina.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki galið, en yrðum við ekki bara afætur ?

Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég er ekki hrifinn af ríkjabandalagi tveggja ríkja, en það er sjálfsagt að halda þessum möguleika opnum þar til Færeyingar, Grænlendingar og helst líka Skotar hafa öðlast sjálfstæði, og þá verður að passa upp á að samvinnan fari ekki umfram það eins og hún var í ESB fyrir tíma Maastricht.  Jafnvel væri hægt að bjóða Írum þáttöku.

En ef ríkin eru bara tvö þá segi ég: Nei takk.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hví ekki....má ekki leyfa Kanada að vera með líka ?.....

Haraldur Baldursson, 19.8.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

"Atlantis" vs. ESB (án Íra og Skota):

atlantis-eu.png

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég er sammála Axel en finnst að Kanada ætti vel heima í þessum hóp.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.8.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er líka sammála því að Kanada ætti vel heima í þessum hópi. Það er hinsvegar bara spurning hvort það sé raunhæft að þeir kljúfi sig þannig frá engilsaxneska heimsveldinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Íbúafjöldi þessarra ríkja:

  • Ísland:  320.000
  • Grænland:  58.000
  • Færeyjar:  49.000
  • Noregur:  4.832.000
  • Skotland:  5.170.000
  • Írland:  5.980.000
  • Kanada:  33.750.000
Ef Kanada væri með í svona bandalagi hefðu þeir yfir 60% íbúafjöldans.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.8.2009 kl. 23:30

9 identicon

Þetta gæti orðið eins og þegar Austur Þýskaland og Vestur Þýskaland þegar þeit sameinuðust ! :)

Við eigum meira að segja skjaldamerki sem að Norski Konungurinn Hákon Hákonarsson gaf okkur 1258

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Iceland_COA_13th_century.png

Ragnar (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:03

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Afhverju ætti Canada heima í þessum hópi ?  þeir eiga afskaplega fátt sameiginlegt með okkur eða norðmönnum.. og eru amerískari en bandaríkjamenn.

Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 01:16

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru bæði rök með og á móti því að Vestur-Ísland (Kanada) yrði hluti af Atlantis. Ég held að það sé samt óþarfi að velta sér mikið upp úr því vegna þess að ef maður lítur á það raunhæft þá eru sennilega meiri líkur á því að þeim verði steypt saman við N-Ameríkuríkubandalagið, ef það er þá ekki bara búið að ákveða það nú þegar. Calderon, Harper og Obama voru nýlega að funda, það er aldrei að vita hvað þeir voru að bralla saman...

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 01:44

12 identicon

Komið þið sælir; Guðmundur síðuhafi - og aðrir !

Fyrir; nargt löngu, reyfaði ég þessa hugmynd, Guðmundur minn - við ærið misjafnar undirtektir mis gáfaðra Íslendinga.

Þar sló ég saman : Kanada - Grænlandi - Íslandi  - Færeyjum - Noregi og Rússlandi, sem öflugu mótvægi, við stórveldum HeimsKapítalismans, ESB og Bandaríkjunum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:48

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið Óskar Helgi.

Því miður á ég erfitt með að sjá Rússland og Kanada saman í bandalagi, til þessu eru þetta of ólíkar þjóðir. Svo er Rússland svo stórt og fjölmennt að það væri hætta á að það yrði yfirgnæfandi í samanburði við hin ríkin í bandalaginu, alveg eins og var í gömlu Sovétríkjunum. Ég hef samt ekkert á móti Rússum, held bara að þeir muni spjara sig ágætlega á eigin spýtur.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 01:53

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú svarar ekki spurningu minni Guðmundur.

Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 02:10

15 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Guðmundur !

Ekkert skyldum við útiloka þó. ESB mun reyna; með dyggri aðstoð þræla sinna, nr. 1 - Dana; að sölsa undir sig stóran hluta Norðurpólsins, í krafti yfirráða mygluðu mjölsalanna (Dana), yfir Grænlandi og Færeyjum.

Frelsa þarf; Grænland og Færeyjar, sem allra fyrst, undan okki flatlendingannna, við Eyrarsund.

Með beztu kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 02:12

16 identicon

"Afhverju ætti Canada heima í þessum hópi ? þeir eiga afskaplega fátt sameiginlegt með okkur eða norðmönnum.. og eru amerískari en bandaríkjamenn." Óskar Þ

í sjálfu sér áhugaverð spurning, afhverju Kanada í þessum hóp. ÉG legg til sem dæmi að þeir eigi heima í þessum hóp vegna þeirrar þróunnar sem fyrirséð er í "geopólítíkinni" í heimsmálunum á næstunni, og vísa þá í opnun hafsvæðisins norðan við Kanada og svo baráttunar um Pólinn og nálæg svæði (auðlindir).....

Norðmenn, Grænlendingar og Kanada, ásamt Rússum, eru lykilaðilar í þessari baráttu, sem mun þýða, ásamt opnun siglingarleiða norður fyrir Kanada, að hafsvæðið í kring um Ísland er aftur að verða meiriháttar mál sem tengir hagsmuni þessara þjóða saman.

Þ.e.a.s. lega landanna og sameiginlegir hagsmunir mun geta sett þessi lönd saman í hóp. Skotland og hin Norðurlöndin mundu svo passa vel í þennan hóp.

Ég set stórt spurningarmerki við þá fullyrðingu að Kanadamenn eigi fátt sameiginlegt með okkur, og svo að þeir séu amerískari en Bandaríkjamenn. Þetta geri ég m.a. eftir að hafa búið í Kanada í 3 ár.

Kanada hefur lengi skorið sig frá USA með velferðarkerfi og öðrum hugsjónum sem minna mjög á okkar "norrænu" hugsjónir og kerfi. Almenningur í Kanada er þannig að mínu mati mjög sambærilegur við bæði okkur og svo frændur okkar í Skandinavíu. Einhver fullyrti við mig um daginn að Kanadamenn og Svíar séu sami pakkinn, en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það.....

Hinsvegar, þá verður að viðurkennast að núverandi stjórnvöld í Kanada eru að mörgu leiti amerískari en stjórnvöldin í USA, en það þarf nú ekki að vara að eilífu.....Harper og félagar eru mjög óvinsælir og hafa rétt svo náð að viðhalda völdum með brellum.

Og svo er nú spurning hvort Kanadamenn muni viðhalda sérstöðu sinni, því eins og Guðmundur bendir á þá vofir yfir Ameríkunni Ríkjabandalag með löndunum 3, og þáttur í þeirri þróun hefir jú vissulega legið í því að samræma stjórnvöldin í Kanada við USA.........ýmist í óþökk almennings í Kanada eða án vitundar almennings.

Kanada gæti því átt vel heima í lauslegu bandalagi með "okkar" þjóðum. En það mun ekki gerast ef sömu öfl ráða áfram ríkjum í Kanada. Kanada stefnir því miður í samræmingu við USA. En opin umræða gæti að sjálfsögðu breytt því....

En miðað við ástand fjölmiðla, hér sem og í Kanada, þá er nú lítil "hætta" á slíkri umræðu.

magus (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 03:14

17 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kanada mætti fljóta með sökum þess (eins og magus bendir á) að velferðakerfi þeirra er ekki langt frá okkar....en mest vega þó hagsmunir Norður-Atlandshafsins. Með Íslandi, Grænlandi, Noregi og Kanada, væru norður-svæðin umkringd. Aðrir áhugsamir aðilar eins og USA og Rússland hefðu þá sterkan mótherja gegn sér við samningaborðið.

En þáttaka Kanada er ekkert trúarlegt atriði. Það má vel byrja án þeirra og meta þá þörf síðar. Í það minnsta ætti þáttaka þeirra ekki að spilla umræðunni.

Haraldur Baldursson, 20.8.2009 kl. 08:06

18 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég setti upp pælingarnar varðandi bandalög heimsins upp í leik á bloggsíðunni minni.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 09:20

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirgefðu Óskar að ég skyldi ekki svara þér nógu vel. Það eru bæði rök með og á móti þáttöku Kanada.

Rökin með eru vegna hnattstöðu og nálægð við norðurskautið. Einnig er margt menningarlega svipað, frumbyggjar í Kanada eru náskyldir fumbyggjum á Grænlandi, og í Kanada eru heilu byggðirnar sem eiga sér íslenskan uppruna. Rökin á móti eru fyrst og fremst þau sem Axel bendir á, að Kanada er miklu fjölmennara en hin ríkin og gæti því orðið yfirgnæfandi.

Ég held að þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að velta mikið fyrir sér, því líklegra hlýtur að teljast að Kanada haldi áfram í því samvinnuferli sem kennt er við N-Ameríku.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 12:05

20 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bandalög geta verið með mismunandi sniði. ESB gengur mun lengra en Nafta.

Hvernig mætti Norður-Bandalag sem þetta verða ?

  • sameiginleg öryggismál...í það minnsta í landhelgisgæslu
  • fríverslun...

meira það það eginlega ekki að vera....en margt annað kæmi til greina

  • sameiginlegar sjávarrannsóknir
  • sameiginleg þróunarstefna/sjóðir
  • aukið ferðafrelsi innan bandalagsmarkanna
  • sameiginlegt knattspyrnulandslið
  • sameiginleg mynt (?)
  • menningarsamstarf
  • háskólasamstarf
  • :

Haraldur Baldursson, 20.8.2009 kl. 12:35

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spámaðurinn Nostradamus spáði því að þriðja heimsstyrjöldin myndi skella á um þetta leyti í mannkynssögunni, en að henni muni ljúka óvænt með stofnun bandalags á norðurslóðum:

When those of the Northern Pole are united,
In the East will be great fear and dread... 

Ég er ekki það vel að mér um spádóma Nostradamusar að ég treysti mér til að fara út í túlkun á þessu, en gaman væri ef einhver fróðari myndi koma með athugasemdir um þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 12:47

22 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Norðurbandalagið með Noregi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Kanada. Sammála Haraldi um málin en ég á eftir að skoða betur.

Varðandi Kanada þá væri hægt að eyða rökunum með jöfnuði á milli landana. Síðan eru eiginlega miklu fleiri íbúar í Noregi heldur en Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Svo rökin sem eru á móti Kananda eru því veikari.

Ég held að vel væri hægt að ræða við Kanada um flest þessara eins og tildæmis fríverslunina tildæmis.

Guðni Karl Harðarson, 20.8.2009 kl. 13:07

23 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það sem ég hef á móti Canada er ekki mikið.. helst það að þeir eru ekki hér á norðurslóð beint.. heldur vestan við Grænland og að alaska.. sem sagt íshafið fyrir norðan Canda.. það svæði á kannski eftir einhyverja áratugi að verða skipbengt venjulegum skipum allan ársins hring.. en þangað til þá er ég ekki beint að sjá neina ástæðu þess að hafa þá með..

Fyrsta og augljósasta skrefið væru viðræður við norðemnn.. ef það tækist þá er auðveldara að bæta færeyjum og Grænlandi við.. þegar svoleiðis samband er komið á laggirnar þá er spurning hvað Canadamenn vilja gera sjálfir og að maður tali nú ekki um rússana.. 

Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 13:13

24 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Mér fyndist nú ástæða til að hafa frekar hinar norðurlandaþjóðirnar með í þessu bandalagi, finna, dani og svía.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 20.8.2009 kl. 13:17

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hinar norðurlandaþjóðirnar ættu hugsanlega heima í svona samstarfi, bara ef þeir væru ekki nú þegar í ESB. Ef þetta yrði að veruleika væri að mínu mati eðlilegt að taka það til athugunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 13:19

26 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sammála Eðvarð ef þær þjóðir gengju úr ESB! En ég tel svona bandalag vera hugsað fyrir þjóðir sem hafa engan áhuga á inngöngu eða veru í ESB.

Guðni Karl Harðarson, 20.8.2009 kl. 13:20

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Finnar svíar og danir hafa akkurat ekkert inn í svona bandalag að gera beint eða óbeint enda hafa þau ekki aðgang að Atlantshafinu.

Þetta snýst fyrst og fremst um ísland og noreg og hverjir væri góðir bandamenn okkar... 

Óskar Þorkelsson, 20.8.2009 kl. 13:42

28 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ísland, Noregur, Írland, sjálfstætt Skotland, sjálfstætt Grænland og sjálfstæðar Færeyjar...

Axel Þór Kolbeinsson, 20.8.2009 kl. 14:04

29 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála Axel, svo mætti e.t.v. skoða Kanada seinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 14:58

30 Smámynd: Haraldur Baldursson

Nú lýst mér vel á þig Axel :-) Frelsa skotana og írana....

Haraldur Baldursson, 20.8.2009 kl. 15:28

31 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég smellti fram svipaðri hugmynd fram um daginn, þeas Ísland, Grænland og Noregur en gleymdi frændum okkur Færeyingum og auðvitað eru þeir velkomnir, ástæðan fyrir því að við myndum stofna þetta bandalag var vegna þess að siglingarleiðir fara að opnast og það er ekkert smá stórt vogarafl í samningum, svo ég tali nú ekki um allan fiskinn og olíuna og Atlantis er prýðis nafn, ESB hvað ? pifft, þeir koma skríðandi yfir til okkar.

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 04:31

32 Smámynd: Sævar Einarsson

Og það væri ekkert svona geðveikisbákn eins og ESB, ég meina vá ! hafið þið séð aðsetur ESB ? hvað ætli það kosti að reka þetta bákn ?

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 04:36

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vá ! hafið þið séð aðsetur ESB ? hvað ætli það kosti að reka þetta bákn ?

Hlutfallslega örugglega minna heldur en að reka íslenska báknið..

annars er báknið í Washington mun stærra en þetta ESB kofa ræksni í BRussel ;)

Svona upphrópanir þjóna engum tilgangi

Óskar Þorkelsson, 21.8.2009 kl. 09:56

34 Smámynd: Sævar Einarsson

Bákn er það engu að síður Óskar, ekki satt ? og já miðað við höfðatölu held ég að Íslenska báknið sé það stærsta og mesta í heimi, sammála þér með það, það vilja allir sem nenna ekki að gera neitt að komast að kjötkötlum ríkisins og verða svo áskrifendur af sínum launum fyrir að gera sem minnst og benda á aðra og fyrra sig allri ábyrgð.

Sævar Einarsson, 21.8.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband