Hvað er samfélagsbanki?

"Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, benti ný­verið á í grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu, að frá ár­inu 2008 hafi rík­is­valdið lagt 77,8 millj­arða í samfélags­bank­ann Íbúðalána­sjóðinn."

Hér er farið með slíkt fleipur að maður veit varla hvar á að byrja á að vinda ofan af ruglinu. Í fyrsta lagi þá er það nauðsynleg forsenda þess að stofnun geti talist vera samfélagsbanki, að hún sé til að byrja með banki. Íbúðalánasjóður er hinsvegar alls ekki banki, heldur lánasjóður nákvæmlega eins og nafnið segir. Í öðru lagi þá er það hluti af skilgreiningu samfélagsbanka að það sé banki sem sé þannig rekinn að hann skili hagnaði sínum aftur til samfélagsins. Annað hvort með því að vera í eigu samfélagsins þannig að arðurinn af rekstrinum renni aftur þangað, eða með því að skila honum til viðskiptavina þannig að í stað arðs njóti þeir betri viðskiptakjara, að sjálfsögðu innan þeirra marka sem þarf til að reksturinn standi undir sér.

Íbúðalánasjóður gerir hvorugt af framangreindu, hann hefur hvorki skilað samfélaginu sem á hann arði né bættum kjörum til viðskiptavina, heldur hefur hann skilað samfélaginu stórfelldu tapi og viðskiptavinum líka með því að velta allri verðbólguáhættu yfir á heimilin í landinu í formi stærðfræðilega óborganlegrar verðtryggingar. Á meðan hefur ríkissjóður sparað sér tugi milljarða það sem af er þessari öld með því að fjármagna sjálfan sig með óverðtryggðum lántökum frekar en verðtryggðum. (Sjá nánar: Sérrit lánamála ríkisins um samanburð á hagkvæmni verðtryggðrar og óverðtryggðrar fjármögnunar ríkissjóðs.)

Þessar staðreyndir virðast ekki vefjast mikið fyrir þeim sem reyna að halda því fram að Íbúðalánasjóður sé samfélagsbanki, sem virðist fyrst og fremst gert til að draga upp neikvæða mynd af samfélagsbönkum án þess að fyrir slíkum fölsunum sé neinn fótur. Nú síðast stökk fjármálaráðherra landsins á þann vagn. Það er umhugsanarvert að sjálfur fjármálaráðherra skuli sýna af sér svo algjöra vanþekkingu á eðli langstærsta fyrirtækisins í ríkisreikningnum, að halda að það sé banki sem er alls ekki banki í raun og veru. Það væri sjálfsagt farsælla fyrir land og þjóð að hafa fjármálaráðherra sem þekkir muninn.

Fyrir þá sem kunna að vera í vafa, er rétt að benda á að núna klukkan 14:00 hefst í Norræna húsinu, fundur um samfélagsbanka, þar sem hugtakið verið kynnt og færð rök fyrir því að æskilegt kunni að vera að innleiða slíka starfsemi hér á landi. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum, og má nálgast streymið hér:

Fundur um samfélagsbanka- streymi - Norræna Húsið | Norræna Húsið


mbl.is 70 milljarða viðskipti ÍLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Fleipur er hvorugkynsorðorð;  "slíkt fleipur"

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2016 kl. 15:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk kærlega fyrir ábendinguna Helga.

Ég hef núna lagfært þetta í textanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2016 kl. 17:11

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Íbúðalánasjóður er aðeins afgreiðsla fyrir fjárfesta og rekinn á þeirra forsemdum.

Ég tek kennslu fagnandi.

Egilsstaðir, 21.02.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 21.2.2016 kl. 17:31

4 identicon

Að halda því fram að Íbúðalánasjóður sé samfélagsbanki, er því líkt endemis Bull, Íbúðalánasjóður er lánastofnun sem lánar til íbúðarkaupa um allt land, greinilegt að menn eru komnir í mikla vörn.

Það er algjörlega lífsnauðsinlegt fyrir Íslendinga að stofnaður verði öflugur samfélagsbanki sem fyrst. Íslandsbanki var nú að tilkynna um 20 miljarða hagnað, og ef eigendastefnunni yrði breytt og hann gerður að samfélagsbanka, og gert ráð fyrir 5 miljarða hagnaði á næsta ári, og vextir og þjónustugjöld lækkuð verulega, þá fengi viðskiptamaðurinn hagnaðinn strax við afgreiðsluborðið, og væri hagnaðurinn örugglega mikið betur kominn hjá viðskiptamanninum strax, heldur en á efnahagsreikningi bankans.

Dómur sem féll í Héraðsdómi E-338/2013 á föstudaginn um verðtrygginguna er verulega athygglisverður og þá sérstaklega hvernig er tekið á varakröfunni, : Til vara er þess krafist að viðurkennt verði  að stefda sé óheimilt að uppreikna mánaðarlega höfuðstól skuldabréfsins.                                                       Þá segir dómurinn varakrafa stefnda byggir á sambærilegum málaástæðum og lagarökum og aðalkrafan.                                           13.gr Laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, er kýr skýr bannað er að uppfæra höfuðstólinn. Nú er maður farin að spyrja sig, er réttarríkið á Íslandi í hættu.                             

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2016 kl. 18:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór: "Nú er maður farin að spyrja sig, er réttarríkið á Íslandi í hættu."

Þú spyrð eins og umrædd hætta sé einhvernveginn ennþá yfirvofandi og ekki nú þegar búin að raungerast.

Með sama hætti væri hægt að spyrja: Er flugvél í "hættu" þegar flughæð hennar yfir sjávarmáli er komin í mínustölu?

Svar: Nei, sennilega er hún ekki lengur í "hættu".

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2016 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband