Rafsegulbylgjur

Atriði sem vert er að velta fyrir sér í tengslum við umræðu um bylgjur frá þráðlausum tækjum: 

- Í örbylgjuofnum eru rafsegulbylgjur notaðar til að hita vatn sem í matnum er.

- Mannslíkaminn er 80-90% vatn.

- Öll þráðlaus tæki, þ.m.t. farsímar, netbeinar og ekki síst fjarskiptamöstur, senda frá sér rafsegulbylgjur.

 Geislavarnir ríkisins hafa hingað til haft þá stefnu að þar sem ekki hefur verið sýnt fram á skaðsemi þá sé þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Ætti það ekki frekar að vera þannig með alla nýja tækni, að áður en notkun hennar er leyfð (innan gufuhvolfs jarðar a.m.k.) þurfi að sýna fram á öryggi hennar, rekar en að leyfa bara notkun umhugsunarlítið og sjá svo til? Eins og dæmin sanna (t.d. úr tóbaksiðnaði) þá getur orðið ansi erfitt að reyna að banna hluti "eftirá", jafnvel þó að í ljós komi að þeir séu stórhættulegir. Fyrirtækjum sem eiga sjálf hagsmuna að gæta er heldur ekki treystandi fyrir því að upplýsa um skaðsemi eða öryggi eigin framleiðsluvöru. Það ætti því mikið frekar að vera skylda að færa sönnur á öryggi vörunnar áður en hún fer á markað, en ekki bíða bara eftir að skaðsemin komi í ljós eftir að varan er seld. Eða eins og máltækið segir: "byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann".

P.S. Rithöfundurinn og framtíðarspekingurinn góðkunni Robert Anton Wilson tekur dýpra í árinni, en hann er þeirrar skoðunar að engin ný tækni ætti að vera leyfð fyrr en búið er að þaulprófa hana úti í geimnum! Sem dæmi þá er afar ólíklegt að bandarískur almenningur (eða nokkur skynsamur maður yfir höfuð) hefði verið samþykkur smíði kjarnavopna á sínum tíma hefði áhrif þeirra á gufuhvolf jarðar verið að fullu þekkt.


mbl.is Þráðlaust net burt úr skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ekki rafsegulbylgjur, almennt, sem sjóða vatn. Vatn sýður í örbylgjuofni ekki bara vegna þess að bylgjurnar eru nógu öflugar heldur síðast en ekki síst að tíðni bylgjanna er hin sama og eigintíðni vatnsmólikúla. Það er galdurinn. Þannig ná bylgjurnar að koma mólikúlunum á hreyfingu, sem aftur myndar hita. Það eru fullt af rafsegulbylgjum í kring um okkur. Sé tíðnin önnur en eigintíðni vatnsmólikúla, hefur hún ekki þessi áhrif á þau. Annars hefðu almennar heilasteikingar hafist strax við upphaf fjarskiptaaldar.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 18:01

2 identicon

Mikið rétt hjá Brjáni. Ef ekki væri fyrir sólarljós værum við ekki á lífi, en sólarljós er jú ekkert annað en rafsegulbylgjur. Heitglóandi hlutir (s.s. rauðglóandi málmar) gefa frá sér rafsegulgeislun (og reyndar allir hlutir sem eru heitari en umhverfi sitt). Ekki hafa þessir hlutir verið taldir sérstaklega hættulegir hingað til. Vissulega getur rafsegulgeislun verið hættuleg s.s örbylgjur ( 3 x 109 - 3 x 1012 Hz),  útfjólublá geislun (7-7.5 x 1014 - 3 x 1017 Hz), röntgengeislun ( 3 x 1017 - 3 x 1019 Hz) og gammageislun ( > 3 x 1019 Hz). Í grunnatriðum er því geislun hættuleg ef hún er af mjög hárri tíðni, en auk þess geta örbylgjur verið hættulegar vegna þess að tíðni þeirra er nálægt eigintíðni vatnssameinda.

Þetta er ekki og á ekki að vera fullkomin úttekt á rafsegulgeislun, en það er ekkert sem bendir til þess að þær tíðnir sem notaðar eru í tæki eins og farsíma og þráðlausan netbúnað hafi áhrif á heilsufar fólks. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu og engin hefur sýnt fram á skaðsemi þeirra með afgerandi hætti.

 Við eigum því að geta sofið róleg.

Sigurður Ægir Jónsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Agný

Mólikúlin fara að snúast og ég held þau fari hraðar eftir því sem hitinn verður meiri en þá slitna þau í sundur.Þannig hef ég allavega skilið það....Sumir fræðimenn halda því fram að þetta ferli haldi áfram eftir að fæðan/vökvinn sem hitaður er í örbylgjuofni sé kominn ofan í maga...sem sé "sjóða " þar áfram...

Í skólaverkefni einu þar sem unnið var með pottaplöntur og sýna átti fram á að enginn munur væri hvort vatn væri soðið og kælt  og plant svo vökvuð og með "gömlu aðferðinni, þá kom sko annað í ljós. Tilraunin stóð í 6 vikur og þá var plantan sem fékk örbylgjuvatnið skrælnuð og dauð,  en fyrstu vikuna fylgdust þær nokkuð að . Sú sem vökvuð var með vatni hitað og kælt á gamla mátann dafnaði flott.  Ef að örbylgjurnar þurrka upp og skræla plöntur, hvað gera þær þá ekki við mannsfrumurnar sem eru jú þokkalega mikið vatn og þurfa vatn....það dugar greinilega ekki að nota örbylgju hitað vatn til að vatnið geri það sem það á að gera fyrir okkur.... 

Einhversstaðar á ég frétt sem segir frá konu sem lést á spítala eftir að hafa verið gefið blóð sem hafði verið afþýtt í örbylgjuofni. Ástæðan fyrir að hún dó var sagt að væri að örbylgjurnar rústuðu uppbyggingu blóðsins.....

En með "heila"steikningar þá finnst mér nú blessuð "örbylgju" kynslóðin svolítið  "over "done... kanski heilabúið sé svona samanskroppið og skrælnað eins og grey plantan.... Nóg er allavega orðið til af hinum undarlegustu "syndromum",  heilkennum, einkenni, ódæmigerðum eða dæmigerðum.....just pick....



Agný, 20.11.2007 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband