Peningaframleiðsla með "undralánum"?

"Lánin voru þó ekki með hefðbundnu sniði heldur fengu viðskiptavinirnir aðeins um 25% af láninu greitt út en afganginn átti bankinn að sjá um að ávaxta... ... ...þannig að viðskiptavinurinn þyrfti ekki að greiða lánið til baka."

Þannig að sá sem tók t.d. 100 milljónir að láni átti að fá 25 milljónir í vasann, ókeypis!? Ég minnist þess ekki að þjónustufulltrúinn minn hjá sama banka hafi boðið upp á slíkt "undralán" þegar ég hef sótt um fyrirgreiðslu. En ef einhverjum ákveðnum aðilum stóð slíkt til boða, höfðu þeir þá aðgang að óendanlegri peningauppsprettu? Ég meina, eftir 2-3 umferðir gegnum þvottastöðvarnar á Kýpur og Tortola var sjálfsagt minnsta mál að endurfjárfesta tilskilin hluta af lánveitingunum aftur í bankanum undir nafnleynd, til að viðhalda "eigin fé" hans og blása þannig út falsa efnahagsreikninginn nánast að vild til að lána út meira, og meira, og meira, og meira..... þangað til maður fær hreinlega hausverk af því að hugsa um hversu galið þetta er.

Hvaðan kemur svo hagnaðurinn í bankastarfsemi þar sem útlánsvextir eru (nettó) lægri en innlánsvextir? Þetta hlýtur að hafa verið "dúndrandi bissness", ekki satt???!!! Og ég sem hélt um tíma að ég væri sjálfur tæpur á geðinu... eins gott að ég hef ekkert vit á fjármálum! ;)


mbl.is Lánin urðu að óláni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Eru þessi lán ennþá í boði? Nei það er satt hjá þér það var víst hægt að taka lán og ávaxta það betur en skuldina. Ég bara skyldi ekki hvernig þetta var hægt svo ég tók ekki sénsinn.

Offari, 9.3.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"það var víst hægt að taka lán og ávaxta það betur en skuldina"

Einu lánin sem ég veit um þar sem svoleiðis fyrirkomulag "virkar" eru námslán frá LÍN, en þau eru líka niðurgreidd af ríkinu. Þannig að ef þú ferð í háskóla á meðan þú býrð ókeypis heima hjá mömmu og pabba, en tekur samt full námslán á lágum vöxtum og fjárfestir þau í ríkisskuldabréfum eða bundnum hávaxtareikningi, þá ertu í reynd að þiggja styrk sem er greiddur af ríkinu (skattgreiðendum). Það er því miður ekki til neitt sem heitir "ókeypis peningar" því slíkir fjármunir geta aldrei orðið meira gúmmítékkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

...geta aldrei orðið meira en gúmmítékkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2009 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband