Baltic Dry Index

BDI er vísitala sem segir um magn skipaflutninga á heimshöfunum, í október féll hún um nokkur prósent sem þá var metlækkun á einum mánuði. Í nóvember gerðist svo sá fáheyrði atburður að BDI féll um 96% sem jafngildir því að stærstur hluti milliríkjaviðskipta í heiminum hafi nánast stöðvast! Tekið skal fram að þessi vísitala getur verið mjög sveiflukennd en yfir lengri tíma er þó nokkur fylgni milli hennar og efnahagsástands í heiminum almennt. Hvaða þýðingu þetta hefur á eftir að koma í ljós. Rétt eins og það á eftir að koma í ljós hvort það tengist því sem mun hugsanlega gerast á Adenflóa 2009, en þangað eru vegna aðgerða gegn sjóræningjum samankominn á tiltölulega litlu svæði herskip frá fleiri og voldugri þjóðum en nokkur fordæmi eru fyrir í mannkynssögunni. (USA, Bretland, Þýskaland, Rússland, Kína, Indland o.fl.) Mér eldri menn segja að síðast þegar ástandið á alþjóðavettvangi var svona einkennilegt hafi það verið í Kúbudeilunni, þegar heimurinn rambaði á barmi tortímingar!
mbl.is Mærsk í miklum vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þú ættir að halda þinni heimspeki við sófann þinn. :-)

Thor Svensson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef gert það hingað til, enda er ég hvorki menntaður né starfandi á því sviði, aðeins áhugamaður eins og vonandi fer ekki á milli mála.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband