Sjá yfirlýsingu Samtaka Fullveldissinna um IceSave

Ég vil nota tækifærið og vekja athygli á yfirlýsingu Samtaka Fullveldissinna um IceSave. Efnislega er ályktun samtakanna í takt við þau ummæli sem höfð eru eftir Jóni Daníelssyni í tengdri frétt, að Alþingi eigi með réttu að fella þann samning sem nú liggur fyrir og semja eigi upp á nýtt um raunhæft samkomulag við Breta og Hollendinga. Með yfirlýsingunni fylgir ítarleg greinargerð þar sem þessi afstaða er skýrð og rökstudd með tilvísunum í gildandi lög og reglur.

Einnig er vísað til álits úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2007 þar sem segir orðrétt á bls. 9 og er áréttað á bls. 57 um Tryggingasjóð Innstæðueigenda: "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans".


mbl.is Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var afar gagnleg færsla hjá þér, Guðmundur, og nú er ég búinn að endurtaka seinni málslið hennar á þremur bloggum (mínu, Lofts og Hans Haraldssonar) og segi þar m.a.:

Neitum að semja, en samt er hitt alveg ljóst af því, sem dr. Jón Daníelsson segir, að við höfum alltjent miklu betri samningsaðstöðu heldur en úrtölumennirnir fullyrða, þeir sem vilja láta okkur skrifa upp á smánarsamning Svavars Gestssonar óbreyttan, með öllum sínum óbilgjörnu skilmálum, án þess að voga okkur að þræta og vera með múður (sumir þeirra vilja þetta líka, af því að þeir hafa hugarfar landráðamannsins, sem vill troða okkur inn í Evrópubandalagið og er reiðubúinn að fórna til þess nánast hverju sem er).

Tvær nýlegar færslur eru svo merkilegar, að allir ættu að lesa þær. Önnur var frá Guðmundi Ásgeirssyni í bráðabirgðastjórn Samtaka fullveldissinna, hin frá Tona nokkrum, í innleggi hans á þessari vefsíðu Hans Haraldssonar, og þar á eftir tók ég þetta allt upp og skrifaði eftirfarandi:

Þetta sem Toni segir hér í innleggi sínu er fullkomlega þess vert að endurtaka og vekja athygli á víðar, því að hér er komið að kjarna máls:

"Ef ríkinu bæri skylda að ábyrgjast innistæður þá væri sú ábyrgð skilgreind með lögum og reglum. – Einnig væri alveg ljóst að ríkið tæki til sín "iðgjald" frá þeim fyrirtækjum sem störfuðu í skjóli slikrar ábyrgðar. – En nei, engum lögum er til að dreifa um fjárhagslega ábyrgð ríkissjóðs á sjóðnum, né hefur ríkið innheimt gjald fyrir slíka ábyrgð. – En hvernig komst þessi draugasaga á kreik, og af hverju gengur svona ílla að kveða hana niður?"

Þetta er líka í samræmi við það, sem Guðmundur Ásgeirsson var að birta í dag, hér: Sjá yfirlýsingu Samtaka fullveldissinna um IceSave: "Einnig er vísað til álits úr skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2007 þar sem segir orðrétt á bls. 9 og er áréttað á bls. 57 um Tryggingasjóð innstæðueigenda: "Sjóðurinn getur með engu móti talist eign ríkisins og það ber heldur ekki ábyrgð á skuldbindingum hans".

Það er eins gott að taka eftir því, þegar skýrt er hugsað og talað með þeim hætti, sem ber vitni um það, hverjar eru RAUNVERULEGAR skyldur eða EKKI skyldur ríkissjóðs, og TAKA MARK Á ÞVÍ og láta ekki aðra villa sér sýn – með stórfelldum skaða fyrir þjóðina.

Nú eiga menn að dreifa þessari þekkingu sem víðast og STÖÐVA landráðamennina, sem sýna heigulsleg hræðslugæði þeim gömlu nýlenduveldum, sem hafa illan málstað í máli þessu og vilja vitaskuld ekki láta á það reyna fyrir óvilhöllum dómstóli, hvort þau eigi nokkrar raunverulegar kröfur á hendur íslenzkum ríkissjóði og þjóðinni sjálfri.

Skýr hugsun borgar sig!

Jón Valur Jensson, 27.6.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka þér fyrir að hjálpa okkur að breiða út boðskapinn, Jón Valur.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband