Olíubaróninn Bush...

...vill að sjálfsögðu að heimamenn fái að bora að vild í landgrunnið. Hann viðurkennir reyndar að það hefði lítil áhrif á markaðina til skemri tíma, og aldrei þessu vant hittir hann þar naglann á höfuðið. Það sem hann þegir yfir er hinsvegar að til lengri tíma myndi það á heildina litið þýða vöxt í olíuiðnaðinum og þar með þeim fjárfestingum sem fjölskylda hans og margir þeirra bestu vina eiga í þeim geira. Rétt eins og íslensku olíufélögin þá stórgræðir þetta lið á hækkandi olíuverði og það sem fyrir þeim vakir er alls ekki að stuðla að lækkun þess. GWB er einfaldlega að reyna að búa til feitan eftirlaunasjóð fyrir fjölskyldu sína, svo þegar 41. forsetinn verður allur er ekki ósennilegt að sjóðsstjórn yfir auðæfunum muni flytjast á hendur syni hans, 43. forsetanum... go figure.
mbl.is Pattstaða á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband