Einungis Bandaríkin og Zimbabwe á móti

Bandaríkjamenn eru stærstu útflytjendur vopna í heiminum og eru þau meðal þeirra stærstu útflutningsvara. Samt sem áður eru Bandaríkin alfarið á móti því að vopnasala verði látin sæta alþjóðlegu (óháðu?) eftirliti. Vilja þeir kannski ekki að það verði upplýst, hverja þeir láta hafa vopn og að sama skapi hverja ekki? Það skyldi þó aldrei vera að þá kæmu í ljós einhverjar viðkvæmar staðreyndir...

P.S. Ég bið fyrir hamingjuóskir til Washington DC, að hafa skipað sér í flokk með Zimbabwe hvað þessi málefni varðar, svona svipað og við Íslendingar höfum nú gert í efnahagslegum skilningi. ;)


mbl.is Vilja eftirlit með vopnasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Það er líka einn besti(svartasti) brandari þessarar Apaplánetu að í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna eru helstu vopnasöluþjóðirnar og öryggisráðið á að tryggja frið á plánetunni.  Þetta hljómar einsog í B-mynd og veruleikinn er þannig, en það er hægt að breyta þessu í A-mynd, ef fólk nennir að koma sér uppúr þægilegheitafarinu og útúr þeirri delluparadís sem það er klesst við

Máni Ragnar Svansson, 1.11.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekki verið að láta svo marga hafa vopn.  Það er enginn peningur í því.  Það er verið að selja vopn.

Ekki sýnist mér betra að Evrópa sé eitthvað að mónópólera vopnasölu.  Þeir eru bölvaðir skúrkar líka.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Ásgrímur, mörg Evrópuríki, og reyndar líka Rússar og Kínverjar eru stórir vopnaframleiðendur á heimsmarkaði, en þó virðist engin þeirra þjóða hafa verið í hópi þeirra sem lögðust gegn tillögunni. Svo fannst mér nokkuð skondið að sjá BNA og Zimbabwe nefnd í sömu andrá sem andfallin tillögunni.

Eitt er þó e.t.v. enn merkilegra en það er að Bretar skuli vera í fararbroddi fyrir þessari tillögu. Þriðja stærsta fyrirtækið í heiminum á þessu sviði er nefninlega British Aerospace eða BAE Systems eins og móðurfélagið heitir í dag. BAE er sérstakt fyrirtæki að mörgu leyti það er fjölþjóðlegt, á dótturfélög og hlutafé í hinum og þessum fyrirtækjum í vopnabransanum og er með starfsstöðvar víða um heiminn, en vegna þess að breska móðurfélagið er varnarverktaki gilda um það sérreglur sem takmarka erlenda eignaraðild við 15% og stjórn þess verður að vera að meirihluta skipuð Bretum ásamt því að stjórnarformaður sé ávallt breskur. Auk þess eru tengsl fyrirtækisins við breska heimsveldið gömul og rótgróin. Þrátt fyrir það er fyrirtækið það stærsta á sviði hergagnaiðnaðar í Evrópu og er með starfsstöðvar um allar álfuna í allskyns dótturfélögum og gegnum óbeina eignarhluti.

Utan Evrópusvæðisins teygir þessi samsteypa sig víða, í Bandaríkjunum eiga þeir samnefnt dótturfyrirtæki sem fær að starfa þar að vild svo lengi sem stjórn þess sé skipuð Bandaríkjamönnum. Stjórn BAE Systems Inc starfar engu að síður í umboði bresku eigendanna, en starfsemin vestanhafs er næstum helmingurinn af samanlögðum umsvifum móðurfélagsins. BAE Systems Australia er stærst í vopnabransanum þar í landi. Svo eiga þeir BAE Systems AB í Svíþjóð sem innheldur m.a. Bofors verksmiðjurnar ásamt því að eiga stóran hlut í Saab AB á móti Wallenberg fjölskyldunni. BAE Land Systems South Africa er einn stærsti framleiðandi hergagna þar í landi, á fimmta þúsund manns eru starfandi á vegum BAE í Saudi Arabíu, og svona mætti lengi telja.

Athyglisvert að Bretar skuli svo leiða svona tillögu um eftirlit með vopnasölu þrátt fyrir að hafa svona gríðarlega hagsmuni undir slíkri starfsemi. Kannski tilgangurinn sé bara að ná yfirburðastöðu á þeim vettvangi líka, og geta þannig stjórnað eftirlitinu og gætt sinna hagsmuna eftir þeim leiðum líka. Það skyldi þó aldrei vera...sá sem stjórnar eftirlitinu ákveður jú hverjum skal fylgst með og eins hverjum skal ekki fylgst með. "Ritskoðun" á sannleikanum getur vissulega ekki farið fram nema fyrir tilstilli og með samþykki "ritsjórnar" og gildir það  eflaust á þessu sviði líka. Með því að draga til sín athygli vegna andstöðu við tillöguna eru BNA um leið að draga athygli frá því hverjir eiga frumkvæðið, en samstarf þessara tveggja þjóða á sviði hernaðarmála er oft svo náið að í raun er aðeins um ræða tvær hliðar á sama peningnum og allar þeirra ákvarðanir verða því að skoðast í ljósi þess víðara samhengis.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband