Auglýst eftir eiganda RIKB 15 0408

Seðlabankinn hefur gert breytingar á undanþágulistum vegna gjaldeyrishafta. List­an­ir takmark­ast nú við rík­is­víxla og eitt rík­is­skulda­bréf, þ.e. RIKB 15 0408. Væri ekki eðlilegt að upplýst yrði hver sé eigandi þessa umrædda ríkisskuldabréfs? Annars mun sú hætta verða fyrir hendi að þetta veki tortryggni, og allskyns samsæriskenningar um að breytingin sé gerð í þágu sérvalinna aðila.

Slík tortryggni þrífst best í skjóli leyndar og ógagnsæis. Því er rétt að skora á stjórnvöld að upplýsa hverjum sé verið að veita undanþágu frá fjármagnshöftum með þessum hætti, til þess að útrýma tortryggni á aðgerðina. Að öðrum kosti er óhjákvæmilegt að einhverjir muni draga þá ályktun að ekki sé allt með felldu.


mbl.is Búið í haginn fyrir losun hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson 569 9635.

þetta er ekki eitt skuldabréf heldur flokkur bréfa til 2ja ára.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 14:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Brefin falla í gjalddaga 8. Apríl n.k.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 14:35

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er það villandi í umfjöllun um þetta að tala um ríkisskuldabréf í eintölu, ef það er í raun um mörg skuldbréf að ræða, en væri réttara að tala um það í fleirtölu.

Það þarf þá bara að gera eftirfarandi breytingu á einni setningu í texta pistilsins hér að ofan:

"Væri ekki eðlilegt að upplýst yrði hverjiru eigendur þessara umræddu ríkisskuldabréfa?"

Eins og skynsamt fólk hlýtur að sjá þá breytir það ekki öllu þó það séu fleiri en einn sem eigi svona bréf. Spurningin er eftir sem áður: hverjir eru þeir eiginlega sem fá svona sérmeðferð?

http://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2015/03/06/Undanthagulistum-og-reglum-Sedlabanka-Islands-um-gjaldeyrismal-breytt/

"Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 5699615."

Það væri þá við hæfi að fréttamenn sem fjalla um málið myndu spyrja seðlabankastjóra að því hverjir eigi þessi bréf, sem sé verið að veita þessa undanþágu frá fjármagnshöftum.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2015 kl. 14:41

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi útboð hafa verið haldin lengi og mér er ekki kunnugt um að nein leynd hvíli yfir þessu.

Það er kannski slök blaðamennska að útakýra þetta ekki og greina frá fleiri smáatriðum, en þetta virðist mér vera einföld tilkynning um breytingar en en ekki tilkynning um útboð eð hver hafi hlotið. 

Geta þeir sem haf áhuga ekki fundið út úr því á netinu? Ég held að þetta hafi alltaf verið tilkynnt.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 14:57

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fæ ekki betur séð en að þetta sé í eigu landsbankans.

http://www.landsbankinn.is/markadir/skuldabref/

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 15:03

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi síða sem vísað er til hefur að geyma upplýsingar um viðskipti dagsins á íslenskum mörkuðum, en segir ekkert endilega til um það hverjir séu eigendur viðkomandi skuldabréfa. Svona svipað og þegar Landsbankinn birtir upplýsingar um gengi gjaldmiðla burtséð frá því hvort hann sé sjálfur að kaupa eða selja þann gjaldeyri.

Hérna er útboðslýsing þess skuldabréfaflokks:

http://www.lanamal.is/frettir/nanar/2531/utbod-overdtryggdra-rikisbrefa-rikb-15-0408-skiptiutbod

Í tilkynningum frá Lánamálum ríkisins um niðurstöður útboða eru kaupendur hinsvegar ekki nafngreindir sérstaklega, heldur aðeins upplýsingar um fjárhæðir seldra bréfa.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er þessi umræddi skuldabréfaflokkur veðhæfur í dag- og veðlánum við seðlabanka Íslands. Með öðrum orðum geta bankarnir prentað sér peninga með skuldabréfum sem þeir eiga úr þessum flokki.

http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/Al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0asvi%C3%B0/Ve%C3%B0h%C3%A6fir%20flokkar.pdf

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2015 kl. 18:06

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér virðist þetta allt vera fyrir opnum tjöldum og eðlilegt þegar breytingar eru gerðar að bréfin fái að renna sitt skeið.

það að nafn kaupanda sé ekki gefið upp er líklega algegert aukaatriði það. Ef þú vilt gera þér einhverja samsæriskenningu úr þessu þá byrjaðu á því að hafa samband við stofnunina og fá upplýsingar. Þær eru líklega opinberar, þótt þær seu ekki birtar í tilkynningu um breytingar á fyrirkomulagi.

Ef þú hefur grun um eitthvað misferli eða að verið sé að hygla einhverjum hér, þá verðuru að skýra í hverju það ætti að liggja.

ég efast um að nokkur botni í að hverju þú ert að leiða hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2015 kl. 18:32

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Upplýsingar sem ekki eru gerðar opinberar, eru samkvæmt skilgreiningu ekki fyrir opnum tjöldum.

Það er ekkert flókið að botna í því hvað ég er að fara, heldur þvert á móti mjög gegnsætt:

Mér finnst að upplýsingar um hverjum ríkið skuldar, og hverjir fái undanþágur frá fjármagnshöftum, eigi að gera opinberar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2015 kl. 19:03

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Er þetta ekki bara nýtt sjeik-dæmi, og nú í nafni Íslandsbanka-baksviðsins? Er Íslandsbanki ekki að fara sömu leið og Kaupthinksbankinn?

Það er nýbúið að dæma í því Kaupthinksbankamáli, og passar mafíunni líklega vel að byrja uppá nýtt, með nýtt sjeik-bankabarbabrelludæmi. Þrælarnir eiga svo bara að borga skaðann aftur með eignum sínum, sem teknar verða eignarnámi á ólöglegan hátt, með aðstoð sýslumanna á eyjunni hel-bláu. Vel þekkta sprungna Stóra-Bóla Kauphallar-fjármálakerfisins er hættulega rótgróin á spillta Íslandinu.

Það ríkir ótrúlega mikil þöggun og leynd yfir nýjasta Íslandsbanka-söluævintýrinu fyrirhugaða.

Það eru einungis borgarar þessa lands sem geta veitt bankamafíunni aðhald. Reynslan hefur kennt okkur almenningi margt um Kauphallarævintýri glæpabankavæðingarinnar. Án Kauphallarinnar væri ekki hægt að spila svona með glæpafjármálakerfið. Við almennu þjóðfélagsþegnarnir höfum ekki leyfi til að horfa framhjá bankaleyniglæpunum augljósu, og því síður leyfi til að verja áframhaldandi bankaglæpina.

Kauphöllin er peningaþvottastöð glæpabanka-peningafölsunarinnar. Þar gerast svikulu og innistæðulaust uppblásnu verðbréfanna "kaupin á eyrinni"!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2015 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband