Steingrímur lýgur eða orðinn vitlaus!

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi að enginn hafi getað sýnt fram á það með neinum rökum, að ákvæði Icesave-samninganna stofni í hættu stöðu Íslendinga, eignum og auðlindum innanlands."

Ég rökstyð að Steingrímur fari með rangt mál, með því að vísa til orða Magnúsar Thoroddsen hæstaréttarlögmanns í kvöldfréttum Sjónvarps þar sem hann segir að samningarnir feli í sér heimild til fjárnáms í öllum eignum ríkisins hverju nafni sem þær nefnast, standi Ísland ekki undir skuldbindingunum. Einnig hefur Stefán Már Stefánsson lagaprófessor og einn helsti sérfræðingur landsins á sviði Evrópuréttar tekið í sama streng og lagt það mat á samninginn að í besta falli leiki á mikill vafi um lögmæti hans.

Annaðhvort er Steingrímur J. að ljúga blákalt framan í þingheim eða þá að hann er mun vitlausari en mann grunaði, og er þá mikið sagt! Heilög Jóhanna tekur í sama streng, segist telja að okkur stafi engin hætta af þessum óskapnaði sem þau hafa ákveðið að kalla samning, en réttara væri að kalla afsal. Og þó er ég aðeins búinn að lesa síðustu klausuna, hina alræmdu grein 16.3. Mun tjá mig betur efnislega um samningana að lestri þeirra loknum í heild sinni.

Því skulið þið ekki taka mark á mér heldur hugleiða hvorum þið treystið betur til að leggja rétt mat á þetta, annars vegar Steina jarðfræðingi og vörubílstjóra ásamt Jóku flugfreyju, eða hinsvegar sprenglærðum og virtum lagaprófessor ásamt fyrrum hæstaréttardómara? Það er ykkar að dæma hver fyrir sig, sjálfur er ég orðlaus yfir þessari lögleysu og vísa einfaldlega á X. kafla almennra hegningarlaga, nánar tiltekið:

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.

Auk þess er ekki mönnum bjóðandi að bera þetta fram fyrr en a.m.k. er búið að þýða samningana á Íslensku, þjóðin á fullan rétt á því að lesa þá þannig að hver geti lagt sinn skilning í merkingu þeirra þannig að hún sé hafin yfir þann vafa sem felst í túlkun á flóknu, ensku lagatæknimáli.

P.S. það er viljandi sem ég flokka þessa færslu undir "Öryggis- og alþjóðamál" því þessir samningar eru stórhættulegir landi og þjóð. Verði þeir samþykktir á Alþingi óttast ég því miður að friðurinn sé endanlega úti!


mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Nei, Steingrímur er hvorki vitlaus né held ég að hann ljúgi, en maður fær samt á tilfinninguna að þessi samningur hafi verið kláraður í flýti, útaf 1.000 öðrum krísum hérna á Íslandi og þeir hafi hreint og beint ekki alveg skilið hvað þeir voru að skrifa undir...

Róbert Viðar Bjarnason, 19.6.2009 kl. 01:00

2 identicon

Heimskur er hann ekki en einfaldur er hann. Hann áttar sig ekki á því að hann er í streetfight. Þessir aðilar eru villidýr en hann trúir því en að þetta séu vinir okkar sem vilji allt fyrir litla Ísland gera.

Einfeldni þessa ofverndaða góðmennis mun leiða þjóðina til slátrunar með bros á vör, ef ekki er gripið inn í af mönnum sem kunna að komast yfir götu, á þess að ganga í veg fyrir steypubíl. 

sandkassi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 06:59

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvorki Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, né nokkur annar hafa getað sýnt fram á það með neinum rökum, að ákvæði Icesave-samninganna stofni ekki stöðu Íslendinga í hættu eða eignum og auðlindum innanlands.

Það er kannski kominn tími til að beita þeim lagaákvæðum sem þú bendir á Guðmundur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.6.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Róbert: "hafi hreint og beint ekki alveg skilið hvað þeir voru að skrifa undir..."

Gunnar: "einfaldur"

Niðurstaðan er sú sama, það er tóm vitleysa að halda að þetta gangi upp svona. Alþingi mun að öllum líkindum fella samninginn, og ef ekki þá er friðurinn í þjóðfélaginu úti. Ríkisstjórnin er búin að mála sig algerlega út í horn með þessu, hvort sem það er verðskuldað eða ekki. Vissulega voru það ekki þau sem komu sér í þessa slæmu stöðu en þau eru ekki heldur að vinna úr henni með neinum glæsibrag. Maður verður núna var við eftirsjá hjá mörgum sem studdu VG í kosningunum, jafnvel sumum sem lengi hafa verið aðdáendur Steingríms J.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2009 kl. 10:45

5 identicon

Icesave samningarnir eru ekki verkefni fyrir íslenska samningamenn.  Þarf klárari menn en við höfum yfir að ráða.

itg (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 11:36

6 identicon

Vissulega er niðurstaðan sú sama og ef menn eru svo einfaldir að þeir ráða ekki við verkefnin þá eiga þeir að segja sig frá þeim.

Þetta mál gæti fellt stjórnina. Icesave samningar eru skilyrði fyrir ESB umsókn og þegar þessi samningur verður felldur þá er um leið stefnuskrá Samfylkingarinnar fallin eins og hún leggur sig.

Þetta er ekki óskastaða svo mikið er víst.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:47

7 identicon

Sammála itg.

Þessi "samningur" er afrek ráðuneytis og skrifstofustjóra með afdankaðann kokteilpinna í formennsku.

Er þetta rétti tíminn fyrir pólitíska bitlinga?

Ævintýraleg vinnubrögð, og árangurinn eftir því.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:50

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allavega er þetta ekki óskastaða fyrir Samfó, en ég græt þó engan veginn að þau séu búin að pissa í skóinn!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2009 kl. 15:24

9 identicon

nei, við erum áfram sammála félagi, er reyndar hræddur um þeir í Samfó séu orðnir samdauna gulu sturtunni. .

sandkassi (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:44

10 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég er sammála þér Guðmundur.

Sjá blogg mitt í dag http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/

Ísleifur Gíslason, 19.6.2009 kl. 17:20

11 Smámynd: Sigurjón

Ég fæ ekki betur séð en að samspillingin sé að reyna að selja okkur (eða öllu heldur gefa okkur) á hönd ESB.  Ljótt ef satt er...

Sigurjón, 20.6.2009 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband