Eru bankar eins og hraðfrystihús?

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, lét merkileg ummæli falla á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands í gær:

"...bankar eru ekki eins og hraðfrystihús, svo það sé alveg á hreinu. Bankar eru mjög sérstakar stofnanir og það kemur inn á fjármögnunina. ... Ástæðan fyrir því að við höfum mikið regluverk í kringum banka er það að bankar eru einir fyrirtækja sem geta búið til pening. Þeir geta lánað og þar af leiðandi aukið peningamagn í umferð með því að búa til útlán og innlán á sama tíma."

Þar höfum við það rækilega staðfest.

Bankar miðla ekki innlánum í útlán.

Bankar lána engum annarra manna sparifé.

Fé sem þeir lána út er búið til þar og þá.

Tilbúningur, sem þeir innheimta vexti af.

Bankar hafa aldrei leitað leyfis til þess.

Kjósendur hafa aldrei verið spurðir álits á því.


mbl.is Áhætta tengd fjármálastöðugleika vaxið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott að fletta ofan af misskilningnum. 

Bestu kveðjur, það er mikið að gera. 

Allir læri. Húsnæðismálastjórn skrifi töluna, fyrir íbúðinni.  

Þegar þeir sem bugðu húsið og þeir sem komu með efnið hafa fengið greitt er engin skuld á húsinu, og bankinn fái ekkert. PUNKTUR. Aldrei að taka lán fyrir húsbyggingu, aðeins skrifa bókhaldstöluna. Fólkið sé alltaf með tekjur, greiði eitthvað í viðhald og í að eignast hlut í eigninni. Bygginga snillingar velti vöngum um hlut viðhalds og eignamyndunar. Eign gerir okkur sjálfstæðari, ábyrgðar meiri,, réttum úr okkur, öruggari. Verð að hlaupa, ég haltra með stafinn, góður að hjóla, hef Tour de France í huga. 

Egilsstaðir, 09.12.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 9.12.2022 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband