Stórasta myntkörfulán í heimi

Eins og margir málsmetandi aðilar hafa réttilega vakið athygli á þá getum við ekki prentað erlendan gjaldeyri til að borga IceSave skuldbindingar. Alveg sama hvað hvað við þenjum íslenskt efnahagslíf mikið út, þá er greiðslugeta okkar í erlendum gjaldmiðli takmörkuð af útflutningsverðmætum þegar öllu er á botninn hvolft. IceSave samningurinn hljóðar í raun og veru upp á stærsta myntkörfulán Íslandssögunnar, auk þess að hafa yfirbragð kúluláns líka, en vextina á svo að borga með yfirdrætti eða velta þeim áfram með nýrri lántöku. Ætlar þessi þjóð aldrei að læra af reynslunni? Maður læknar ekki sjúkling af eitrun með því að gefa honum meira af eitrinu, heldur mun það drepa hann!


mbl.is Getum ekki prentað gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétt hjá þér, Guðmundur, og ótrúlegt er, að við erum með viðskiptaráðherra sem virðist ekki kunna að reikna! Er hann þó akademíker úr háskólanum, en hefur einhvers staðar á leiðinni flækt sig í sínum eigin formúlum. Hann gefur sér t.d., að við færum strax að fá greitt úr eignasafni Landsbankans í Bretlandi upp í Icesave-reikninginn, þótt ljóst sé, að það dragist, og þótt ennfremur sé ljóst, að Svavarsnefndin samdi af sér, þegar hún leyfði Bretunum að gera innistæður sem fóru YFIR 20.887€ líka að forgangskröfum í þrotabúið, en það rýrir um næstum helming forgangshlut okkar. Og svo gefur Gylfi sér, að vextirnir af öllu saman yrðu aðeins um 1 milljarður evra (175 mrð.kr. á núverandi gengi), þegar í raun er gert ráð fyrir, að þeir yrðu a.m.k. 230 milljarðar kr. og jafnvel allt að 300 morðkrónur (sem er mitt nýyrði um þessa fjárhæð, brúkist alveg sérstaklega þegar peningar eru píndir undan nöglunum á okkur af gömlum nýlenduveldum og þrælapískurum).

Þá er alveg ljóst, að Gylfi Magnússon tekur vitlausan pól í hæðina, þegar hann gefur sér 4,2% árlega aukningu gjaldeyristekna hér, með þá "röksemd" í bakhendinni, að hún hafi verið 8,4% á vissu tímabili á síðustu árum. En mikið af því kom til af stórauknum álútflutningi, og nú er ekki við neinni viðlíka aukningu að búast næstu 10 árin.

Svo bregzt honum alveg bogalistin í reikningskúnstunum, þegar hann miðar Icesave-afborganirnar (samkvæmt Svavars-aulapappírnum) við ÚTFLUTNINGSTEKJUR okkar (og með 33,6% raunaukningu á 7 árum skv. framangreindu um 4,2 prósentin)! – í stað þess, að hann hefði átt að 1) láta sér nægja að að miða við jákvæðan viðskiptajöfnuð á þeim árum (sem hefur aðeins einu sinni síðan 1994 farið fram yfir 20 milljarða yfir árið) og 2) finna út, hve mikinn hlut í þeim gjaldeyrisafgangi RÍKIÐ sjálft geti ætlað sér, því að þarna er reyndar að mestu um tekjur einkaaðila að ræða!

Já, það er slæmt að vera með viðskiptaráðherra sem kann ekki að reikna! Svo sætum við uppi – ef við erum nógu vitlaus til að fara að ráðum þessa Gylfa – með "stærsta myntkörfulán Íslandssögunnar," eins og þú segir, Guðmundur, og "vextina á svo að borga með yfirdrætti eða velta þeim áfram með nýrri lántöku." – Ef slík er í raun afleiðingin af því að hlíta ráðgjöf þessa manns vestan af Melum, fer mig að gruna, að það sé jafnvel skárra að hafa BA-mann í heimspeki í þessu embætti heldur en "fagmanninn" Gylfa.

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 03:05

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er ekki einu sinni gert ráð fyrir að vinnandi fólki fækki á Íslandi. 

Björn Heiðdal, 4.7.2009 kl. 11:40

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, hann tekur ekkert inn í reikninga sína minnkandi skatttekjur af völdum atvinnuleysis og brottflutnings fólks úr landi. Fullkominn prófessor!

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 19:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er farinn að hallast að því að þessi veruleikafirring sem þið eruð að vitna til og á í þessu tilviki við Gylfa en getur líka átt við fleiri, stafi hugsanlega af of mikilli tölvunotkun. Ekki í tölvuleikjum heldur í Excel !

Ég byrjaði sjálfur að hafa áhyggjur þegar ég bjó í Grafarholtinu fyrir nokkrum árum á mesta uppgangstímanum og hafði það fyrir tómstundagaman að fara út á svalir og telja byggingakranana í kringum okkur. Þegar þeim var farið að fjölga um einn í hverri viku þá varð ég einhverra hluta vegna mjög áhyggjufullur, en vissi ekki hvers vegna enda var ég ekkert að pæla í efnahagsmálum þá. Var í tölvunarfræðinámi á þeim tíma, sem ég valdi fram yfir viðskiptanám meðal annars vegna þess að mér fannst viðskiptalífið ekki í neinni snertingu við heilbrigða skynsemi. En þá var maður bara stimplaður sem kverúlant fyrir að hafa slík viðhorf, sem er grátbroslegt eftir á að hyggja.

Þess má geta að skólafélagar mínir sem voru í viðskiptafræðideild eyddu ekki síður tíma sínum við tölvurnar, að fást við ýmisskonar talnaspeki á meðan við nördarnir vorum að forrita. Það var þó einn forritunarkúrs kenndur í viðskiptafræðideildinni, það kemur líklega ekki á óvart hvað viðfangsefnið var: Excel forritun. ;)

Takk fyrir athyglisverðar og skemmtilegar athugasemdir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband