ESB brennur í boði IMF

Félagsmálaráðuneytið í Lettlandi stendur nú frammi fyrir því að þurfa að skerða barnabætur vegna yngstu barna, og er það vegna niðurskurðar að skipan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Fallegt?

Þing Tékklands, sem rétt í þessu var að taka við forystu í ESB, var að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn landins. Traustvekjandi?

Í Ungverjalandi er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn búinn að taka við stjórn efnahagsmála og ýmsu fleiru líka að því er virðist, því fyrrverandi Seðlabankastjóri þar er víst á leiðinni í Forsætisráðuneytið. Hvað er það eiginlega???!!!

Í Bretlandi er byrjað að fremja skemmdarverk á eigum og heimilum auðmanna, mótmælaborðar hafa verið látnir falla af þaki þinghússins og ýmis matvæli eru byrjuð að slettast á stjórnmálamenn. Þar er allt á leið til andskotans líka þó svo þeir reyni að láta lítið á því bera í fjölmiðlum.

Hvað eiga þessi ríki sameiginlegt? Jú, þau eru öll í Evrópusambandinu, en aðild að því hefur hvorki í för með sér tryggingu fyrir efnahagslegum né pólitískum stöðugleika, eins og þessi dæmi sanna. Allt tal um annað er blekking þeirra sem sjá fyrir sér "frjáls og óheft" viðskipti (sem er það sem kom okkur í efnahagsvanda til að byrja með) og annara sem sjá mjúka fundarstóla í Brüssel í hillingum. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ofvaxið bákn sem stendur á brauðfótum, og innan þess myndi Ísland hafa álíka mikið vægi og Borðeyri við Hrútafjörð hefur á byggðapólitík landsins.

Því segjum við:  X - L

 


mbl.is Barnavagnabylting yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér fyrir þennan pistil Mummi.  Það er deginum ljósara að ESB er skrýmsli sem á eftir að draga stóran dilk á eftir sér, jafnvel fyrir Frakka og Þjóðverja...

Sigurjón, 27.3.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt að núna í vikunni eftir að þetta var skrifað, þá hefur allt logað í götubardögum vegna efnahags- og alþjóðamála, í þeim þremur ríkjum sem gjarnan eru taldar vera meginstoðir Evrópusambandsins. Stöðugleiki hvað?!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband