Rafrænar kosningar... Varúð!

Rafrænar kosningar urðu til þess að George W. Bush náði völdum í því sem áður var talið eitt mesta lýðræðisríki í heimi. Síðan þá hefur hinsvegar verið sífellt verið að koma betur í ljós hversu meinlegir gallar eru í vélunum sem voru notaðar, hversu mikil tengsl eru milli framleiðenda vélanna og stjórnmálahreyfinga, og hversu gegnsýrt allt kerfið er af spillingu. Staðreyndin er nefninlega sú að með því minnkuðu gegnsæi þá gera rafrænar kjörvélar í reynd kosningasvik mun auðveldari í framkvæmd heldur en ef kosið er með kjörseðlum úr pappír upp á gamla mátann. Heimildamyndin Hacking Democracy rannsakar þetta mál með vægast sagt sláandi niðurstöðum, og hvet ég alla sem er umhugað um framtíð lýðræðis að horfa á hana og kynna sér málefnið til hlítar. Í þessu tilviki höfum við kjörið tækifæri til þess að læra af biturri reynslu annara þjóða í þessum efnum.


mbl.is Tilraun undirbúin með rafrænar kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Rafrænu kosningarnar sem þú ert að vísa til vorum með prentuðum  kosningaspjöldum sem sum reyndust gölluð í frágangi á gatastaðsetningu og þau rugluðu þannig talningarvélarnar.

Rafrænar kosningar hér myndu fara fram á netinu með aðstoð auðkennislykils eða útgefins kosningalykils sem væri þá svipaður og veflykill sá sem notaður er gagnvart skattinum.

það er ótvírætt að rafræn kosning gefur okkur betri möguleika á að velja frambjóðendur, raða upp listum (sem eyðir þörf fyrir prófkjör) og ýmislegt fleira sem er efni í lengri umræðu. Kosningar af þessu tagi eru ódýrari og hægt að hafa oftar án þess óheyrilega kostnaðar sem fylgir gamla kerfinu. Þeir fáu sem ekki geta kosið á netinu fara bara á kjörstað þar sem þeir fá aðstoð við að ganga frá rafrænu atkvæði sínu. Úrslit kosninga eru þá ljós um leið og kosningu lýkur. Þú hlýtur að sjá kostina við þetta.

Rafrænar kosningar verða að fá að þróast með sambærilegum hætti og þeim þegar þú lærir á skíði. Þú hættir ekki þó þú rennir á rassinn í nokkur skipti. Á endanum verður þetta allt saman vel nothæft.

Haukur Nikulásson, 20.1.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þetta er reyndar rangt hjá þér Bofs. Hefðu rafrænar kosningar verið notaðar hefði Bush hugsanlega ekki komist til valda. Þessar vélar sem þú vísar til er meingallað rusl. Þetta voru vélar af einföldustu gerð til að gata spjöld. Þessu spjöld átti síðan að lesa í öðrum vélum sem skynja áttu götin. Gatararnir stóðu sig svo illa að afar oft orkaði tvímælis hvort að um gat á spjaldi var að ræða eða ekki og þessir víðfrægu "chad" urðu að sérstökum matsatriðum.

Nei, í rafrænum kosningum kemur pappír ekki endilega við sögu. Það er hægt að auka trú manna á kosningarnar með því að prenta kjörseðla og fólk getur nýtt þá ef það vill en það þarf ekki nauðsynlega. Rafrænar kosningar er hægt að framkvæma yfir internetið, með faríma, með tónvals heimasíma, með raddvali í gegnum símann og á ýmsa aðra rafræna vegu og það er hægt að tryggja öryggi, réttleika og aðgengi ekki síður en með núverandi fyrirkomulagi. Jafnvel betur.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 20.1.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Rafrænar kosningar þýðir einfaldlega að fólk mætir á kjörstað og velur x við flokk á tölvuskjá í staðinn fyrir að setja það á blað.

Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum færa rafrænar kosningar inn á svipað skema og skattadótið. Það býður bara upp á vesen.

Björn Leví Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Björn Leví, þetta er rangt. Ef ekkert annað er gert en að skipta út blaði og blýanti fyrir snerti skjá er ekkert annað fengið en að flýta fyrir talningu. Það er bara bull.

Til að eitthvert vit sé í að innleiða rafrænar kosningar þarf að fara alla leið. Internet, GSM, sími, allar hugsanlegar útfærslur á rafrænum samskiptum. Tæknin og útfærslan er til staðar og þetta er gerlegt á algerlega gegnsæan, öruggan hátt. Ekkert vesen.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 21.1.2009 kl. 09:10

5 Smámynd: Alfreð Símonarson

Blessaður Bofs ég hefði hent inn færslu ef það væri ekki búið að loka á þann möguleika hjá mér að hengja þær við fréttir. Ég hef kynnt mér þessi mál annað en hann Ólafur sem fullyrðir að þetta egi einungis við eina týpu af kosningavélum  þ.e.a.s. gataspjöldunum. Ef hann Ólafur hefði tekið frá tíma og horft á Hacking Democracy hefði hann séð að allar týpur af kosningavélum sem hafa verið prufaðar AF ÓHÁÐUM AÐILUM nota bene hafa verið hakkaðar. Einnig sá ég MIT nema hakka snertiskjástölvu (þessari af nýustu gerð haha) með innrauðu opnu porti á þeim og þurftu bara nýlegann GSM síma til að setja inn í vélina vírus sem eyddi sér þegar kosningavélin er tengd við aðal talningavél/ tekið úr þeim minniskortið og náttúrulega algjörlega búnir að breyta öllu sem tengist niðurstöðum í leiðinni. Ólafur endilega horfðu á Hacking Democracy og lestu allt sem stendur á Wiki síðunni sem hann Bofs vinur okkar er með hlekki á í færsluni.  Endilegaláttu okkur vita hvort þú treystir Internetinu eins vel eftirá hahahaha

http://www.blackboxvoting.org/

Alfreð Símonarson, 21.1.2009 kl. 10:07

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ehhhh... eftir tveggja ára nám í tölvunarfræði og nokkura ára starfsreynslu er þetta mjög einfalt í mínum huga: ef það heitir hugbúnaður þá er hægt að "hakka" hann, og ég skora á hvern sem er að reyna að finna menntaðan hugbúnaðarsérfræðing sem er tilbúinn að fullyrða annað! Það er engin tilviljun að þeir sem hafa einna mest út á svona kerfi að setja eru einmitt tæknimenntað fólk. Aðrir hreinlega vita sumir ekki betur. "Rafræn undirskrift", "auðkennislykill", þetta eru allt saman hlutir sem er nú þegar búið að hakka einhversstaðar í heiminum, heimabankavefir eiga að heita traustir en eru þó fjarri því að verra óbrjótanlegir og þarf ekki einu sinni "hakkara" til að hlutir geti klúðrast þar heldur gerist það jafnvel af sjálfu sér. (Hef af því persónulega reynslu.)

Burtséð frá ógnum sem stafa af mögulegum árásum, þá er líka alltaf hætta á mannlegum mistökum við gerð svona umfangsmikilla kerfa (villur, "böggar") sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur hugbúnaðargerðar. Mönnum getur orðið á í messunni þar eins og í öðru, jafnvel þó að ekkert óhreint sé í pokahorninu. Lykilatriðið til að tryggja gegnsæi, rekjanleika, og ekki síst áreiðanleika er eins og áður sagði að til séu kjörseðlar úr pappír eða einhverskonar aðrar kvittanir fyrir öllum greiddum atkvæðum. Það er alltof lítil fyrirhöfn að breyta stafrænum gögnum sporlaust til að það sé þess virði að treysta algjörlega á það, en kjörseðlar eru hinsvegar áþreifanlegir og taka pláss sem gerir það meiri fyrirhöfn að spilla þeim, og hægt er að bera fjölda þeirra saman við mætingarlista kjörstjórnar til að ganga úr skugga um réttan fjölda þeirra með óyggjandi hætti. Það er svona svipuð lógík á bak við það eins og að eiga tvö varaafrit og geyma þau á sitthvorum staðnum, ef annað þeirra spillist t.d. vegna staðbundins atburðar á borð við eldsvoða eða innbrot, þá er hægt að styðjast við hitt eintakið í staðinn. Svo væri það líka helvíti pínlegt ef tölvuvírus myndi óvænt þurrka út öll kjörgögnin (hver hefur ekki lent í einhverju svipuðu...) en þá væri gott að eiga varaafrit á pappír því hann er algjörlega ónæmur fyrir slíku tjóni.

Tölvuinnbrot eru daglegt brauð á 21. öldinni og viðleitni manna til þess að gera tölvukerfi ónæm fyrir slíku hafa hingað til borið talsverðan en þó takmarkaðan árangur, auk þess er "mannlegi þátturinn" oft akkilesarhæll rafræns öryggis, veik lykilorð, kæruleysi í umgengni fólks við öryggisatriði, og svo mætti lengi telja. Með innleiðingu hugbúnaðar væri í raun verið að flækja ferlið vegna þeirra gífurlegu örrygiskrafna sem slíkt kerfi þyrfti að uppfylla, og því er það fullkomlega lögmætt sjónarmið hvort við erum ekki bara betur sett áfram með pappírsmiðana sem hafa dugað mjög vel hingað til.

"If it ain't broke, then dont try to fix it!"

Guðmundur Ásgeirsson, 21.1.2009 kl. 14:03

8 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Sæll Ólafur.

Rafræn kosning eins og þú ert að tala um er bundin ýmsum vandkvæðum. Ég skal stikla á stóru...

Rafrænn kosningaseðill þarf að berast frá notenda til kjörkerfis. Ef seðillinn þarf að fara í gegnum önnur kerfi á leiðinni (internetið, símkerfið) þá glatast sá eiginleiki að geta fullvissað kerfið um hvaðan seðillinn kom.

Það eru til ýmsar aðferðir til þess að minnka líkurnar á því að seðlinum sé stolið eða breytt á miðri leið. Dulkóðunaraðferðir og rafræn undirskrift eru algengustu aðferðirnar til þess að koma í veg fyrir svindl.

Annað jafnstórt vandamál er að fullvissa notanda um að hann sé í raun og veru í samskiptum við kosningakerfið.

Þriðja vandamálið er svo hvort atkvæðið þitt sér í raun og veru komið frá þér en ekki framselt til þriðja aðila. Þessi ástæða hefur ekkert við rafrænt kerfi að gera heldur einfaldlega að þú mætir á kjörstað, farir inn í lokaðan kjörklefa og greiðir þitt atkvæði persónulega. 

Það sem bofs segir er allt alveg hárrétt um tölvuhlutann af málinu þó að það séu auðvitað til aðferðir til þess að minnka áhættuna. Það sem rafræn kosning á kjörstað bætir hins vegar fram yfir núverandi kerfi er talningaráreiðanleiki. 

Rafræn kosning á kjörstað er fyrsta skrefið í áttina að rafrænni kosningu líkt og þú talar um Ólafur. Hún færi þannig fram að þú velur hvern þú vilt kjósa og kosningavélin prentar svo út miða sem þú skilar inn í kjörkassa. Rafræna talningin fer fram og það eru einnig til áþreifanleg gögn sem koma í veg fyrir "breytingar" ef einhver vandamál koma upp.

Eins og er þá eru of mörg vandamál sem fylgja því að taka upp rafrænar kosningar utan kjörstaða, slík kosning væri jafn áreiðanleg og könnun innan ákveðins markhóps (það eru ekki allir jafn tölvulæsir ennþá því miður).

Björn Leví Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband