Hvað með EES og Kína?

Í tengdri frétt The Times er bent á veika samningsstöðu Íslands gagnvart ESB og velt upp þeim möguleika að skoða aðrar leiðir í milliríkjaviðskiptum, t.d. NAFTA. Nú er ég ekki að mæla með því sérstaklega að við hengjum okkur aftur á Kanann en það er þó möguleiki sem vert að taka til athuganar þó ekki nema til að hafa fleiri en einn valkost til að bera saman við. Ég vil líka minna á að við höfum nú þegar EES-samninginn sem heimilar okkur talsverða fríverslun við Evrópu án þess að gera kröfu um algert fullveldisafsal til Brüssel eða Berlínar. En áður en núverandi stjórn komst til valda voru Íslendingar líka langt komnir við gerð fríverslunarsamnings við Kína. Það væri athyglisvert ef hægt væri að upplýsa hvernig það mál stendur, og hvaða afstöðu ríkisstjórnin hefur til þess. Athuga ber líka að ef við göngum í ESB þá missum við um leið þennan samningsrétt og sjálfstæði í utanríkismálum skerðist til muna. Ef við viljum geta átt viðskipti við sem flest ríki í heiminum, þá er ekki endilega víst að það komi sér best að vera í klúbbi með breska heimsveldinu, eða Frakklandi og Ítalíu, því sumar stórar og fjarlægar þjóðir líta beinlínis á þá sem keppinauta í alþjóðaviðskiptum.

Kannið alla möguleika og varist einhliða skyndilausnir!


mbl.is Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Veist þú um óbeina styrki sem samfylkingin fær frá esb.

Vilhjálmur Árnason, 3.5.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekkert conkret, bara orðrómur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Shhh...

Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2009 kl. 21:05

3 identicon

Það stefnir í viðskipta-blokkirnar þrjár, Oceana, East- og West Eurasia, eða Ameríkubandalagið, Evrópubandalagið og svo Asíubandalagið.  Svo verða tvær af þessum blokkum í eilífu stríði, en það breytist hvaða tvær blokkir það eru, og þegar það breytist, þá breytist það bæði í nútíð, fortíð og framtíð :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:15

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hehe, ég var einmitt sex ára snáði árið 1984... ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2009 kl. 10:29

5 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Það er Facebook hópur með yfir 3000 manns sem hvetur til þess að ræða við Bandaríkjamenn og Kanada um gjaldmiðilssamstarf og samstarf í kringum græna orkuþekkingu.

http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302

Það er sjálfsagt að skoða allar leiðir og samningstaða Íslands við ESB væri mikið sterkari ef það væru aðrir möguleikar skoðaðir samhliða.

Róbert Viðar Bjarnason, 5.5.2009 kl. 22:57

6 Smámynd: Sigurjón

Það er alveg ástæða til að halda áfram viðræðum við Kína um fríverzlunarsamning.  Svo getum við talað við Bandaríkin og Kanada um slíkan samning.  Eftir það getum við flutt inn vörur frá Kína, umpakkað þeim hér og flutt þær áfram til Norður-Ameríku og grætt á tá og fingri með þjónustugjöldum.  Dubai gerir þetta og stórgræðir.  Olíupeningar eru ekki nema brot af auðnum þar.

Snilld!

Sigurjón, 17.5.2009 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband