Athyglisvert í ljósi Landsbankamálsins

Merkileg niðurstaða Evrópudómstólsins, sem fjallað er um í tengdri frétt.

Nú þekki ég ekki til þeirra samtaka sem þarna eiga hlut að máli en bara titillinn á þeim gæti vel talist ógnvekjandi, People's Mujahideen Organisation of Iran en það gæti útlagst sem "Alþýðusamtök heilagra stríðsmanna í Íran". Fyrst Evrópudómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið beita frystingarákvæðum hryðjuverkalaga gegn þessum samtökum, er þá ekki borðleggjandi að taka upp sambærilegan málarekstur fyrir hönd Landsbankans gegn breska ríkinu? Ég sé ekki að það þurfi að ræða það eitthvað frekar, og álít það mikið glappaskot ef hérlend stjórnvöld eru ekki nú þegar byrjuð að undirbúa slíkar aðgerðir. Þeim ber skylda til að halda uppi vörnum fyrir íslenska ríkishagsmuni, annað væru landráð!

Minni á undirskriftasöfnun til varnar Íslandi í efnahags- og áróðursstríðinu við Breta, hlekkurinn er hægra megin á síðunni.


mbl.is Ákvörðun ESB um að frysta eignir íranskra samtaka ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband